Dagblaðið Vísir - DV - 01.04.2021, Síða 15

Dagblaðið Vísir - DV - 01.04.2021, Síða 15
FRÉTTIR 15 og gallana við hormónameð­ ferðir,“ segir Ásgeir og bætir við að upplýsingar séu mun að­ gengilegri í dag en áður. Hann tekur það þó skýrt fram að það skipti miklu máli hvaðan fólk sækir sér upplýsingar. Það virðist vera orðið algengt að fólk leiti læknisráða á Fa­ cebook og í vinsælum Face­ book­hópum eins og Beauty Tips eða Mæðra Tips og hefur Ásgeir tekið eftir þeirri aukn­ ingu. En hann bendir á að besta leiðin til að nálgast ör­ uggar upplýsingar sé að notast við áreiðanlegar síður eins og heilsuvera.is. Ásgeir segir að það sé bæði jákvætt og neikvætt að slík umræða hafi aukist á sam­ félagsmiðlum, eins og þegar netverjar deila persónulegum sögum af tilteknum getnaðar­ vörnum. „Það jákvæða er að þær eru þá skeptískar, eru að velta fyrir sér aukaverkunum og eru betur upplýstar. En gall­ inn við það er sá að þær eru þá kannski búnar að útiloka ein­ hverja getnaðarvörn sem gæti hentað þeim vel, en þær lásu kannski um eitthvað slæmt til­ felli á samfélagsmiðlum.“ „Það er svo mikið af upplýs­ ingum og það getur verið erfitt fyrir fólk að hafa stjórn á því hvað er raunverulega rétt og hvað er algilt, og hvað er ein­ faldlega rangt. En það er mjög jákvætt að konur í dag eru vel upplýstar og geti auðveldlega nálgast upplýsingar. Sumar getnaðarvarnir eru raunveru­ lega hættulegar fyrir konur með ákveðna áhættuþætti eða í ákveðnum aldurshópum, og það er gott að konur séu með­ vitaðar um það. Þetta skiptir máli og það skiptir máli að að­ gengi sé gott og að upplýsing­ arnar séu réttar.“ Áhættuþættir Ásgeir bætir við að það sé mikilvægt að konur ræði þessi mál, kosti og galla, við heilbrigðisstarfsfólk sem kann vel á þetta. „Vegna þess að eitthvað sem gæti hentað einni konu, gæti hentað ann­ arri á sama aldri illa. Það geta verið alls konar þættir, áhættuþættir eru aldurinn, reykingar eða saga um reyk­ ingar, fyrri reynsla af mis­ munandi getnaðarvörnum og allt þetta,“ segir hann. „Það skiptir miklu máli til dæmis að kona sem er að fara á pilluna, að hún raunverulega treysti sér til að taka pilluna rétt. Ef konur eru að lenda í því aftur og aftur að þær séu að gleyma pillunni eða ekki að taka hana á réttum tíma, þá er það merki um að þetta sé ekki getnaðarvörn sem henti við­ komandi. Þá er skynsamlegra að fara í eitthvað meira lang­ verkandi. Það eru svona hlutir sem maður þarf að taka inn í heildarmatið til ráðlegginga til konunnar. Pillan er ekki góð ef hún er ekki tekin hundrað prósent rétt. Þá geturðu ekki treyst á hana. Ef þú tekur hana 100 prósent rétt þá er þetta mjög góð getnaðarvörn en ef þú getur það ekki þá er skynsamlegra að fara í aðra langverkandi getnaðarvörn. Eins og með þriggja mánaða sprautuna þarftu að fara og láta sprauta þig á þriggja mánaða fresti, með getn­ aðarvarnarhringinn þarftu að skipta honum út á þriggja vikna fresti, en ekki eitthvað sem þú þarft að muna eftir á hverjum degi.“ Blóðtappar Meðal sjaldgæfari og alvar­ legri aukaverkana pillunnar eru meðal annars blóðtappar. Ásgeir segir að áhættan sé verulega lítil en sé meiri hjá konum með áhættuþætti. „Blóðtappahættan er vissu­ lega raunveruleg hjá konum sem eru á pillunni en hún er verulega lítil og ef það eru ekki áhættuþættir til staðar þá hefur maður almennt ekki áhyggjur af blóðtöppum,“ segir hann og nefnir helstu áhættuþættina. „Það eru reykingar, fyrri saga um blóðtappa, hjarta­ og æðasjúk­ dómar og aldur, þá konur yfir um það bil 35 ára. Fyrir konur undir 35 ára og ekki með aðra áhættuþætti þá er blóðtappa­ hætta á pillunni verulega lítil. Hún er ekki núll. Það er ákveðin áhætta en hættan er mjög lítil.“ Aukaverkanir Sigríður Pálína Arnardóttir lyfjafræðingur segir helstu aukaverkanir pillunnar vera ógleði, kviðverki, minnkaða kynhvöt, þurrk í leggöngum, höfuðverk, eymsli í brjóstum og fótapirring. „Fæstir finna fyrir aukaverkunum, þær eru mjög litlar. Pillan er orðin vægari en hún var áður fyrr.“ Sigríður segir að smápillan, eða brjóstapillan eins og hún er þekkt, sé með enn minni aukaverkanir. Reykingar auka áhættu „Það er mjög sjaldgæft en það eru aðeins auknar líkur á blóðtappamyndun ef þú ert á pillunni. Það er mjög mikil­ vægt að fylgjast með því ef maður verður andstuttur eða fær verki í handlegg eða fót­ legg, að fara til læknis. Eins ef það er möguleiki á blóðtappa í lungum að leita strax til læknis og vera vakandi fyrir því, en þetta er mjög sjaldgæft. Það er ekki hætta á blóðtappa á smápillunni. En á samsettu pillunni er aðeins möguleiki. En allar þessar aukaverkanir eru miklu minni eftir því sem skammtarnir eru lægri,“ segir Sigríður og bætir við að reyk­ ingar samtímis notkun pillunn­ ar auki áhættu á blóðtöppum. Kostir og gallar „Kostirnir við pilluna eru að hún minnkar líkurnar á að maður fái sýkingu í eggja­ leiðina því slímið verður seigara og það hindrar bakt­ eríur í að koma inn í legið, og það minnkar líka tíðaverki og blæðingarnar verða reglulegri. Það getur verið fyrirbyggjandi því að fá krabbamein í legið, eggjastokkana og þarmana og getur virkað á móti kvisum (e. acne), bólum í andliti. Auðvitað eru pillurnar mismunandi og mismunandi samsettar,“ segir Sigríður. Taktu pilluna rétt Það er mikilvægt að konur taki pilluna rétt. Á hverjum degi á sama tíma sólarhrings­ ins. Sigríður mælir með að fólk taki pilluna sér, ekki með öðrum lyfjum. „Það skiptir öllu máli að taka hana ekki með öðrum lyfjum. Það er voða gott að taka hana bara sér því þetta er hormón og lítill skammtur, gott að taka hana með glasi af vatni og bíða í hálftíma þar til þú borð­ ar. Það má alveg borða á sama tíma en allt sem þú innbyrðir á sama tíma getur haft áhrif,“ segir hún. „Ef þú kastar upp eða færð niðurgang skömmu eftir að þú tekur pilluna þá er gott að taka aðra.“ Önnur lyf og greipaldin Sigríður segir að það sé mikil­ vægt að konur séu meðvitaðar um hvaða öðrum lyfjum þær eru á þegar kemur að því að velja getnaðarvarnarpillu. „Það skiptir máli fyrir þær sem eru með flogaveiki eða sykursýki hvaða getnaðar­ vörn þær eru á. Það geta verið milliverkanir milli p­pillunn­ ar og flogaveikilyfja. Svo get­ ur greipaldin aukið aukaverk­ anir, því það minnkar frásogið eða útskilnað af hormóninu,“ segir hún. „Það er annars vegar að lyf getur aukið útskilnað og þá er hún ekki eins örugg vörn, og svo eru það einhver lyf sem geta aukið aukaverkanir.“ n DV 1. APRÍL 2021 Ef þú ert búin að vera á pillunni í X langan tíma þá getur það tekið langan tíma fyrir þig að verða ólétt eftir að þú hættir á henni. Ásgeir: „Þetta á yfirleitt ekki við. Sérstaklega þar sem pillan er ekki langverkandi getnaðarvörn og fer úr líkamanum eftir stuttan tíma. Eftir mjög stuttan tíma eru hormónin farin úr líkamanum. Hins vegar getur tekið tíma fyrir tíðahringinn að verða reglulegur aftur og fyrir kerfið að jafna sig og komast í eðlilegt horf aftur. Það er mýta að þú sért lengur að verða þunguð eftir að hafa verið á pillunni. Eftir tiltölulega stuttan tíma eftir að hafa hætt á pillunni ertu á sama stað og áður hvað varðar frjósemi. Það er mismunandi milli getnaðarvarna, sumar konur eru kannski aðeins lengur að komast í reglulegan tíða- hring eftir að hafa verið á getnaðarvarnasprautunni, sem dugar í þrjá mánuði í senn, heldur en pillunni. Sama með hormónalykkjuna, það tekur aðeins lengri tíma. Hins vegar eru hormónin farin úr líkamanum eftir tiltölulega stuttan tíma.“ Ég get orðið ólétt í pillupásunni. Ásgeir: „Nei. Ef þú hefur verið að taka pilluna rétt eins og leiðbeiningar segja til um þá ertu ekki í hættu á því, þá ertu örugg allan tíðahringinn. Sýklalyf draga úr virkni pillunnar. Sigríður: „Það sem sýklalyf gera er að þau hafa áhrif á bakteríuflóruna og geta þannig haft áhrif á upptöku p-pillunnar. Eins ef einstaklingur kastar upp eða fær niðurgang stuttu eftir inntöku pillunnar. Árið 2015 gaf evrópska lyfjastofnunin út leiðbeiningar um það að almenn taka sýklalyfja og p-pillunnar hefðu ekki eða lítil áhrif hvort á annað. Ekki þessi venjulegu og almennu sýklalyf. Breiðvirk sýklalyf geta haft áhrif. Lyf sem að gefið er við berklum minnkar verkunina en það er sjaldan notað. Gott er að taka pilluna eina og sér með glasi af vatni. Fá ráð hjá lækni, ljósmóður eða lyfjafræðingi þegar önnur lyf eru tekin. Passa þá upp á getnaðarvörnina.“ MÝTUR UM PILLUNA Ásgeir Thoroddsen kvensjúkdómalæknir Sigríður Pálína Arnardóttir lyfjafræðingur MISMUNANDI GETNAÐARVARNIR Getnaðarvarnarpillan • Pillan er til af tveimur gerðum. Önnur tegundin inniheldur tvö hormón, estrógen og gestagen en hin eitt hormón, gestagen. Hormónalykkjan • Lykkja er lítill T-laga plast- hlutur sem læknir kemur fyrir inni í leginu. Á lykkjunni er lítið hormónahylki sem gefur frá sér örlítinn skammt af horm- ónum jafnt og þétt og inni- heldur hormónið gestagen. Koparlykkjan • Er úr plasti og örlitlum kopar sem er til þess að auka áhrifin. Lykkjan er mjög smár T-laga hlutur sem læknir kemur fyrir inni í leginu. Kemur í veg fyrir þungun en hefur engin önnur áhrif á líkamann. Hormónasprauta • Sprautan er í formi stungu- lyfs og inniheldur hormónið gestagen. Hún er gefin í vöðva á þriggja mánaða fresti. Hormónastafur • Inniheldur hormónið gestagen og er lyfið í litlum plaststaf sem læknir kemur fyrir undir húðinni á upphandleggnum. Hver stafur endist í þrjú ár. Hormónahringur • Grannur plasthringur sem er 5 cm í þvermál. Hann inni- heldur hormónin estrógen og gestagen. Við fyrstu notkun er hringnum komið fyrir í leggöng- um eftir blæðingar og hann er hafður þar í þrjár vikur. Þá er hann fjarlægður og nýr hringur settur upp eftir eina viku. Hormónaplástur • Inniheldur hormónin estrógen og gestagen. Í plástrinum er forðalyf sem endist í eina viku.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.