Fréttablaðið - 30.04.2021, Qupperneq 25
felur í sér kröfu um rekjanleika,
meira rými í kvíum fyrir hvern
fisk, náttúruleg hráefni í fóðri og
enga lyfja- eða efnanotkun. Félagið
undirgengst eftirlit af hálfu Whole
Foods og vottunaraðila árlega til
staðfestingar á að framleiðslan
uppfylli framleiðsluskilmála og
gæðakröfur.
Við fylgjum þessum ströngu
kröfum Whole Foods til hins
ítrasta, en mjög fáir framleiðendur
í heiminum hafa burði til þess að
uppfylla alla gæðastaðla Whole
Foods. Einnig erum við með fjölda
annarra viðskiptavina sem greiða
hærra verð en gengur og gerist,
vegna meiri gæða framleiðslunnar.
Ástæðan fyrir því að við erum ekki
að horfa til íslenska markaðarins
er sú að hér hefur ekki verið mark-
aður fyrir dýrari hágæða lax.“
Fiskeldi Austfjarða er einnig
með Aqua Gap umhverfis- og
sjálfbærnivottun. „Líkt og á við um
Whole Foods vottunina tryggir
Aqua Gap það fyrir viðskiptavini
okkar að engin efni séu notuð við
framleiðsluferlið, allt frá hrognum
til viðskiptavinar. Einnig erum við
með í framleiðslu lífrænt vottaðan
lax sem verður kominn inn á
markað innan tveggja ára. Þar er
fóðrið úr lífrænt ræktuðu hráefni
og aukin krafa um rými sem hver
fiskur hefur í kvínni, en annars er
um sambærilega staðla að ræða og
við uppfyllum hjá Aqua Gap. Það
að fá vottun fyrir lífrænt alinn lax
er mikil viðurkenning fyrir okkur
og okkar starf.“
Sjálfbærni og umhverfisvöktun
Að sögn Guðmundar starfar
Fiskeldi Austfjarða samkvæmt
áhættumati sem Hafró fram-
kvæmir og óskað var eftir af hálfu
veiðimanna. „Áhættumatið segir
til um hversu mikið má framleiða
miðað við lágmörkun á að hætta
skapist fyrir villtan lax í ám lands-
ins. Einnig er umhverfisvöktun á
eldissvæðum þar sem fylgst er með
gæðum sjávar og botns en mæl-
ingar þar hafa komið mjög vel út
og staðfesta sjálfbærni laxeldisins.
Mengun undir eða við kvíar er því
vel undir viðmiðunarmörkum sem
sett eru af Umhverfisstofnun. Heil-
brigði sjávar og botns er lykillinn
hjá okkur að hágæða vöru til okkar
viðskiptavina.“
Nánari upplýsingar má nálgast á
vefsíðunni icefishfarm.is.
Fiskeldi Austfjarða sérhæfir sig í
framleiðslu og eldi á úrvals laxi.
Allt ferlið, frá hrognum, uppeldi
seiða á landi, eldi í sjókvíum, til
slátrunar og sölu um heim allan,
er án allra efna og lyfja og er
hvert skref umhverfisvottað. „Rík
umhverfisvöktun og áhættumat
skilar okkur ábyrgri framleiðslu
sem er metið við okkur af okkar
viðskiptavinum,“ segir Guðmund-
ur Gíslason hjá Fiskeldi Austfjarða.
Fyrirtækið hefur stækkað mikið
síðustu ár sökum síaukinnar eftir-
spurnar eftir íslenskum hágæða
eldislaxi. „Mikil vinna hefur farið
í að auka framleiðsluna og ná
stærðarhagkvæmni. Fjöldi starfs-
manna hefur aukist mikið og í dag
vinna um 120 manns hjá fyrirtæk-
inu víða um landið, í Reykjavík,
Þorlákshöfn, Djúpavogi, Fáskrúðs-
firði, Kópaskeri og Kelduhverfi. Að
auki verður til mikið af afleiddum
störfum hjá fag- og tæknimennt-
uðu fólki. Að meðaltali má segja að
fyrir hvert beint starf hjá fyrirtæk-
inu skapist tvö önnur störf þannig
að mikilvægi starfseminnar er
gríðarlegt.“
Hollari og fallegri
„Laxinn okkar er alinn á hágæða
fóðri úr náttúrulegu hráefni sem
inniheldur engin aukefni eða
erfðabreytt efni (GMO). Engin lyf
eða eiturefni eru notuð við fram-
leiðsluna. Laxinn er einstaklega
hollur og að auki er hann bæði
lit- og áferðarfagur að eðlis-
fari. Ástæðan fyrir staðsetningu
eldisins á Austfjörðum er einkum
tvíþætt. Í fyrsta lagi eru Austfirðir
langt frá villtum laxveiðiám og
skapar staðsetningin því minni
hættu gagnvart villtum laxi, og í
öðru lagi þá hægir kaldi sjórinn
á Austfjörðum á vexti laxins sem
eykur gæði fisksins, bætir þéttleika
í holdi, fiskurinn verður fallegri
á litinn og inniheldur mun meira
Omega3 en annar eldislax. Niður-
stöður úr samanburðarkönn-
unum, þar sem þátttakendur fá
ekki að vita um uppruna vörunnar,
hafa sýnt að laxinn frá okkur ber
höfuð og herðar yfir lax frá sam-
keppnisaðilum hvað varðar bragð,
útlit og ilm.“
Uppfyllir alla gæðastaðla
Fiskeldi Austfjarða slátrar um
400-800 tonnum af laxi á mánuði
og selur til viðskiptavina um
allan heim. Laxinn er verkaður
með ofurkælingu þar sem hann
er kældur niður í mínus 2°C sem
heldur honum ferskum í allt að
20 daga. „Stærsti viðskiptavinur
okkar er Whole Foods í Banda-
ríkjunum en verslanakeðjan er
þekkt fyrir að framfylgja ströngu
gæðaeftirliti og umhverfisstöðlum
á þeim vörum sem þar eru seldar.
Listinn er langur yfir þá staðla sem
framleiðslufyrirtæki þarf að upp-
fylla til að geta selt vörur í hillum
Whole Foods-keðjunnar. Þar má
til dæmis nefna Aqua Gap sem
Vottaður hágæða eldislax um allan heim
Fjöldi starfsmanna hefur aukist mikið og í dag vinna um 120 manns hjá fyrirtækinu víða um landið.
Fiskeldi Austfjarða starfar sam
kvæmt ströngustu gæðakröfum og
útkoman er hágæða eldislax. Kaldi sjórinn á Austfjörðum hægir á vexti laxins sem eykur gæði fisksins.
Fyrirtækið er með í framleiðslu lífrænt vottaðan lax sem verður kominn á
markað innan tveggja ára. Í þeirri framleiðslu er fóðrið úr lífrænt ræktuðu
hráefni og er einnig aukin krafa um rými sem hver fiskur hefur í kvínni.
Laxinn frá Fiskeldi Austfjarða er allt í senn litfegurri,
þéttari og áferðarbetri en annar eldislax. Þá er hann
hollari og inniheldur meira magn af Omega3.
Guðmundur Gíslason, stjórnar
formaður hjá Fiskeldi Austfjarða.
Laxinn frá Fiskeldi Austfjarða lýtur ströngustu vott
unum og gæðakröfum sem skilar sér í hágæða vöru
sem neytendur kunna að meta að verðleikum.
Ice Fish Farm eða Fiskeldi Aust-
fjarða hf. sem var stofnað árið
2012 er með sjókvíaeldi á hágæða
eldislaxi á Austfjörðum.
kynningarblað 5FÖSTUDAGUR 30. apríl 2021 LÍFR ÆN VOTTUN