Fréttablaðið - 30.04.2021, Blaðsíða 10

Fréttablaðið - 30.04.2021, Blaðsíða 10
HEILBRIGÐISMÁL „Ég hef leitað til læknisins en það hefur ekki tekist að ná sambandi, segir Lilja Guðmundsdóttir, sem er  ein þeirra  kvenna  sem bíður niður- staðna eftir í skimun fyrir legháls- krabbameini. Lilja fór í skimunina 2. febrúar síðastliðinn hjá kvensjúkdóma- lækni. Hún hafði áður farið í keilu- skurð vegna frumubreytinga, eða í ágúst í fyrra, þar sem hún var með svonefndar hágráðu frumubreyt- ingar. „Ég fylgist líka daglega með hvort póstur komi inn á Heilsuveru eða á island.is en ekkert kemur,“ segir Lilja, sem hefur því beðið niður- staðna í þrjá mánuði. Hún bendir á að óvissan sé enn meiri því hún hafi ekki greinst með HPV-veiruna í ágúst heldur aðra tegund og sjald- gæfari. Hins vegar stóð bara til boða að kanna með HPV í febrúar, eftir að skimunin fór frá Krabbameinsfélag- inu. Aldurshópurinn 30 til 59 ára er bara skimaður fyrir HPV en ég var með aðra tegund, svo ég skil ekki hvernig á að finna þess háttar frumubreytingar eftir að skimun var breytt fyrir þennan aldurshóp,“ segir Lilja, sem kveður óvissuna slæma. „Ég fór úr engum breytingum í skimun árið 2018 í hágráðu breyt- ingar 2020 svo ég þekki hvað þetta getur breyst hratt. Ég hef misst traust á þessu kerfi, það er eins og öllum sé sama og benda bara hver á annan. Það tekur enginn ábyrgð og heilsu okkar er stefnt í hættu á meðan. Ég spyr mig að því hvort að karlmenn í áhættuhópi fengju sömu meðferð í kerfinu? segir Lilja.“ Sýnin hafa verið send til Dan- merkur í greiningu frá og með síð- ustu áramótum þegar skimanir og greining færðist á hendur ríkisins. Sagt að vera bara róleg Margrét Hildur Ríkharðsdóttir er ein af 350 konum sem þurftu að endurtaka sýnatöku þar sem rann- sóknarglösin voru af rangri tegund fyrir dönsku rannsóknarstofuna. Hún fór í skimun þann 24. nóvem- ber hjá Krabbameinsfélaginu og bárust niðurstöður 24. febrúar þess efnis að hún væri með HPV-veiruna sem veldur frumubreytingum. Um leið fékk hún að vita að hún þyrfti að fara aftur í skimun þar sem ekki væri hægt að vinna áfram með upp- haf lega sýnið vegna rannsóknar- glasanna. „Ég gat fengið tíma eftir fjórar vikur hjá Heilsugæslunni en ég gat ekki beðið svo lengi og náði að troða mér inn hjá kvensjúkdóma- lækni í sýnatöku þann 1. mars,“ segir Margrét, sem enn bíður eftir niðurstöðum og hefur tvisvar hringt í samhæfingarstöð krabba- meinsskimana. „Svörin voru mjög dónaleg og mér var sagt að vera bara róleg og þolinmóð.“ Margrét segist hafa spurt hvort hún væri í forgangi þar sem keilu- skurður var gerður þegar hún var 24 ára en lítil svör fengust. „Ég held þú sért í forgangi, þú ættir að vera það en ég veit það ekki,“ var svarið sem hún kveðst hafa fengið frá hjúkr- unarfræðingnum. Þórdís Björg Björgvinsdóttir beið í yfir fjórtán vikur. Hún fór í skimun hjá sínum kvensjúkdómalækni þann 13. janúar og fékk svar núna á mánudaginn. „Læknirinn minn sagði mér í janúar að hann vissi ekkert um hvenær niðurstaða kæmi og var mjög hreinskilinn með það,“ segir Þórdís. Hún hafi svo tvisvar hringt í heilsugæsluna sem alltaf hafi reynst henni vel. „Í þetta sinn átti að hafa samband við mig til baka en það var aldrei gert,“ segir Þórdís. Hún segir að eftir færslu sína inn á Facebook-hópinn Aðför að heilsu kvenna  og tölvu- póst á samhæfingarstöð Heilsu- gæslunnar, hafi borist símtal með niðurstöðunni. Þórdís, sem er fjög- urra barna móðir fór í keiluskurð vegna HPV árið 2006 og greindist líka fyrir fimm árum með frumu- breytingar. „Ég hefði ekki boðið í að vera í þeim sporum núna þegar allt er svona ótryggt.“ Enginn hafði samband Anna Mjöll Eldheims fór í skimun 3. mars hjá Heilsugæslunni í Drápu- hlíð, Reykjavík og bíður enn svars nú, tæpum tveimur mánuðum síðar. Frumubreytingar fundust hjá Önnu Mjöll fyrir rúmu ári þegar hún fór í sína fyrstu leghálsskimun. Þá var henni tjáð að hún fengið boð eftir sex mánuði í eftirlit og skimun. Það hefði átt að vera í byrjun febrúar en enginn hafði samband við Önnu Mjöll sem svo bókaði tíma sjálf á heilsugæslunni. Sýni týndust Kristný Maren Þorvaldsdóttir er ein þeirra sem fékk svar á miðvikudag- inn, eftir skimun þann 13. desember sem gerð var á Landspítalanum. Hún dvaldi á spítalanum vegna annarra meina en æskilegt þótti að taka leghálssýni fyrir krabbameini. „Ég fékk svar fyrst í fyrradag og ég þarf að fara aftur,“ segir Kristný. Þau svör sem hún hefur fengið eftir mikla umleitan var að sýnið hefði týnst, það hafi ekki verið skráð. „Ég var ekkert látin vita.“ Hún segist til dæmis hafa hringt í Krabbameinsfél agið sem hafði ekki fengið sýnið til sín. Fjöldamargar frásagnir kvenna má lesa á spjalli í f jölmennum Facebook-hópi sem nefnist „Aðför að heilsu kvenna.“ Fljótlega komnir gæðastaðlar Í tilkynningu frá Heilsugæslunni á miðvikudag stendur meðal ann- ars: „Fljótlega, þegar verður búið að vinna upp töf og lausnir á skráningu í skimunarskrá verða komnar til framkvæmda, verður hægt að upp- fylla alþjóðlega gæðastaðla.“ Með þeim eiga allt að 80 prósent kvenna að fá niðurstöðu innan fjögurra vikna og allar konur innan sex vikna. Konur misstu traust á krabbameinsleit Margar konur lýsa um þessar mundir stórgölluðu kerfi og óskilvirkri þjónustu þegar kemur að leghálsskimunum. Niðurstöður úr leghálssýnum berast konum seint og illa og upplýsingum er ábótavant. Fréttablaðið ræddi við konur sem lýsa persónulegri reynslu. Lilja Guðmundsdóttir. Margrét Hildur Ríkharðsdóttir. Þórdís Björg Björgvinsdóttir. Linda Blöndal linda@frettabladid.is Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra tók í mars við undirskriftum frá hópnum „Aðför að heilsu kvenna“. Kallað var á breytingar til að endurheimta traust kvenna. FRÉTTABLAÐIÐ/ERNIR 3 0 . A P R Í L 2 0 2 1 F Ö S T U D A G U R10 F R É T T I R ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.