Rit Mógilsár - jún. 2002, Blaðsíða 60

Rit Mógilsár - jún. 2002, Blaðsíða 60
60 hverrar tegundar. Ekki er heldur tekið tillit til hve vel aðlagaðir þeir eru gögnunum. Mæld í fylgnistuðli (r2) er hún oftast lág (r2 er á bilinu 0,3 – 0,6). Fjöldi mælinga á hverju aldursskeiði og skipting þeirra á milli landssvæða skiptir verulegu máli um legu og ekki síst lögun hvers ferils. Segja má að í raun séu vaxtarferlar margir fyrir hverja tegund og það er breiddin í vaxtarskilyrðum sem segir til um fjölda þeirra. Ljóst er að á Suður– og Suðvesturlandi er þessi breidd mikill eins og svo víða annarsstaðar á landinu. Það verður seinni tíma verk að útbúa eiginlega vaxtarferla fyrir hverja trjátegund. Ástæðan fyrir því að meðaltalsferlar eru birtir er að þeir draga upp einfaldari og skýrari mynd af hæðar- og rúmmálsvexti en punktasveimur. Það býður upp á samanburð á milli tegunda, svo að dæmi sé tekið. 6.3 Skekkjur og breytileiki í gögnum og útreikningum Yfirhæð (YH) er skilgreind sem meðalhæð 100 sverustu trjáa á ha (Philip 1994) en er hér mæld sem hæðin á sverasta tré á hverjum mælifleti. Hér er því um nálganir á eiginlegri yfirhæð að ræða og mismunandi nálganir eftir stærð mæliflata. Um hve mikinn breytileika og skekkjur er að ræða er ekki hægt að segja til um en góð fylgni YH og GMH (r2 á bilinu 0,69 – 0,94) og lítill munur á GMH og YH leiðir líkur af því að breytileikinn sé lítill svo að skekkja í mati á yfirhæð getur því ekki skipt meginmáli. Það sem reynst hefur erfiðara er að skrá réttan gróðursetningaraldur. Í sumum tilvikum liggur alveg ljóst fyrir hver aldur trjánna er þar sem gróðursetningarár hefur verið skráð á uppdrátt af skógræktarsvæði. Þetta á við flest stærri svæði Skógræktar ríkisins og fáein svæði skógræktarfélaganna. Í öðrum tilvikum er hægt að styðjast við gróðursetningarskrár en uppdrátt vantar af gróðursetningum og því oft erfitt að átta sig á hvaða ártal gildir fyrir þann reit sem er verið að mæla hverju sinni. Í versta falli verður að treysta á minni manna sem oft getur verið nokkuð skeikult þegar liðin eru 20 til 40 ár frá gróðursetningu. Talið er að yfirhæðarvöxtur sé, innan vissra marka, óháður þéttleika (Braastad 1975). Aftur á móti er bolrúmmálsvöxtur töluvert háður þéttleika og ekki síst vöxtur standandi bolrúmmáls. Framleiðni (production potential) bolrúmmáls er því í sumum tilvikum vanmetin. Þetta á nánast eingöngu við þá reiti sem hafa verið grisjaðir og eru því með minna standandi bolrúmmál og rúmmálsvöxt en ef þeir væru ógrisjaðir. Í undantekningartilvikum er vanmatið vegna lítils upphafsþéttleika, annað hvort að völdum affalla eða vegna gisinnar gróðursetningar. Stundum eru mælireitirnir mjög þéttir og má í þeim tilvikum halda því gagnstæða fram, að raunframleiðni bolrúmmáls miðað við eðlilegan þéttleika sé ofmetin. Eins og 34. mynd sýnir er þetta samt sem áður alls ekki áberandi fyrir sitkagrenimælingarnar á Suður– og Suðvesturlandi. Þvert á móti er ágætis samband á milli yfirhæðar og standandi bolrúmmáls (sjá efri mynd).
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Rit Mógilsár

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Rit Mógilsár
https://timarit.is/publication/1563

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.