Dagblaðið Vísir - DV - 01.04.2021, Qupperneq 35
Marokkósk páskaveisla
Fyrir 4 2 ½ klst.
Lambabógur
1 lambabógur
3 msk. ras el hanout krydd
½ tsk. harissa krydd
1 tsk. lamb Islandia krydd
2 hvítlauksgeirar rifnir
2 tsk. salt
2 msk. olía
Hitið ofninn í 210°C, blandið hvít-
lauk, olíu og kryddi í skál.
Nuddið kryddblöndunni vel á
lambabóginn.
Setjið bóginn í eldfast mót og
brúnið kjötið í 10-15 mínútur, lækkið
hitann í 80°C og eldið í 2 klst.
Chimichurri-sósa
1 búnt kóríander
1 búnt steinselja
2-3 hvítlauksgeirar
½ jalapeno
150 g olía
1 tsk. hunang
1 msk. edik
Salt
Allt maukað saman í matvinnsluvél
eða með töfrasprota og smakkað til
með salti. Einnig hægt að saxa allt
fínt og blanda saman í skál.
Grillaður maís með graslauks-
og hvítlauksmajónesi
2 heilir, forsoðnir maísstönglar
2 dl japanskt majónes
½ búnt graslaukur, heill
½ búnt graslaukur, saxaður
1 hvítlauksgeiri
50 g sólblómafræ
Bráðið smjör
Salt
Hitið ofninn í 160°C.
Setjið sólblómafræ á bakka og
ristið í ofninum í 5 mínútur.
Penslið smjörinu á og saltið maísinn.
Eldið maísinn á grilli, grillpönnu eða
í ofni, á öllum hliðum.
Setjið japanskt majónes, graslauk
og hvítlauk í matvinnsluvél eða
notið töfrasprota og blandið vel,
smakkið til með salti.
Penslið maísinn aftur með smjöri.
Setjið ögn af majónesi, sólblóma-
fræ og saxaðan graslauk yfir.
E r eitthvað páskalegra hér á landi en máls-hættir? Flestum
Íslendingum þættu
þeir illa sviknir ef
ekki leyndist einn
málsháttur í páska-
egginu, enda væru
það alvarleg vöru-
svik og svik við ára-
langa hefð.
DV ákvað því að
leyfa lesendum að
spreyta sig og óskaði
eftir nýjum málsháttum.
Svörin létu ekki standa á sér
og streymdu inn tillögurnar.
Svo margar að úr verulega
vöndu var að ráða. Blaða-
menn lögðust undir feld
og tilnefndu síðan tíu
bestu tillögurnar
að þeirra mati og
lögðu svo í dóm
lesenda sem völdu
bestu málshættina
og skáru úr um hver
sé málsháttameistari
DV árið 2021. Vinn-
ingshafarnir fá glæsileg
páskaegg frá GÓU. n
Pétur er Málsháttameistari DV
3. SÆTI
Betri eru tvö lík í skotti
en eitt á húddi
ÞORMAR ELÍ RAGNARSSON
2. SÆTI
Mundu það besta og
gleymdu því versta
DAGMAR LILJA JÓNASDÓTTIR
1. SÆTI
Betra er heima að sitja
en aðra að smita
PÉTUR INGI GUÐMUNDSSON
MÁLSHÁTTARMEISTARI DV 2021
Pétur Ingi Guðmundsson, málsháttarmeistari DV 2021. MYND/INGVI ÖRN
Prófaðu
eitthvað nýtt um
páskana
Snædís Jónsdóttir matreiðslu maður mælir með að
fólk prófi sig áfram og skoði nýjar uppskriftir í páska-
fríinu. Hér er komin spennandi útfærsla á lambabóg
sem sómir sér vel á páskaborðinu. Maísinn er algert
dúndur og því má vel gera tvöfalt magn af honum.
Snædís Jónsdóttir matreiðslumaður og meðlimur í íslenska kokkalandsliðinu. MYND/UNA HILDARDÓTTIR
Ný krydd á klassískan bita. MYND/AÐSEND
Ritstjórn
dv@dv.is
MATUR 35DV 1. APRÍL 2021