Dagblaðið Vísir - DV - 01.04.2021, Síða 16
Íslendingar vinna mikið. Þetta er staðreynd. Sam-kvæmt Efnahags- og fram-
farastofnuninni, OECD, vann
15,1 prósent vinnandi Íslend-
inga meira en fimmtíu vinnu-
stundir að meðaltali í viku
hverri sem er töluvert hærra
en meðaltal OECD sem er
11 prósent. Við vinnum sam-
kvæmt þessum tölum meira en
öll hin Norðurlöndin, en sem
dæmi vinnur aðeins eitt pró-
sent Svía meira en fimmtíu
klukkustundir á viku. Aðeins
átta lönd vinna meira en við og
meðal þeirra landa er Japan,
Kórea og Tyrkland.
Þetta hefur óhjákvæmilega í
för með sér að sumum reynist
erfitt að finna tíma til að sinna
sjálfum sér, enda frítími þá
hlutfallslega minni. Það getur
haft neikvæð áhrif á líkam-
lega og andlega heilsu.
Kulnun (e. burnout) er sál-
fræðileg lýsing á afleiðingum
langvinnrar streitu og sam-
kvæmt Alþjóðaheilbrigðis-
málastofnuninni (WHO) er
um að ræða ástand sem verður
til vegna langvarandi álags í
vinnu. Til glöggvunar má
hugsa sér kulnun, með ein-
földun, sem nokkurs konar
andlegt gjaldþrot. Kulnaður
einstaklingur hefur örmagn-
ast eftir viðvarandi streitu og
er uppgefinn á líkama og sál.
Þó að margar skilgreiningar
á kulnun vísi til streituvalda
í vinnu þá hafa rannsóknir
einnig sýnt fram á að streita
geti tengst öðrum þáttum.
Ekki það sama
og þunglyndi
Kulnun er alls ekki nýtt hug-
tak þó það hafi orðið meira
áberandi undanfarin ár, en
skilgreiningin hefur verið til
í að verða hálfa öld.
Margir gætu velt því fyrir
sér hvort kulnun sé ekki í raun
annað nafn á þunglyndi, en svo
er ekki. Þunglyndi er sjúkdóm-
ur sem snertir alla fleti dag-
legs lífs þeirra sem við hann
glíma en kulnun í starfi krist-
allast í kringum vinnustaðinn.
Kulnun er heldur ekki skil-
greind sem sjúkdómur, heldur
ástand sem getur í sumum til-
vikum valdið þunglyndi.
Óvíst með áhrif COVID
Við upphaf kórónaveirufar-
aldursins vöknuðu áhyggjur
um að kulnun gæti aukist, þá
sérstalega meðal starfsstétta
framlínustarfsmanna. Berg-
lind Stefánsdóttir, verkefna-
stjóri hjá VIRK, segir ekki
tímabært sem stendur að meta
langtímaáhrif faraldursins, en
VIRK er endurhæfingarsjóður
sem hjálpar fólki með heilsu-
brest að komast aftur eða í
auknum mæli inn á vinnu-
markað. Meðal annars tekur
VIRK á móti einstaklingum í
kulnun.
„Það er ekki tímabært að
segja til um það hver lang-
tímaáhrif eru af því álagi sem
skapast hefur í kringum CO-
VID. COVID hefur vissulega
margvísleg áhrif, nánast jafn
margvísleg og við erum mörg.
Fólk er ýmist að takast á við
langvarandi einkenni þess að
smitast sjálft, atvinnumissi,
skipulagsbreytingar á vinnu-
stöðum og mögulega hafa
þessar aðstæður haft áhrif á
undirliggjandi heilsubresti.
Nýlega skerpti Alþjóðaheil-
brigðismálastofnunin enn
frekar á skilgreiningu kuln-
unar. Kulnun hafði verið skil-
greind mjög vítt í flokkunar-
kerfi stofnunarinnar hingað til
en þó ekki sem sjúkdómur eða
röskun. Í dag skilgreinir hún
kulnun sem ástand sem verður
til vegna langvarandi álags í
vinnu. Einnig er skerpt á því
hvað myndi ekki flokkast sem
kulnun í starfi og þar tilgreint
að ef aðrir þættir lífsins skýri
stöðu einstaklings eigi hug-
takið kulnun ekki við.“
Engar formlegar tölur
Gallup birti niðurstöður könn-
unar sinnar á síðasta ári sem
bentu til þess að kulnun sé
nokkurt vandamál hér á landi
en samkvæmt niðurstöðu
könnunarinnar töldu 60 pró-
sent svarenda sig hafa upp-
lifað kulnun einhvern tímann
á ævinni og 35 prósent töldu
sig vera í kulnunarástandi.
Samkvæmt Berglindi eru þó
ekki til neinar eiginlegar opin-
berar tíðnitölur um kulnun á
Íslandi. Því sé erfitt að meta
hvort kulnun sé að aukast í
samfélaginu eða ekki og þó
svo mikill meirihluti þeirra
sem leiti til VIRK séu konur
þá sé almennt ekki talið að
kulnun sé algengari meðal
kvenna og ekki allir sem leiti
til VIRK glími við kulnun.
„Erlendar rannsóknir hafa
ekki verið á sama máli hvað
EKKI VINNA ÞIG Í ÞROT
Íslendingar vinna mest allra á Norðurlöndunum og könnun Gallup frá því í
fyrra bendir til að meirihluti Íslendinga finni einhvern tímann fyrir einkenn-
um kulnunar. Karlmaður lýsir reynslunni af kulnun sem algjörri örmögnun.
16 FRÉTTIR 1. APRÍL 2021 DV
Erla Dóra
Magnúsdóttir
erladora@dv.is
BJARGRÁÐ GEGN KULNUN
Á VINNUSTAÐ
• Starfsmenn geta haft áhrif á
mikilvægar ákvarðanir sem
tengjast starfi og aðstæðum.
• Starfsmenn eiga góð félagsleg
tengsl við samstarfsfólk.
• Starfsmenn upplifa að starfið
þeirra og framlag skipti máli.
• Starfsmenn fá viðurkenningu
fyrir framlag sitt.
.
• Starfsmenn hafa yfirsýn yfir
verkefnin.
• Kröfur til starfsmanna eru hæfi-
legar.
HÆTTUMERKI FYRIR
VINNUVEITENDUR TIL
AÐ HAFA AUGA MEÐ
• Starfsmaður vinnur lengur
en venjulega, t.d. er að senda
tölvupósta um miðja nótt.
• Starfsmaður virðist óþolin-
móður og undir álagi.
• Forgangsröðun brenglast og
mikilvæg verkefni gleymast á
meðan þau sem ættu að hafa
minna vægi fá of mikla athygli.
• Starfsmaður stekkur úr einu
verkefni í annað og getur orðið
fastur í smáatriðum þar sem
hann vantar alla yfirsýn.
• Starfsmaður tekur í auknum
mæli rangar ákvarðanir.