Rit Mógilsár - Jun 2002, Blaðsíða 62
62
Samband standandi bolrúmmáls og þéttleika virðist vera mun lakara (sjá
neðri mynd). Þetta er nokkuð á skjön við niðurstöður fyrir sitkagreni á
Vesturlandi og Vestfjörðum (Arnór Snorrason ofl. 2001c og 2001a) og fyrir
síberíulerki á Norður– og Austurlandi (Arnór Snorrason ofl. 2001b og 2002).
Í stuttu máli sýna þessar vangaveltur að ekki má oftreysta þeim
frumniðurstöðum sem hér eru birtar og taka verður til skoðunar mörg álitaefni
ekki síst þegar meta á framleiðni bolrúmmáls út frá mældu bolrúmmáli
standandi trjáa.
7 ÞAKKIR
Verkefnið hefur fengið fé af sérfjárveitingu fjárlaga til “Landgræðslu- og
skógræktaráætlana”. Sú fjárveiting hefur dugað skammt þannig að leitað
hefur verið annarra leiða. Árið 1998 styrktu Búnaðarsamband Vesturlands og
Félag skógarbænda á Norðurlandi verkefnið. 1999 lögðu Landssamtök
skógareigenda til styrk sem þau sóttu um til Framleiðnisjóðs
Landbúnaðarins. Árið 2000 styrktu tvö landshlutaverkefni í skógrækt,
Héraðsskógar og Skjólskógar á Vestfjörðum verkefnið rausnarlega, samtímis
og safnað var gögnum í landshlutum þeirra verkefna. Í fyrra bættust
Suðurlandsskógar í hópinn og Landssamtök skógareigenda lögðu aftur fram
styrkfé úr Framleiðnisjóði Landbúnaðarins. Ekki má gleyma að Ingvar
Helgason hf. hefur styrkt verkefnið ötullega með bifreiðarlánum til
úttektarferðalaga. Allar þessar stofnanir eiga þakkir skyldar fyrir veittan
stuðning.
Eins og ljóst má vera af framansögðu er landsúttekt á skógræktarskilyrðum
gríðarlega umfangsmikið verkefni. Það gæti ekki gengið nema með
utanaðkomandi stuðningi eins og áður hefur verið greint frá. Verkefnið hefur
einnig notið sérstakrar velvildar um allt land sem skiptir að sjálfsögðu öllu
máli fyrir starfsmenn þess og framgang verksins. Landeigendur, bændur og
oddvitar skógræktarfélaga hafa hvarvetna verið fúsir til að leyfa mælingar og
hafa einnig veitt ómetanlegar upplýsingar um trjágróðurinn sem verið er að
mæla. Starfsmenn Skógræktar ríkisins um land allt hafa veitt upplýsingar,
aðstöðu og ýmsa fyrirgreiðslu við mælingar. Öllum þessum aðilum eru
veittar bestu þakkir fyrir aðstoðina.
8 HEIMILDIR
Aðalsteinn Sigurgeirsson 1988. Stafafura á Íslandi. Ársrit
Skógræktarfélags Íslands: bls. 3-36.
Arnór Snorrason 1987. Lerki á Íslandi. Ársrit Skógræktarfélags Íslands: bls
3- 22.
Arnór Snorrason, Lárus Heiðarsson og Stefán Freyr Einarsson, 2002.
Landsúttekt á skógræktarskilyrðum. Áfangaskýrsla 1997-2001 fyrir