Fréttablaðið - 30.04.2021, Blaðsíða 13
Í DAG
Þórlindur
Kjartansson
Í upphafi vikunnar bárust þær ánægjulegu fréttir frá Umhverfisstofnun að losun gróðurhúsa
lofttegunda á beinni ábyrgð Íslands
hefði dregist saman um 2% milli
2018 og 2019 sem er mesti sam
dráttur milli ára frá 2012. Þróun í
bindingu í skóglendi er líka mjög
jákvæð en hún jókst um 10,7% frá
2018 til 2019 og hefur nú náð sögu
legu hámarki frá 1990.
Þessar tölur hvetja okkur til
frekari dáða í loftslagmálum. Þó að
við höfum hugsað um fátt annað en
kórónuveiruna undanfarin miss
eri þá er loftslagsváin enn okkar
stærsta áskorun og brýnt að halda
áfram á sömu braut. Í stjórnarsátt
mála núverandi ríkisstjórnar eru
loftslagsmálin í algjörum forgangi.
Fyrsta aðgerðaáætlun ríkisstjórn
arinnar í loftslagsmálum var lögð
fram 2018 og uppfærð aðgerðaáætl
un í loftslagsmálum sem stjórnvöld
lögðu fram í fyrra varðar leiðina að
frekari árangri. Í henni eru settar
fram fjölmargar aðgerðir á öllum
sviðum sem í fyrsta sinn eru metn
ar með tilliti til árangurs. Þá hefur
aldrei verið veitt meira fjármagni til
málaflokksins en á þessu kjörtíma
bili. Og til að mæta nýjum og metn
aðarfyllri skuldbindingum okkar í
loftslagsmálum sem kynntar voru í
desember síðastliðnum bættum við
enn frekar í aðgerðir og fjármagn til
málaflokksins í nýrri fjármálaáætl
un sem nú er til meðferðar á Alþingi.
Nýjar aðferðir í bindingu
Í vikunni heimsóttu ráðherrar í rík
isstjórninni Carbfix sem er dóttur
félag Orkuveitu Reykjavíkur. Carbfix
byggist á íslensku hugviti sem geng
ur út á að fanga koldíoxíð og aðrar
vatnsleysanlegar gastegundir eins
og brennisteinsvetni úr útblæstri og
binda í steindir í bergi á umhverfis
vænan hátt. Aðferðafræðin er ein
stök á heimsvísu og getur orðið
mikilvægt framlag í baráttunni gegn
loftslagsvánni. Munurinn á þessari
aðferð og því að geyma koldíoxíð í
stórum gasgeymum – sem margar
þjóðir gera nú tilraunir með – er sá
að með henni er koldíoxíðinu fargað
varanlega á mun öruggari hátt með
því að umbreyta því í berg. Þetta er
í raun náttúrulegt ferli sem einfald
lega er flýtt með aðstoð tækninnar.
Við hlið Carbfix á Hellisheiði hefur
svo svissneska nýsköpunarfyrir
tækið Climeworks hafið uppbygg
ingu á nýrri verksmiðju sem byggir
á þeirri tækni að fanga kolefni beint
úr andrúmsloftinu. Það nýtir sér svo
íslenska hugvitið hjá Carbfix til að
farga kolefninu með því að binda
það í basaltberg.
Þessi merkilega nýsköpun er
viðbót við aðrar aðferðir sem við
Íslendingar höfum beitt til að binda
kolefni en við höfum staðið framar
lega í náttúrulegum lausnum til kol
efnisbindingar eins og landgræðslu
og skógrækt og höfum verið óþreyt
andi við að tala fyrir þeim á alþjóða
vettvangi.
Samstarf stjórnmála og vísinda
Kolefnisbinding ásamt samdrætti í
losun gróðurhúsalofttegunda mun
verða lífsnauðsynleg til að sporna
gegn loftslagsbreytingum á næstu
áratugum. Við höfum sýnt það í
þessum heimsfaraldri að mann
kynið er fullfært um að ná ótrú
legum árangri þegar hætta steðjar
að. Við þurfum að ná sama árangri
gegn loftslagsvánni og læra af því
sem við höfum gert í faraldrinum –
vísindamenn, fagfólk, stjórnmála
menn, atvinnulíf og almenningur
– við þurfum öll að vinna saman til
að ná markmiðum okkar og tryggja
öruggan, sjálf bæran heim fyrir
komandi kynslóðir.
Loftslagsmálin voru eitt af stóru
málunum í stefnuskrá Vinstri
grænna fyrir síðustu kosningar.
Þau munu áfram verða það og ég
er sannfærð um að sú stefna sem
nú hefur verið mörkuð og þær
aðgerðir sem þegar hefur verið
gripið til, byggi mikilvægan grunn
að árangri Íslands í loftslagsmálum.
Verkefnið er hins vegar gríðarstórt
og meira mun þurfa til – en ef við
höldum áfram á sömu braut mun
það skila frekari árangri og Ísland
leggja sitt af mörkum í baráttunni
gegn loftslagsvánni – stærsta verk
efni samtímans.
Stærsta verkefnið
Þó að við höfum hugsað um
fátt annað en kórónuveir-
una undanfarin misseri þá
er loftslagsváin enn okkar
stærsta áskorun og brýnt að
halda áfram á sömu braut.
Katrín
Jakobsdóttir
forsætisráð-
herra
Ef kapítalisminn hefði samvisku þá hefði hann sitthvað á henni. Hann hefur til að mynda séð okkur fyrir botnlausum aðgangi
að sjónvarpsefni um innihalds
rýrt líf eiginkvenna auðmanna
í ýmsum borgum og úthverfum
Bandaríkjanna en finnur ekki út
úr því að síminn manns tengist
við rétt bluetooth tæki. Þetta
hefur leitt til þess að helmingur
allra símtala nú til dags fer í ein
hvers konar gól um það hvort
fólk heyri í viðmælandanum.
„Heyrirðu núna? Já ok. Sorrí,
var að setjast inn í bíl. En núna?
Halló? Í hvaða tæki á ég að tala?
Ertu þarna ennþá?“
En þetta eru auðvitað smá
atriði. Kapítalistar hafa vitaskuld
framið margfalt stærri glæpi en að
sjá almenningi ekki fyrir nægilega
snurðulausum samskiptum við
jaðartæki. Dæmin eru fjölmörg
um heim allan þar sem græðgi og
skammsýni hafa leitt fjármagns
eigendur og fyrirtæki út í alls
konar vafasama og jafnvel glæp
samlega hegðun. Samt er líklegt
að kapítalisminn standist sama
próf og lýðræðið — að vera versta
efnahagskerfið sem fundið hefur
verið upp fyrir utan öll hin.
Afl fjármagnsins
Hugtakið kapítalismi þýðir ef til
vill ekki það sama í hugum allra.
Ein leið til þess að skilgreina
kapítalisma er að það sé kerfi þar
sem fjármagn hefur afgerandi
áhrif á það hvaða verkefni eru
framkvæmd í samfélaginu og
hver ekki. Peningar eru af l þeirra
hluta sem gera skal í kapítalísku
samfélagi — og í þeirri setningu
felst líka ágæt áminning um hvað
peningar eru ekki. Þeir hafa ein
ungis gildi fyrir þær sakir að hægt
er að nota þá til þess að láta hluti
gerast, en eru að öðru leyti eins og
hver önnur mælieining. Rétt eins
og það er hitinn sem yljar okkur á
sumardögum, en ekki hitastigið
— þá eru það vörurnar, þjónustan
og upplifanirnar sem fyrir hann
fást sem hafa gildi en ekki sjálfur
peningurinn.
Það er þess vegna í raun máttur
peninganna, en ekki aurinn
sjálfur, sem gerir það að verkum
að miklir fjármunir geta gert
menn að öpum. Mikil völd eru
vandmeðfarin, hvernig svo sem
þau völd eru fengin. Þeir sem hafa
mikil völd af því þeir hafa eignast
mikla fjármuni geta reynst
skeinuhættir samfélagi sínu og
það er mikilvægt að umgjörð laga
og reglna sé með þeim hætti að
slíkum einstaklingum og fyrir
tækjum sé markaður eðlilegur
rammi.
Vald ríkisins
Það eru aðrar leiðir en fjármagn
til að ákveða hvernig forgangs
raða eigi verkefnum í samfélag
inu. Stundum á vel við að notast
við lýðræðið eða einhvers konar
pólitískan vilja. Í því leynast þó
líka hættur. Því fyrir þá sem hafa
miklar áhyggjur af misnotkun
valda er því ekki endilega nær
tækast að hafa áhyggjur af mis
notkun ríka fólksins á áhrifum
sínum — þótt sannarlega sé tilefni
til þess að hafa varann á gagn
vart því. Miklu meiri hætta stafar
nefnilega af misbeitingu ríkis
valdsins sjálfs gagnvart borgur
unum. Ríkisvald hefur einkaleyfi
til að beita löglega of beldi til þess
að ná sínu fram.
Þess vegna eru stærstu og
mikilvægustu skrefin í mannrétt
indaþróun síðustu alda að veita
einstaklingum og einkaaðilum
sjálfstæð og algjör réttindi gagn
vart hinu yfirþyrmandi ríkis
valdi.
Kóngafólk og landshöfðingjar
fyrri tíma gátu farið fram gagn
vart almenningi þannig að þeir
þyrftu aldrei að hafa áhyggjur af
því að standa reikningsskil gjörða
sinna. Sá sem stóð eftir niður
lægður, rændur og laminn eftir
fantaskap embættismanna á fyrri
öldum gat lítið annað gert en að
bíta á jaxlinn. Því miður er staðan
enn þannig víða um heim.
Varnarleysi gagnvart yfirvaldi
Anga af svona hegðun má reglu
lega sjá í framferði lögreglunnar í
Bandaríkjunum. Fjölmörg dæmi
eru um að lögreglan komist upp
með jafnvel mjög augljós of beldis
brot gagnvart varnarlausum
almenningi. Þar í landi var lög
regluþjónn nýverið dæmdur fyrir
morð, en um niðurstöðu réttar
haldanna var mikill efi þótt öll
heimsbyggðin hafi séð upptökur
af fantabrögðunum sem leiddu til
dauða George Floyd, mannsins
sem verið var að handtaka. Því er
haldið fram að ef ekki hefði verið
fyrir þessa upptöku, sem ungl
ingur tók á símann sinn, sé nánast
óhugsandi að lögregluþjónninn
hefði fengið dóm fyrir vald
beitinguna. Það er áhugavert að í
Bandaríkjunum er ekki aðeins til
staðar umræða um valdbeitingu
lögreglunnar, heldur eru einn
ig háværar raddir á hinum enda
rófsins sem telja að löggæslan þar
sé vængstýfð vegna ótæpilegra
möguleika almennra borgara til
kvartana og lögsókna yfir fram
ferði lögregluþjóna.
Og þótt fréttir af lögreglu
of beldi í Bandaríkjunum séu
algengar þá er hinn sorglegi sann
leikur að mjög víða í heiminum
tíðkast að laganna verðir misbeita
aðstöðu og valdi og víða geta
almennir borgarar ekkert annað
gert en að bíta á jaxlinn.
Allt vald spillir
Vandinn við valdamikla kapítal
ista er ekki að þeir séu kapítalistar
heldur að þeir séu valdamiklir.
Hið sama má segja um valdamikla
embættismenn — hættan felst
ekki í því að þeir séu embættis
menn, heldur í því að þeir geti
orðið of valdamiklir.
Réttarríkið og mannréttindi
eru vörn venjulegs fólks fyrir
þeim sem fara með mikil völd eða
geta beitt valdi og of beldi. Þetta
eru þær stoðir sem allt frelsi, jafn
rétti og bræðralag meðal manna
byggist á. Vangaveltur um að gera
embættismenn ábyrgðarlausa
gagnvart lögum — þannig að
ekki sé hægt að leita réttar síns
gagnvart þeim ef þeir misbeita
valdi sínu — er mjög slæm. Hún er
í raun jafnslæm, eða verri, heldur
en hugmyndir (sem enginn hefur)
um að auðmenn geti raunverulega
keypt sig fram hjá réttarríkinu.
Þegar kemur að því að bera
saman tjónið sem valdagírugir
kapítalistar geta valdið innan
ramma réttarríkis við skaðann
sem handhafar ríkisvaldsins geta
gert ef þeir eru staðsettir fyrir
ofan lögin, þá er himinn og haf
þar á milli.
Ríkisvald utan réttarríkisins
mun ætíð enda í martröð, sama
hversu vel það kann að vera meint
í upphafi.
Ríkisvald utan réttarríkis
S K O Ð U N ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð 13F Ö S T U D A G U R 3 0 . A P R Í L 2 0 2 1