Fréttablaðið - 30.04.2021, Side 2
Við fylgjumst vel
með hvernig þetta
þróast en það er alltaf
óþægilegt að fá skjálfta upp
á 3,8 sem fannst víða.
Bjarki Kaldalóns
Friis, náttúruvár-
sérfræðingur
hjá Veðurstofu
íslands
Slysalömbin mæta fyrst
Sauðburður er ekki formlega hafinn á bænum Flekkudal í Kjós, en þó hafa nokkur lömb mætt á undan áætlun því foreldrarnir þjófstörtuðu fengi-
tímanum. Búast má við að stóraukið fjör færist í leikinn í Flekkudal um miðja næstu viku, að sögn heimilisfólksins þar. FRÉTTABLAÐIÐ/ERNIR
NÁTTÚRUVÁ Jarðskjálfti að stærð 3,8
fannst vel víða á höfuðborgarsvæð
inu í gær. Samkvæmt skráningu
Veðurstofunnar átti hann upptök
sín um 2,6 kílómetra suðaustur af
Eiturhóli á Mosfellsheiði.
Bjarki Kaldalóns Friis, náttúru
vársérfræðingur hjá Veðurstofu
Íslands, segir að skjálftinn sé hluti af
hrinu sem hófst í fyrrinótt og þegar
Fréttablaðið náði í hann höfðu
mælst um 300 skjálftar, f lestir litlir
og á miklu dýpi. Það er því ekki að
hefjast eldgos í Eiturhól.
„Það er búin að vera virkni við
Eiturhól síðustu tvær vikurnar. Það
eru búnir að vera nokkur hundruð
skjálftar þar og ef maður skoðar
til baka alla leið til janúar er tölu
verð virkni þarna. Það er samt pínu
óalgengt að það séu svona margir í
einu,“ segir hann.
Hann bendir á að ekkert bendi
til þess að skjálftavirknin tengist
eldsumbrotunum í Geldingadölum.
„Við fylgjumst vel með hvernig
þetta þróast en það er alltaf óþægi
legt að fá skjálfta upp á 3,8 sem
fannst víða. Við sjáum til með fram
haldið þó engin merki séu um gos
óróa.“
Upptök stóra skjálftans voru
aðeins austan við Bláfjallasvæðið
en jarðskjálftahrinur eru ekki óalg
engar á þessu svæði. Engin hætta sé
í byggð en eftir rólega tíð í kjölfar
eldgossins sé þetta áminning um
að þarna sé virkt jarðskjálftasvæði
og að það þurfi að gæta að vörnum.
Bjarki segir að nú sé gaman að
vera náttúruvársérfræðingur enda
nóg að gerast í vinnunni. Jafnvel sé
of mikið að gera. „Við erum tveir á
vaktinni á daginn og tveir veður
fræðingar og á næturnar er einn af
hvorum,“ segir Bjarki sem hefur haft
í nógu að snúast undanfarið.
„Þegar jarðskjálftahrinan varð,
áður en gosið byrjaði í Geldinga
dölum, var svolítill hasar en það er
ekki alltaf sem maður fær eldgos
til að horfa á. Ég fæ að fara af og til
heim.“ benediktboas@frettabladid.is
Verið talsverður hasar
á jarðskjálftavaktinni
Margir fundu vel fyrir 3,8 stiga jarðskjálfta með upptök suðaustur af Eitur-
hóli um hádegisbil í gær. Bjarki Kaldalóns Friis, náttúruvársérfræðingur hjá
Veðurstofu Íslands, segir gaman hjá sérfræðingum í náttúruvá þessa dagana.
Frá Hengilssvæðinu þar sem jarðskjálftar eru tíðir. FRÉTTABLAÐIÐ/SIGTRYGGUR
mánudaga-föstudaga 7.30 -17.30
laugardaga 8.00 -16.00
sunnudaga 9.00 -16.00
Austurströnd 14 • Hringbraut 35
....................................................Sími: 561 1433
www.bjornsbakari.is
MUNDU EFTIR GÖMLU GÓÐU
AFMÆLISKRINGLUNNI
- fyrir 25-30 manns
SUM RTILBOÐ
PAVLOVA
1.950 KR.-
Tilboð gildir frá 22. apríl til 2. maí
COVID-19 Í gær lágu fjórir á sjúkra
húsi vegna COVID19 hér á landi.
191 var í einangrun með virkt smit
og sólarhringinn á undan greindust
tíu ný smit. Sjö voru í sóttkví við
greiningu.
Alls var 421 einstaklingur í
sóttkví í gær og yfir þúsund manns
voru í skimunarsóttkví.
Aldrei hafa fleiri verið bólusettir
gegn COVID19 en í þessari viku, en
stefnt var að því að bólusetja yfir 25
þúsund manns í vikunni.
Alls hafa nú yfir 100 þúsund
manns verið bólusettir með að
minnsta kosti fyrri sprautunni hér
á landi. – bdj
Yfir hundrað
þúsund bólusett
Mikill skriður er í bólusetningum
hérlendis. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN
Borhola er á svæðinu
sem hefur ekki verið í
notkun síðan í október og
því ólíklegt að skjálftarnir
tengist niðurdælingu.
UMHVERFISMÁL Starfs hóp ur sem
gera á til lög ur um upp bygg ingu
eld gosssvæðis ins í Geld inga döl um
skilar af sér minnisblaði í dag.
„Ljóst er að svæðið mun koma
til með að verða vin sæll áfanga
staður,“ segir á vef Grindavíkur, um
hópinn sem skipaður var af Þór dísi
Kol brúnu Reyk fjörð Gylfa dóttur
ferðamálaráðherra. Í hópn um eiga
sæti bæjarstjóri Grinda vík ur bæj
ar, full trú ar land eig enda fé lag anna
tveggja á svæðinu, Um hverf is stofn
un ar, Veður stof unn ar, al manna
varna deild ar rík is lög reglu stjóra og
lög regl unn ar á Suður nesj um, auk
ferðamála stjóra, sem leiðir hópinn.
„Skoða þarf hvernig tryggja megi
ör yggi ferðamanna sem og upp lýs
inga miðlun til þeirra, auk þess sem
huga þarf að aðgangs stýr ingu,“
segir á grindavik.is. – gar
Tillögur um framtíð Geldingadala
Eldstöðvarnar eru fjölsóttar, enda aðdráttaraflið mikið. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON
Á sama tíma og smit eru
að koma upp hér og þar um
landið ganga bólusetningar
gegn COVID-19 afar vel
þessa dagana.
3 0 . A P R Í L 2 0 2 1 F Ö S T U D A G U R2 F R É T T I R ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð