Hinsegin dagar í Reykjavík - Aug 2013, Page 6

Hinsegin dagar í Reykjavík - Aug 2013, Page 6
6 Opnunarhátíð Hinsegin daga í Silfurbergi Hörpu fimmtudaginn 8. ágúst kl. 21 Opnunarhátíð Hinsegin daga hefur lengi verið einn vinsælasti viðburður hátíðarinnar. Þar er ekki aðeins um að ræða glæsilega skemmtun þar sem snjallir skemmtikraftar koma fram, heldur er opnunarhátíðin einnig sannkallað ættarmót hinsegin fólks, fjölskyldna þeirra og vina. Í ár er opnunarhátíðin með öðru sniði en áður og miklar væntingar bundnar við það sem verða vill fimmtudagskvöldið 8. ágúst. Ásdís Þórhallsdóttir leikstjóri annast listræna stjórn dagskrárinnar þetta kvöld en þema þess er HEY ÞÚ SYKUR! og þar mun ástin leika öll aðalhlutverk – í tónlist, sjónlist, myndlist, leiklist. Á stokk stíga ýmsir þjóðþekktir gestir sem á einn eða annan hátt tengjast sögu hinsegin fólks, baráttu þess og listsköpun. Að skemmtiatriðum loknum bjóða Hinsegin dagar í Reykjavík upp á drykk í Silfurbergi. Síðan eru regnbogatilboð á barnum. Tónlistarfólk sér um létta tónlist en gestir njóta veitinga og samveru fram eftir kvöldi. Aðgangseyrir: 2500 kr. Pride-passi gildir. Opening Ceremony For over a decade, the Reykjavík Pride Opening Ceremony has been one of the most popular events of the festival. Not only is it a spectacular concert showcasing the talents of a variety of artists, but also a yearly gathering of the extended queer family in Iceland. The theme for the 2013 opening ceremony is “HEY YOU SUGAR!” centered around the theme of love and its various expressions. The event is directed by the Icelandic theater instructor Ásdís Þórhallsdóttir. After the show the evening continues with joyful atmosphere and complimentary drink, as the guests catch up with old friends. Rainbow offers at the bar. Harpa Concert Hall, Silfurberg Auditorium, Thursday 8 August at 9 p.m. Price of admission: 2500 ISK or a valid Pride Pass.

x

Hinsegin dagar í Reykjavík

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Hinsegin dagar í Reykjavík
https://timarit.is/publication/1512

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.