Fréttablaðið


Fréttablaðið - 30.04.2021, Qupperneq 20

Fréttablaðið - 30.04.2021, Qupperneq 20
Samfélags- og umhverfisleg sjónarmið hafa lengi verið ofarlega á baugi hjá ELKO sem á dögunum gaf út sína fyrstu samfélagsskýrslu þar sem farið er ítarlega yfir stefnu, árangur og markmið fyrirtækisins tengd málaflokkunum. „Með samfélagsskýrslunni hefur ELKO tekið þessi málefni enn fastari tökum og sett sér stefnu til framtíðar um að leggja áherslu á sjálfbærni og samfélagslega ábyrgð þar sem loforð fyrirtækisins er: „Það sem skiptir þig máli, skiptir okkur máli“,“ segir Óttar Örn Sigurbergsson, aðstoðarfram- kvæmdastjóri ELKO. Óttar segir umhverfismál gríðar- lega mikilvæg í starfsemi ELKO. „Við höfum lagt áherslu á að minnka kolefnisfótspor okkar, meðal annars með markvissri flokkun úrgangs ásamt ýmsum sértækum aðgerðum tengdum kjarnastarfseminni. Má þar nefna móttöku á notuðum búnaði, endur- vinnslu, rafræna reikninga, flokkun og orkusparnað,“ upplýsir Óttar. Leitast er við að valda umhverf- inu sem minnstum skaða með starfsemi ELKO og fram undan er að setja frekari markmið um að draga úr losun gróðurhúsaloft- tegunda til ársins 2030. Samtals var losun gróðurhúsalofttegunda hjá ELKO 27,9 tC02, en móðurfélag ELKO hefur til nokkurra ára kol- efnisjafnað beina losun frá kjarna- starfsemi allra dótturfélaganna og hefur kolefnisjafnað samtals 20 tonn af C02 á árinu 2020 með gróðursetningu sem samsvarar 270 trjáa í gegnum Kolvið fyrir ELKO. „Í dag, með breyttri neyslu- hegðun viðskiptavina, er mikil- vægt að ELKO bregðist við með aukinni vitund um neyslu- og umhverfismál þar sem umhverfis- vernd er orðin stór þáttur í kaup- ferli raftækjaneytandans. Þau atriði sem ELKO hefur og getur lagt áherslu á, er líftími raftækja og að auka vitund starfsmanna um sóun almennt, en við leggjum okkur fram við að minnka sóun og auka flokkun,“ segir Óttar og bætir við: „Starfsstöðvar ELKO flokka úrgang frá starfsemi sinni og heildarhlutfall f lokkaðs úrgangs fyrir 2020 var 80,6 prósent. Um 78 prósent af úrgangi fara í endur- vinnslu og 22 prósent til urðunar.“ Endurnýting mikilvæg Framleiðsla á hátæknibúnaði krefst hágæða og sérhæfðra málma og mörg raftæki innihalda ekki aðeins hættuleg, eitruð og umhverfisskaðleg efni – heldur innihalda þau einnig dýrmæt efni sem ætti að endurnota. „Til er takmarkað magn af þess- um dýrmætu efnum í heiminum og þar sem uppsprettur sumra þeirra eru ekki endurnýjanlegar þurfum við að tryggja að þessi efni séu endurnýtt. Því skiptir miklu máli að þeim sé skilað rétt,“ segir Óttar og heldur áfram: „ELKO hefur í nokkur ár boðið viðskiptavinum að koma með gömul raftæki í verslanir undir formerkjunum „Fáðu eitthvað fyrir ekkert“ þar sem við kaupum snjallsíma, fartölvur, leikjatölvur og spjaldtölvur til að gefa þeim nýtt líf í formi endurvinnslu. Í gegnum það ferli greiddum við viðskiptavinum rúmlega 10 milljónir króna fyrir tvö þúsund notuð raftæki á árinu 2020.“ Nýir endurvinnsluskápar ELKO kappkostar í sífellu að gera betur í umhverfismálum og segir Óttar fyrirtækið stefna enn hærra á þessu ári. „ELKO er til dæmis að bæta aðgengi í verslunum til að auð- velda viðskiptavinum að koma eldri raftækjum í endurvinnslu, með því markmiði að lengja líf- tíma varanna. Það verður gert með því að verða enn betri í endurnýtingu og endurvinnslu og tryggja að ELKO verði fyrsta val þegar kemur að skilum á notuðum raftækjum. Við kynnum því glöð til leiks nýja endurvinnsluskápa. Með því að setja aukna áherslu á umhverfismál og endurvinnslu notaðra raftækja höfum við tekið endurvinnsluna skrefinu lengra, og hafa verslanir okkar í Lindum og á Akureyri fengið glænýja, rúmgóða og snyrtilega endur- vinnsluskápa í anddyrin,“ upp- lýsir Óttar. Endurvinnsluskápar bætast svo fljótlega við í ELKO Skeifunni og Granda. „Í þessum skápum er tekið við smærri raftækjum, rafhlöðum, blekhylkjum, ljósaperum og flúr- perum. Við hvetjum því viðskipta- vini okkar til að koma þessum hlutum í ábyrga endurvinnslu um leið og þeir kíkja næst í heimsókn í ELKO.“ Heimsmarkmiðin og ELKO ELKO hefur valið að leggja sérstaka áherslu á fjögur Heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna af sautján. Voru þar valin áhersluatriði sem snerta kjarnastarfsemi félags- ins hvað mest, til að stuðla að sjálfbærni og ábyrgum viðskipta- háttum. l ELKO leggur áherslu á jafnrétti með jafnlaunavottun og jafn- launastefnu og styður þannig við Heimsmarkmið 5 um jafn- rétti kynjanna. l ELKO leggur áherslu á Heims- markmið 8 um góða atvinnu og hagvöxt með því að hjálpa við- skiptavinum að njóta ótrúlegrar tækni. l ELKO vill halda áfram að draga verulega úr úrgangi með for- vörnum, meiri endurvinnslu og endurnýtingu og styðja þannig við Heimsmarkmið 12 um ábyrga neyslu og framleiðslu. l ELKO styður við Heimsmark- mið 13 um aðgerðir í lofts- lagsmálum og hefur sett sér loftslagsmarkmið þar sem markmiðið er að draga mark- visst úr losun gróðurhúsaloft- tegunda og kolefnisjafna eigin starfsemi félagsins. Loftslagsmarkmið ELKO eru: l Að minnka myndun úrgangs með meiri endurvinnslu og endurnýtingu. l Að draga úr óflokkuðum úrgangi um 2 prósent á ári til ársins 2010. l Að a.m.k. 90 prósent sorps frá ELKO verði flokkuð árið 2030. l Að veita upplýsingar um árangur og aðgerðir með útgáfu sjálfbærniskýrslu. l Að kolefnisjafna notkun eigin bíla með gróðursetningu trjáa. l Að koma notuðum búnaði í hringrásarkerfið. Umhverfisvernd skiptir miklu máli hjá ELKO Óttar Örn Sigurbergsson, aðstoðarframkvæmdastjóri ELKO. Svona líta nýju endurvinnsluskáp- arnir í ELKO út. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI Iðnhönnuðurinn Sunna Ósk Þorvaldsdóttir hannaði og smíðaði bókastólinn Málfríði árið 2013. Stóllinn hefur verið til sýnis á Borgarbókasafni Reykjavíkur frá upphafi en leitar nú að nýju heimili. sandragudrun@frettabladid.is Sunna Ósk smíðaði stólinn þegar hún var á listnámsbraut í Iðn- skólanum í Hafnarfirði. Síðan þá hefur hún lokið námi í bæði umhverfisskipulagsfræði og iðn- hönnun og er nú búsett í Dan- mörku. Sunna hefur þó reglulega heimsótt bókastólinn sinn og er annt um að hann komist í góðar hendur. „Ég smíðaði stólinn í skólanum og fór svo beint með hann á einka- sýningu mína á HönnunarMars sem var á Borgarbókasafninu. Hann hefur verið í láni þar síðan,“ segir hún. „Hugmyndin bak við stólinn var bæði sú að endurnýta og halda í það gamla. Þú átt kannski mikið af bókum sem eru farnar að taka pláss en þú ert ekki tilbúin að losa þig við þær.“ Stóllinn Málfríður er stálgrind sem Sunna raðaði bókum á. „Það var svolítill hausverkur að setja stólinn saman en það var góð áskorun. Ég kíki reglulega á hann og skoða hvernig bókunum er raðað og dytta að honum. Ég hef talað við þau á bókasafninu og fengið að skipta út bókum ef þau eru með f leiri afskrifaðar bækur. Svona til að fegra hann aðeins,“ segir Sunna og hlær. „Þau á bókasafninu sögðu mér að stóllinn hefði hjálpað til við að selja afskrifaðar bækur. Mér fannst mjög gaman að heyra það. En núna er verið að endurskipuleggja á bókasafninu og því miður er ekki pláss fyrir hann lengur.“ Sunna segist ekki vera með neinn draumastað í huga fyrir stólinn. Hún vill bara að hann verði einhvers staðar þar sem hann er vel metinn. „Ég hef heyrt í nokkrum bóka- söfnum en þar er því miður ekki pláss, en vonandi finnst sama- staður fyrir hann,“ segir hún. Sunna hefur ýmislegt gert síðan hún bjó til bókastólinn góða en þessa dagana er hún að sækja um að vera með innsetningu á arki- tektahátíð og hönnunarhátíð. „Ég er sjálfstætt starfandi, en þessi innsetning er tengd lands- lagsarkitektúr. Hátíðirnar sem Bókastóll leitar að heimili Sunna býr núna og starfar í Dan- mörku. MYND/AÐSEND Stóllinn er stálgrind sem bókum er raðað á. MYND/BJÖRGVIN SIGURÐARSON Bókastóllinn Málfríður óskar núna eftir nýju heimili eftir að hafa verið í átta ár í láni á Borgarbókasafninu í góðu yfirlæti. MYND/BJÖRGVIN SIGURÐARSON ég er að sækja um á eru í október og verða líklega bæði á netinu og á staðnum. Ég tók þátt síðasta október í hollensku hönnunar- vikunni í Eindhoven en hún var bara á netinu. En það verður bara að koma í ljós hvað verður núna.“ Ef einhverjar hugmyndir vakna um tilvalinn stað fyrir stólinn má hafa samband við Sunnu á soskde- sign@gmail.com. 4 kynningarblað A L LT 30. apríl 2021 FÖSTUDAGUR

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.