Fréttablaðið - 30.04.2021, Page 14

Fréttablaðið - 30.04.2021, Page 14
3 0 . A P R Í L 2 0 2 1 F Ö S T U D A G U R14 S P O R T ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð SPORT FÓTBOLTI Valur fær ÍA í heimsókn á Origo-völlinn að Hlíðarenda í kvöld í fyrsta leik keppnistímabilsins á Íslandsmótinu í knattspyrnu karla. Liðunum er spáð ólíku gengi. á meðan f lestir telja að Valur, sem er ríkjandi Íslandsmeistari, muni berjast um titilinn eru margir á því að Skagamenn verði í fallbaráttu. Leikmenn ÍA eiga reyndar góðar minningar frá ferð sinni að Hlíðar- enda frá því í fyrra þegar gestirnir af Skaganum unnu góðan 4-1 sigur. Sumarið 2019 vann svo ÍA, 2-1, í leik liðanna á Valsvellinum. Frá árinu 2000 hafa liðin mæst 26 sinn- um í efstu deild. Valur hefur haft betur 12 sinnum, fjórum sinnum hafa liðin gert jafntefli og ÍA sigrað 10 sinnum. Tryggvi Hrafn Haraldsson, sem skoraði 12 mörk fyrir Skagamenn í deildinni síðasta sumar, gekk til liðs við Val síðasta haust. Tryggvi fót- brotnaði fyrr á þessu ári og verður ekki með í upphafi tímabilsins. Skagamaðurinn Arnór Smárason, sem kom til Vals frá Lilleström fyrir þetta tímabil, verður einnig fjarri góðu gamni í þessum leik. Í herbúðum ÍA eru allir klárir í slaginn fyrir en Sindri Snær Magnússon er þó tæpur vegna ökklameiðsla. Skagaliðið hefur auk Tryggva misst Stefán Teit Þórðarson frá síðustu leiktíð. Tryggvi Hrafn og Stefán Teitur skoruðu 20 af 39 mörk- um ÍA í deildinni síðustu sumar. – hó Valsmenn hefja titilvörn sína Valur vann titilinn síðasta haust. DÓMSMÁL Christopher Metzelder, fyrrverandi landsliðsmaður Þýska- lands í fótbolta, var í gær dæmdur í tíu mánaða skilorðsbundið fang- elsi fyrir vörslu og dreifingu barna- kláms. Metzelder, sem lék til að mynda með Borussia Dortmund, Real Madrid og Schalke á ferli sinum, var hnepptur í varðhald haustið 2019. Við húsleit á heimili Metzelder fundust um það bil þrjú hundruð myndir og myndbönd sem inni- héldu barnaklám. Dómur þessa fer- tuga manns var mildaður þar sem hann var með hreinan sakaferil. Metzelder, sem hefur síðustu 15 ár rekið eigin samtök sem styðja við börn í Þýskalandi sem eiga við félagslega erfiðleika að etja, kveðst ekki hafa brotið gegn börnum sjálfur. Varnarmaðurinn tapaði í úrslita- leik HM með þýska liðinu árið 2002 og vann síðan brons 2006. – hó Dæmdur fyrir að eiga og dreifa barnaklámi KÖRFUBOLTI Martin Hermannsson snéri aftur inn á körfuboltavöllinn með liði sínu, Valencia, þegar liðið lagði RETAbet Bilbao í spænsku úrvalsdeildinni um síðustu helgi. Martin tognaði á kálfavöðva í leik Valencia gegn Barcelona um miðjan mars og hefur landsliðsmaðurinn verið fjarri góðu gamni síðan þá. „Það var mjög góð tilfinning að komast aftur inn á völlinn. Ég var búinn að vera heill vikuna áður en að þessum leik kom en þar sem það var góður taktur í liðinu og það gekk vel í leikjunum á þeim tímapunkti þá var ákveðið að bíða aðeins með endurkomuna hjá mér. Ég kom svo inn í leikinn gegn Bilbao þar sem við byrjuðum rólega. Ég náði að koma inn með krafti og innkoma mín átti þátt í að snúa leiknum okkur í hag sem var bara hið besta mál,“ segir Martin um fyrsta leikinn hjá sér í rúman mánuð. „Við höfum verið helst til sveiflu- kenndir á þessu tímabili og það svíður ennþá að hafa ekki náð að komast í úrslitakeppnina í Euro League. Það var markmiðið að komast þangað og 19 sigurleikir duga vanalega til þess að gera það. Það var bara einn sigur sem skildi að og maður hefur verið að fara yfir nokkra leiki í huganum þar sem við hefðum getað gert betur. Við náðum að vinna öll liðin í Euro League einu sinni í vetur og sýndum að við eigum klárlega heima í þessari sterkustu félagsliðadeild Evrópu. Forráðamenn Valencia hækkuðu launakostnaðinn og fengu til sín leikmenn síðasta sumar með það að leiðarljósi að gera sig gildandi í Euro League. Ég held að árangur okkar í vetur skili okkur sæti í deildinni á næstu leiktíð og þá mætum við reynslunni ríkari,“ segir hann. Valencia hefur ekki áður náð að komast alla leið í Euro League en liðið hefur aftur á móti unnið Euro Cup fjórum sinnum, árin 2003, 2010, 2014 og 2019. Þá hefur Valencia einu sinni orðið spænskur meistari en það var árið 2017. „Eftir að við féllum úr leik í Euro League höfum við haft betur í sex deildarleikjum í röð. Við höfum náð nokkrum sigurhrinum yfir leiktíð- ina og náð nokkrum góðum köflum. Það hefur hins vegar vantað upp á stöðugleika en margir tapleikir í deildinni hafa komið í kjölfar leikja í Euro League. Nú er einbeitingin bara á deildinni hjá landa og við sleppum við ferðalögin milla landa. Ég finn það alveg að við erum ferskari og svo eru leikmenn sem hafa verið meiddir í vetur að ná sér af þeim meiðslum. Það eru allir klárir í slaginn fyrir lokasprettinn og ég er bara bjartsýnn á að við klár- um þetta með stæl,“ segir Martin. „Það lítur út fyrir að við mætum Baskonia, sem var einnig í Euro League, í átta liða úrslitum og svo Barcelona eða Real Madrid ef við klárum það einvígi. Þetta eru sömu andstæðingarnir og Valencia mætti þegar liðið fór alla leið vorið 2017. Við erum með svipað lið og Bas- konia og við höfum lagt Barcelona og Real Madrid að velli á þessu tímabili. Við getum alveg farið í úrslitaviðureignina en það ræðst bara á gamla góða dagsforminu og hvernig málin þróast með meiðsli og annað,“ segir bakvörðurinn. „Spænska efsta deildin er sterk- asta landsdeildin í Evrópu og ólíkt því sem var í Þýskalandi þá getur þú aldrei slakað á án þess að vera refsað. Þeir leikmenn sem spila í liðunum í neðri hlutanum vilja spila fyrir Valencia og freista þess að sýna sig og sanna í leikjum á móti okkur. Það er mjög gaman að spila í þannig umhverfi og ég hlakka til að spila í úrslitakeppninni. Gengi okkar í deildarkeppninni er undir væntingum og stefnan er að bæta upp fyrir það í úrslitakeppninni,“ segir þessi 26 ára gamli leikmaður. Valencia situr í f immta sæti spænsku úrvalsdeildarinnar þegar liðið á eftir að spila fimm leiki í deildinni. Martin og félagar mæta UCAM Murcia í deildarleik í kvöld. hjorv- aro@frettabladid.is Ætla að nýta svekkelsið í rétta átt á lokaspretti tímabilsins Martin Hermannsson og samherjar hans hjá Valencia eru með óbragð í munninum eftir að hafa verið grátlega nærri því að komast í úrslitakeppni Euro League. Þá hefur gengið í spænsku deildinni verið undir pari. Markmiðið er að hysja upp um sig buxurnar og gera atlögu að spænska meistaratitlinum. Skagamenn hafa misst úr sínum röðum tvo leik- menn sem skoruðu 20 mörk í deildinni síðastliðið sumar. Martin Hermannsson er að spila á sínu fyrsta keppnistímabili með spænska liðinu Valencia. FRÉTTABLAÐIÐ/GETTY Það er mjög gaman að spila í þannig umhverfi og ég hlakka til að spila í úrslitakeppninni. Martin Hermannsson HANDBOLTI Forráðamenn Hand- boltasambands Íslands, HSÍ, þurfa að fresta því um nokkra daga að panta f lug og hótel í Slóvakíu og Ungverjalandi þar sem Ísland tap- aði, 29-27, fyrir Litháen þegar liðin mættust í Vilníus í gær. Íslenska liðið byrjaði afar illa en þegar rúmur stundarfjórðungur var liðinn af leiknum var staðan 11-4 Litháen í vil. Varnarleikur Íslands var afskaplega slakur og Aidenas Malasinskak, sem skoraði 12 mörk í leiknum, átti trekk í trekk greiða leið í gegnum miðja vörn íslenska liðsins. Hægt og bítandi náðu leikmenn Íslands hins vegar að koma sér inn í leikinn og minnkuðu muninn í eitt mark. Munaði þar miklu um inn- komu Ágústs Elís Björgvinssonar í íslenska markið en hann varði níu skot í leiknum. Tapaðir boltar komu aftur á móti í veg fyrir að íslenska liðið næði í stigið sem þarf til þess að tryggja sætið á 12. lokakeppni Evrópu- mótsins í röð. Vinstri vængur íslenska liðsins skilaði sínu verki sómasamlega í þessum leik en Aron Pálmarsson var markahæstur með átta mörk, Bjarki Már Elísson kom næstur með sex mörk og Ólafur Andrés Guð- mundsson bætti fjórum mörkum við í sarpinn. Auk þess að skora mest skapaði Aron sex færi fyrir samherja sína og fimm af þeim sendingum urðu að mörkum. Ólafur Andrés skap- aði svo fjögur færi og gaf þrjár stoð- sendingar. Sveinn Jóhannsson átti góða inn- komu á báðum endum vallarins en hann lék vel í miðri vörninni og skil- aði þremur mörkum hinum megin á vellinum. Farseðillinn í lokakeppni Evrópu- mótsins er ennþá í höndum íslenska liðsins en liðið þarf jafntef li eða sigur þegar Ísraelar koma í heim- sókn á Ásvelli í lokaumferð undan- keppninnar á sunnudaginn kemur. Toppsætið veltur hins vegar á því hvort Litháen tekst að leggja Portú- gal að velli í lokaumferðinni eður ei. – hó Íslenska liðinu tókst ekki að sýna sitt rétta andlit Íslenska liðið átti í erfiðleikum með vörn Litháen í leiknum. MYND/AÐSEND Ísland þarf eitt stig til þess að gulltryggja sæti sitt á EM.

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.