Fréttablaðið - 30.04.2021, Blaðsíða 8

Fréttablaðið - 30.04.2021, Blaðsíða 8
BANDARÍKIN „Ég get tilkynnt þjóð- inni að Ameríka er komin á skrið á ný,“ sagði Joe Biden, forseti Banda- ríkjanna, í ræðu sinni fyrir báðum deildum Bandaríkjaþings í fyrri- nótt. Þá voru liðnir hundrað dagar síðan Biden var svarinn í embættið. Þar sagði Biden að hann stefndi að miklum breytingum á velferðar- og hagkerfi Bandaríkjanna, meðal annars með umbótum á samfélags- stoðum á borð við menntakerfið og barnabætur. Hann sagði faraldur- inn hafa opinberað glufur í innvið- um landsins og að besta leiðin til að efla hagvöxtinn væri að skattleggja þá ríku. Þá sagði hann að Bandaríkin þyrftu að sanna fyrir heiminum að lýðræði virkaði ennþá svo landið væri samkeppnishæft við alræðis- ríki á borð við Kína. „Það þekkir enginn innviði Bandaríkjaþings betur en Joe Biden, svo hann er ekki að setja þetta fram að gamni sínu,“ segir Kristján Guy Burgess alþjóðastjórnmálafræð- ingur um fyrirætlanir forsetans. „Nú þarf að koma í ljós hvort hann fái stuðning meirihluta fyrir nákvæmlega þessum tillögum eða hvort þær muni breytast í meðferð þingsins. Biden ákvað að gefa engan afslátt og setja tillögurnar fram eins og hann taldi þær vera bestar.“ Enn hefur enginn Demókrati sett sig gegn tillögunum en Kristján segir það þó geta gerst. Þegar Biden tók við embætti for- seta Bandaríkjanna lofaði hann hundrað milljón bólusetningum þegar hann hefði starfað í hundrað daga. Það markmið náðist fyrir miðjan mars, og 21. apríl höfðu 200 milljón bólusetningar farið fram í Bandaríkjunum. Í dag hefur rúmlega helmingur Ba nd a r ík ja ma nna feng ið að minnsta kosti einn skammt af bólu- efni, alls um 235 milljón skammta. „Biden erfir versta bú sem nokkur Bandaríkjaforseti hefur tekið við,“ segir Kristján og nefnir heimsfar- aldur, kreppu og harðar innanrík- isdeilur á borð við vantraust á lög- reglu sem dæmi. „Það að finna leið til að snúa faraldrinum við er fyrsta stóra afrek hans sem forseta og nú taka við þessir viðspyrnupakkar til að koma efnahagnum aftur á réttan kjöl.“ Kristján segir Biden sækja ýmis- legt í smiðju forvera sinna og hafa til að mynda kynnt sér vel hvernig Roosevelt tók á kreppunni á fjórða áratugnum. Þá segir Kristján Biden einnig hafa lært mikið af því að starfa sem varaforseti Obama sem hafi líka tekið við embætti í erfiðu ástandi. „Það sem Biden lærði af tíma sínum sem varaforseti er að það þarf að vinna miklu hraðar,“ segir Kristján. Koma þurfi málunum sem fyrst af stað. „Biden hefur til að mynda tekið ýmsar ákvarðanir í krafti síns embættis án þess að láta það fara í gegnum þingið fyrst. Hann stendur í dag frammi fyrir stórum verkefnum og það verður auðvitað ekki allt vin- sælt sem hann ákveður að gera,“ segir Kristján Guy Burgess. arnartomas@frettabladid.is Biden lofar stórum aðgerðum eftir hundrað daga í embætti Á hundraðasta degi sínum í embætti sagðist Joe Biden stefna að miklum breytingum á velferðar- og hag- kerfi Bandaríkjanna, meðal annars með því að skattleggja þá ríku. Alþjóðastjórnmálafræðingur segir Biden hafa lært af reynslunni að hlutirnir þurfi að gerast hratt. Nýi forsetinn erfi versta bú nokkru sinni. Biden spjallar við þingmenn að lokinni ræðu sinni á Bandaríkjaþingi. FRÉTTABLAÐIÐ/GETTY Nýju fingurnir keisarans Fróðleiksfúsir virða fyrir sér risavaxna bronsstyttu af rómverska keisaranum Konstantínusi á Capitolini-safninu í Róm. Hægt var að setja hönd stytt- unnar aftur saman eftir að Louvre-safnið í París sendi þangað fingur sem vantaði. Ætli keisarinn taki upp á því að læra að hekla? FRÉTTABLAÐIÐ/EPA Það þekkir enginn innviði Bandaríkja- þings betur en Joe Biden, svo hann er ekki að setja þetta fram að gamni sínu. Kristján Guy Burgess, alþjóðastjórn- málafræðingur PÓLLAND Pólskir vísindamenn hafa komist að því að egypsk múmía sem áður var talin karlkyns prestur, var í raun og veru kona sem gekk með barn. Þetta er í fyrsta skipti sem uppgötvað hefur verið að múmía hafi verið barnshafandi. Rannsakendurnir, sem tóku þátt í svokölluðu Múmíuverkefni í Varsjá, gerðu grein fyrir uppgötvuninni í tímariti um fornleifafræði í gær. Verkefnið hófst árið 2015 þar sem skoða átti ýmsa muni sem hýstir eru á Þjóðminjasafninu í Varsjá. Samkvæmt rannsakendum var múmían að öllum líkindum efri stétta kona á milli tvítugs og þrítugs sem lést á fyrstu öld fyrir Krist. Með athugun á höfuðummáli fóstursins er áætlað að hún hafi verið komin 26 til 30 vikur á leið þegar hún lést. – atv Egypsk múmía var með barni BANDARÍKIN Stjórnvöld í Banda- ríkjunum hafa ráðlagt Bandaríkja- mönnum á Indlandi að yfirgefa landið eins fljótt og auðið er. Í tilkynningu bandaríska sendi- ráðsins á Indlandi var varað við að aðgangur að heilbrigðisþjónustu væri afar takmarkaður. Þá voru bandarískir þegnar hvattir til að ferðast ekki til landsins, eða yfirgefa það, við fyrsta mögulega tækifæri. Um 379 þúsund greindust með smit á Indlandi í gær, sem er mesti daglegi fjöldi greindra tilfella á heimsvísu. Meira en 18 milljón til- felli hafa greinst í landinu og um 204 þúsund látist af völdum veirunnar. – atv Bandaríkjamenn hvattir til að yfirgefa Indland Ástandið á Indlandi er bágborið. JAPAN Borið hefur á óánægju í veit- ingageiranum í Japan eftir að stjórn- völd tóku upp á að senda dulbúið eftirlitsstarfsfólk á veitingastaði til að athuga hvort þeir framfylgdu grímuskyldu. Fjöldi veitingastaða í Japan hefur hlotið leyfi til að hafa opið fyrir rekstur, að því gefnu að þeir framfylgi sóttvarnareglum á borð við grímuskyldu. Komist eftirlits- starfsfólkið á snoðir um að það sé ekki gert, eiga þeir á hættu að missa rekstrarleyfið. Nokkrir staðir hafa lýst yf ir óánægju með aðgerðirnar sem þeir kalla yfirdrifnar og jaðra við njósnir af hálfu stjórnvalda. Ríkis- stjóri Kanagawa-héraðsins þar sem eftirlitið hefur verið sett á fót segir hins vegar að um mikilvægt starf sé að ræða til að gæta þess að allir séu að gera sitt besta gegn faraldr- inum. – atv Dulbúið eftirlit á veitingastöðum Eftirlitið er misvinsælt. 3 0 . A P R Í L 2 0 2 1 F Ö S T U D A G U R8 F R É T T I R ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.