Dagblaðið Vísir - DV - 01.04.2021, Page 37

Dagblaðið Vísir - DV - 01.04.2021, Page 37
Amerískar pönnukökur 1 bolli hveiti 1½ tsk. lyftiduft ¼ tsk. salt 1 bolli mjólk 1 egg 1 msk. brætt smjör 1 tsk. vanilludropar Gott ofan á Bananar Alls konar góð ber Flórsykur Smjör Súkkulaðismjör Síróp svo eitthvað sé nefnt Byrjið á að hræra saman í skál hveiti, lyftidufti og salti. Bræðið smjörið og leyfið því að- eins að kólna áður en þið bætið því saman við hveitiblönduna ásamt mjólk og eggjum. Hrærið vel saman. Steikið pönnukökurnar upp úr smjöri við miðlungshita uns þær taka að gyllast. Páska Brownie 250 g smjör 3,5 dl sykur 2 dl kakó 4 tsk. vanillusykur 4 egg 3 dl hveiti 1 poki lítil páskaegg til skreyt- ingar Stillið ofninn á 180 gráður við undir- og yfirhita. Smjörið er brætt í potti og látið kólna aftur þar til það er fingurvolgt. Sykri, kakó, vanillusykri og eggjum er bætt út í pottinn og hrært saman við smjörið. Loks er hveiti sigtað saman við og hrært vel í blöndunni. Smyrjið form og hellið deiginu í. Bakað við 180 gráður í um það bil 18 mínútur. Takið þá formið út og stingið nokkrum litlum súkkulaði- eggjum ofan í yfirborð kökunnar og bakið í aðrar 2-4 mínútur. Kakan á að vera dálítið blaut þegar hún er tekin út og er látin kólna í forminu. Morgunsnittur með avókadó og steiktu beikoni 1 baguettebrauð Ólífuolía 4 egg 2 avókadó Safi úr ½ sítrónu Salt og pipar 1/3 rauðlaukur 150 g beikon 2 msk. fersk steinselja Ferskur parmesanostur Hrærið saman egg á pönnu og kryddið með salti og pipar, myndið eggjahræru og setjið til hliðar. Setjið beikon sneiðar á bökunar- pappír og inn í ofn við 180 gráður í um 25-30 mínútur þannig að beik- onið verði stökkt og gott. Stappið avókadó í skál með klípu af salti og safa úr ferskri sítrónu. Skerið rauðlauk í þunnar sneiðar. Skerið brauðið í sneiðar og penslið með ólífuolíu og setjið inn í ofn í 4-5 mínútur við 180 gráður. Setjið eggjahræru, stökkt beik- on, avókadó, sneiðar af rauðlauk, ferska steinselju yfir og rífið að lokum ferskan parmesanost yfir. Eggjamúffur sem allir krakkar elska! Þessar litlu eggjamúffur eru alltaf vinsælar hjá börnum. Þau fá þá að velja hvað er sett í þær. Hér er það skinka, grænmeti og ostur, hrært út í eggjablöndu sem er svo toppuð með osti. Best er að baka þær í um 25-30 mínútur og leyfa þeim svo að- eins að kólna og þannig losna þær auðveldalega frá formunum. Smakkast svo extra vel með smá tómatsósu til hliðar. MATUR 37DV 1. APRÍL 2021

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.