Fréttablaðið - 30.04.2021, Page 24

Fréttablaðið - 30.04.2021, Page 24
Í lok marsmánaðar kynnti Evrópusambandið nýja og metnaðarfulla aðgerðaáætlun um aukna lífræna framleiðslu (e. organic action plan) til næstu sjö ára. Áætlunin, sem tekur til almenns landbúnaðar og fisk- eldis, byggir á víðtæku samráði við hagsmunaaðila og þeim árangri sem náð var með síðustu sjö ára áætlun sambandsins. Árangur hennar lýsir sér meðal annars í því að nú eru 8,5 prósent alls landbúnaðarlands í löndum ESB lífrænt vottuð. ESB stefnir að því að þrefalda þetta hlutfall í 25 prósent á næstu tíu árum. Aðgerðaáætun ESB er þrí­ þætt og miðar að því að: n auka eftirspurn og traust neyt- enda á lífrænum afurðum n auka framleiðslu og úrvinnslu landbúnaðar- og fiskeldisafurða n efla framlag lífrænnar fram- leiðslu til sjálfbærrar þróunar Aðgerðir sem hvetja til eftirspurnar Nýjar kannanir benda til þess að áhugi neytenda í Evrópu á lífrænum vörum fari vaxandi og mikill meirihluti þeirra hafi tiltrú á þeirri grein, að lífræn ræktun fari betur með umhverfið og tryggi betur velferð búfjár. Um 56 pró­ sent neytenda þekkja evrópska vottunarmerkið fyrir lífrænar vörur (Evrópulaufið – sjá mynd) og sala lífrænna matvæla hefur tvöfaldast á einum áratug. ESB hyggst nú fylgja þessum árangri eftir með fjölþættum aðgerðum til að auka eftirspurn og traust á markaðinum: n með stuðningi við kynningu á lífrænum landbúnaði og Evrópu- laufinu n áherslu á stuðning við lífræna matreiðslu í stóreldhúsum n áherslu á aukningu lífrænna afurða í opinberum innkaupum- stuðningi við fræðslu í skólum um lífræna ræktun og framleiðslu n aðgerðum til að fyrirbyggja vörusvik í greininni og auka traust neytenda n bæta rekjanleika lífrænna afurða Með þessu er vitund neytenda um lífræna ræktun efld enn frekar, aðgengi almennings að upplýs­ ingum bætt og opinberum stjórn­ tækjum beitt til að hafa bein áhrif á eftirspurn eftir lífrænum vörum. Gríðarlegur vöxtur lífænnar ræktunar og lífræns fiskeldis er fram undan í löndum Evrópu Líffræðileg fjölbreytni tegunda er að jafnaði 30 prósentum meiri á landi í lífrænni ræktun samanborið við land í hefð bundinni ræktun. Notkun skordýraeiturs, tilbúins áburðar og erfðabreyttra lífvera er bönnuð í lífrænni ræktun. Rannsóknir, þróunarstarf og lífræn aðlögun Með áætlun sinni viðurkennir ESB að lífrænn landbúnaður krefst verulegrar þekkingar, auk rann­ sókna og þróunarstarfs. Þekking­ arþörfin tekur bæði til almennings (neytenda, nemenda í skólum) og fyrirtækja, en þó ekki síst til þeirra sem starfa í landbúnaði. Þar vega þyngst þekking á gróðurmoldinni og meðferð hennar, meðferð (jarðgerð) líf­ rænna efna sem til falla, skipti­ ræktun, varúðarráðstafanir til að fyrirbyggja mengun og opinberar kröfur um vottun og merkingar. Allt eru þetta þættir sem stöðugt þarf að þróa og bæta með virku rannsóknarstarfi. Reikna má með að bændur muni áfram njóta verulegs fjárhagslegs stuðnings til lífrænnar aðlögunar, auk þess sem stuðningi og ýmsum hvötum verði beitt til að styrkja virðiskeðju og markaði fyrir lífræn matvæli og fóður. Athyglisvert er hve aðgerðaáætlunin leggur mikla áherslu á að efla lífrænt lagareldi, það er fiskeldi og nýtingu á sjávar­ gróðri. Þetta tvennt hefur farið vaxandi á undanförnum árum, til dæmis á Írlandi þar sem drjúgur hluti fiskeldis mun vera vottaður lífrænn. Framvindan í einstökum ríkjum Auk hinnar almennu aðgerðaáætl­ unar ESB er aðildarríkjum ætlað að endurnýja eigin landsáætlanir um markmið og tímasettar aðgerðir til að efla þessa grein. Eins og sjá má af meðfylgjandi stöplariti er staða lífrænnar ræktunar mjög mismunandi frá einu ESB­landi til annars. Lengst á veg komin eru Austurríki (25%), Eistland (22%), Svíþjóð (20%), Tékkland, Ítalía og Lettland (15% hvert), Finnland (13%) og Danmörk (11%). Flest ef ekki öll þessi lönd hafa unnið eftir sérstakri landsáætlun og hafa upp­ skorið árangur í samræmi við það. Hver er framvindan í aðildarlöndum EFTA? Á undanförnum árum hafa Nor­ egur og Sviss verið meðal þeirra 10 til 12 Evrópulanda þar sem vöxtur markaðar fyrir lífrænar vörur og neysla þeirra á hvern íbúa er mestur. Hlutfall vottaðs nytjalands er hvergi hærra en í Liechtenstein (41%), það er með því hærra í Sviss (17%) og í Noregi hafði það náð tæpum 5 prósentum árið 2019. Á sama tíma var hlutfallið innan við 2 prósent á Íslandi. Þrátt fyrir það hafa orðið breyt­ ingar til bóta hér á landi, til dæmis með tilkomu aðlögunarstyrkja sem bændur eiga kost á fyrstu árin meðan þeir eru að taka upp lífrænar aðferðir í jarðyrkju, garð­ rækt og búfjárrækt. Í hóp vottaðra framleiðenda hafa nýverið bæst framleiðendur á mjólk og eggjum, og þá hafa nokkur fiskeldis­ og þangvinnslufyrirtæki tekið upp lífræna framleiðslu. 30% 25% 20% 15% 10% 5% 0% ✿ Hlutfall vottaðs lífræns nytjalands af landbúnaðarlandi eftir löndum 2019 EU -2 7 Au st ur rí ki Ei st la nd Sv íþ jó ð Té kk la nd Ít al ía Le tt la nd Fi nn la nd D an m ör k Sl óv en ía Sl óv ak ía Gr ik kl an d Sp án n Li th áe n Þý sk al an d Fr ak kl an d Kr óa tía Be lg ía Po rt úg al U ng ve rja la nd Ký pu r Lú xe m bo rg H ol la nd Pó lla nd Rú m en ía Bú lg ar ía Ír la nd M al ta n Heildarland vottað lífrænt n Vottað land sem lokið hefur aðlögun n Vottað land í lífrænni aðlögun mjólkurvörur Lífrænar 4 kynningarblað 30. apríl 2021 FÖSTUDAGURLÍFR ÆN VOTTUN

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.