Hinsegin dagar í Reykjavík - aug 2013, Qupperneq 8

Hinsegin dagar í Reykjavík - aug 2013, Qupperneq 8
8 Svo Gaaayyyy!“ Ásta Kristín Benediktsdóttir „Þetta er svo gay!“ − „Gaur, ekki vera faggi!“ − „Kærustufaggi!“ Hvað eiga ofangreindar setningar og orðasamsetningar sameiginlegt? Jú, í fyrsta lagi innihalda þau orð sem notuð hafa verið yfir samkynhneigð, sér í lagi samkynhneigða karlmenn. Vissulega er orðið gay ekki íslenskt heldur enskt en er mikið notað meðal Íslendinga. Yfirleitt er það notað í merkingunni ,samkynhneigð/ur‘ um bæði karla og konur en þó telja ýmsir það eiga frekar við um karlmenn. Faggi telst að öllum líkindum tökuorð, þ.e. orð sem tekið hefur verið úr ensku (fag eða faggot) og lagað að íslenskri beygingu, og þýðir yfirleitt ,hommi‘. Hómófóbískir selir og faggaorðræða Í öðru lagi eiga þessar setningar og orð það sameiginlegt að merking þeirra er neikvæð og þeim er ætlað að gera lítið úr þeim eða því sem um er rætt. Með orðatiltækinu að eitthvað sé svo gay er oftast átt við að það sem um ræðir sé asnalegt eða hallærislegt en einnig getur merkingin verið sú að umræddur aðili eða fyrirbæri beri með sér það sem talið er einkenna „dæmigerða“ samkynhneigða karlmenn: kvenlega eiginleika og/eða löngun til að eiga kynferðisleg samskipti við karlmenn. Gott dæmi um það hvernig þessar tvær merkingar eru runnar af sama meiði er fyrirbæri á Internetinu sem kallað hefur verið „gay seal“ en einnig „hómófóbíski selurinn“. Um er að ræða fígúru sem birtist upphaflega í teiknimyndaseríu á blogginu Antics í nóvember 2010, þar sem tveir menn faðmast í stórhríð til að halda á sér hita, sem verður til þess að selur birtist og gargar á þá: „Gaaaaaayyyy.“ Ramminn þar sem selurinn kemur fram hefur síðan þá farið vítt og breitt um netheima og á vefsíðunni Know your meme segir að selnum sé oft skeytt neðan við myndir til að afgreiða myndefnið sem barnalegt, aumingjalegt eða væmið. Ekki er þó alltaf auðvelt að greina á milli þess hvenær merkingin er í þeim dúr og hvenær er beinlínis verið að ýja að því að myndefnið feli í sér kynferðislega tilburði milli aðila af sama kyni. Frasinn „ekki vera faggi“, sem grínistinn Steindi Jr. gerði meðal annars frægan í þáttunum Steindinn okkar á Stöð 2, vísar til þess að sá sem talað er við eigi að taka sig saman í andlitinu og haga sér karlmannlega, þ.e. sýna hugrekki, styrk og ákveðni. Faggi þýðir í þessu samhengi ,aumingi‘ eða ,kvenlegur karlmaður‘ en það er einmitt sú merking sem um áraraðir hefur verið tengd við samkynhneigða karlmenn í hómófóbískri orðræðu. Í enskumælandi löndum hefur svokölluð „faggaorðræða“ (fag discourse) lengi verið vinsæl, sér í lagi meðal ungra manna sem leitast við að sanna karlmennsku sína, meðal annars með því að gera lítið úr karlmennsku annarra. Þannig hafa ýmsir fræðimenn, til dæmis C.J. Pascoe í greininni „,Dude, you’re a fag‘“, bent á að faggaorðræðan snúist ekki einungis um kynhneigð og hómófóbíu heldur einnig − og ekki síður − um karlmennsku. Tvöföld merking? Undanfarið hafa verið skiptar skoðanir um það, bæði á Íslandi og í enskumælandi löndum, hvort þessi orð hafi tvöfalda merkingu, þ.e. annars vegar ,samkyn- hneigður einstaklingur‘ og hins vegar ,aumingi‘, ,ókarlmannlegur‘, ,heimskulegt‘ o.s.frv. Umræðan snýst sem sagt um það hvort sú notkun orða sem hér er til umræðu sé hómófóbísk eða ekki; hvort hægt sé að segja að eitthvað sé svo gay án þess að það vísi til samkynhneigðar og þar með hómófóbíu. Sams konar umræða hefur einnig farið fram á Íslandi um orðið kerling og hvort það feli í sér kvenfyrirlitningu þegar það er notað í merkingunni ,aumingi‘. Árið 2006 ályktaði nefnd á vegum stjórnar breska ríkisútvarpsins, BBC, að kynnir á Radio 1 hefði ekki látið í ljósi hómófóbíu þegar hann sagði í útsendingu að hann hefði ekki áhuga á ákveðnum hringitóni í farsíma af því að tónninn væri „gay“ („I don’t want that one, it’s gay“). Nefndin sagðist viðurkenna að þessi notkun Um orðanotkun og ábyrgð“ 8
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Hinsegin dagar í Reykjavík

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Hinsegin dagar í Reykjavík
https://timarit.is/publication/1512

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.