Dagblaðið Vísir - DV - 01.04.2021, Side 36

Dagblaðið Vísir - DV - 01.04.2021, Side 36
Kjúklingabaka 4 egg 2 msk. rjómi Salt og pipar 1 tsk. paprikukrydd 200 g kjúklingur, eldaður og rifinn niður (ég var með heilan kjúkling í matinn kvöldið áður og notaði af- ganginn af honum) ½ camembert ostur 100 g spínat ½ rauð paprika 150 g sveppir 10 kirsuberjatómatar 1 hvítlauksrif Smá smjör til steikingar Byrjið á að skera niður spínat, sveppi, tómata, papriku og raspa niður hvítlauksrif. Steikið grænmetið á pönnu upp úr smá smjöri og saltið og piprið að vild. Setjið kjúklinginn saman við blönduna og hellið öllu í eldfast form, mér fannst betra að setja bökunarpappír í botninn og bar ég bökuna fram á honum. Hrærið eggin og rjómann saman í skál og hellið yfir kjúklinginn og grænmetið í forminu. Skerið camembert ostinn niður og leggið ofan á blönduna, stráið papr- ikukryddi yfir og bakið í ofni við 180 gráður í um 30 mínútur. Takið bökuna út úr ofninum og leyfið henni aðeins að jafna sig áður en bökunarpappírnum er lyft upp úr forminu. Una í eldhúsinu Páskabomba 150 g smjörlíki 1 bolli sykur 4 egg 2 bollar hveiti 1 tsk. lyftiduft 1/2 tsk. salt 1 tsk. matarsódi 2 tsk. vanilludropar 1 bolli mjólk 3 msk. kakó Smjörkrem 250 g smjörlíki 300 g flórsykur 2 tsk. vanilludropar KitKat kanínur (keyptar í Nettó) til skreytingar Byrjið á að hita ofninn í 180 gráður. Blandið saman öllum þurrefnum í skál og hrærið varlega saman. Bræðið smjörlíki og látið kólna. Næst blandast eggin, mjólkin, van- illudroparnir og smjörlíkið saman við og allt hrært vel saman. Hellið blöndunni í tvö vel smurð hringlaga form. Bakið í um 30 mínútur, gott er að stinga prjóni í miðjuna til að kanna hvort kakan sé tilbúin, prjónninn á að koma þurr út. Leyfið botnunum að kólna vel áður en kremið er sett á kökuna. Smjörkremið er einfalt að gera en þið hrærið saman mjúku smjörlíki, flórsykri og vanilludropum og hafið á góðum hraða á hrærivélinni, því lengur sem kremið er hrært því hvítara verður það. Smyrjið kreminu á kökuna og skreytið með páskakanínum úr súkkulaði, lifandi blómum eða því sem ykkur finnst eiga vel við. MYNDIR/AÐSENDAR Páskabröns Það er tilvalið að bjóða þínum nánustu í páskabröns og njóta þess að eiga góð stund saman. Ekki er verra að grípa í spil, fela marglit páskaegg í garðinum eða búa til heimagert bingó eftir matinn. 1. APRÍL 2021 DV36 MATUR

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.