Hinsegin dagar í Reykjavík - Aug 2013, Page 9

Hinsegin dagar í Reykjavík - Aug 2013, Page 9
9 orðsins gæti móðgað suma hlustendur en engu að síður væri niðurstaða þeirra sú að kynnirinn hefði ekki haft í huga að móðga samkynhneigt fólk og notkun hans á orðinu hefði ekki verið hómófóbísk, þar sem orðið gay væri einnig oft notað í merkingunni ,hallærislegt‘ eða ,vitleysa‘ án þess að það fæli í sér tengingu við samkynhneigð. Nefndin lagði þó til að fólk íhugaði vandlega notkun orðsins gay í þessu samhengi þar sem þessi margþætta merking orðsins gæti „óvart valdið særindum“. „Ég er ekki með fordóma“ Aðrir hafa hins vegar bent á að ekki sé hægt að aðskilja þessa merkingu orða á borð við gay og fag frá samkynhneigðri merkingu þeirra. Frá upphafi vega hefur samkynhneigð karla verið rædd í tengslum við karlmennsku (eða skort á henni) og það er kannski fyrst nú þegar réttindi hinsegin fólks eru víða orðin nokkuð góð að fólk er farið að gera greinarmun á því hvort faggi og gay þýði ,samkynhneigð‘ eða ,heimskulegt‘, ,ókarlmannlegt’ o.s.frv. Það þýðir þó ekki að tengsl þessara orða við samkynhneigð séu ekki lengur til staðar − þvert á móti. Þegar gert er lítið úr öðru fólk eða fyrirbærum með því að nota orð sem þýðir líka ,samkynhneigð‘ er viðkomandi manneskja að bregða fyrir sig hómófóbískri orðræðu, hvort sem hann eða hún áttar sig á því eða vill horfast í augu við þá staðreynd eða ekki. „En ég er ekki með neina fordóma; ég á vin sem er hommi,“ segja margir. „Ég meina ekki ,hommi‘ þegar ég segi gay; voðaleg viðkvæmni er þetta,“ segja aðrir. Ýmsir skýla sér á bak við málfrelsi og halda því fram að þeir eigi rétt á að tala hvernig sem þeir vilja. Hér er mikilvægt að hafa í huga að þótt við teljum okkur búa við málfrelsi þá þýðir það ekki að við getum notað hvaða orð sem við viljum í hvaða samhengi sem er án þess að hugsa um það hvaða áhrif þau hafa á aðra – allavega ekki ef við aðhyllumst jafnrétti og umburðarlyndi gagnvart náunganum. Við eigum ekki tungumálið ein; við deilum því með öðrum og þó að það sem við meinum þegar við segjum eitthvað sé kannski ekki fordómafullt getur orðalagið engu að síður sært aðra og gert lítið úr þeim. Þegar orð sem notað er yfir hinsegin fólk er notað í niðrandi tilgangi, sama hvort sá eða sú sem talar ætlar sér að vísa til samkynhneigðar eða ekki, má alltaf gera ráð fyrir því að hinsegin fólk sem heyrir eða les þessi orð taki þau til sín. Því getur enginn breytt. Kærustufaggar Orðið kærustufaggi er áhugavert í þessu sambandi vegna þess að það virðist vera íslensk samsetning en ekki bein þýðing á samsvarandi enskum frasa. Kærustufaggi er skilgreindur þannig í Slangurorðabókinni á vefnum slangur.snara.is: „Vanalega notað yfir stráka sem að sleppa því að hanga með vinum sínum til að vera með kærustunni og/eða hang[a] alltof mikið með kærustunni.“ Þó virðist orðið einnig vera notað yfir hvaða einstaklinga sem er, óháð kyni og kynhneigð, sem eru „ástsjúkir“ eða taka ástarsambönd fram yfir önnur vinasambönd. Merking orðsins kærustufaggi er því neikvæð og virðist vera svipuð og orðsins gay; um er að ræða fólk sem þykir væmið, leiðinlegt og hallærislegt. Í notkun þessa orðs felst því hómófóbía, rétt eins og í notkun orðanna gay og faggi. upp og notaði á jákvæðan hátt um eigin sjálfsmynd og tilveru. Þegar hinsegin fólk segir að eitthvað sé svo gay eða að einhver sé kærustufaggi er merkingin aftur á móti yfirleitt neikvæð og þar með er verið að ýta undir hómófóbíska notkun orðsins, jafnvel þótt aðilinn sem talar sé hinsegin. Annað væri til dæmis uppi á teningnum ef hinsegin fólk talaði um að eitthvað væri svo gay í merkingunni ,frábært‘, ,töff‘ o.s.frv. Þá mætti segja sem svo að búið væri að snúa upp á merkingu orðsins og losna við hómófóbíuna. Kæru lesendur – hér er ekki ætlunin að banna neinum neitt, enda er vald þeirrar sem þetta skrifar til að setja slík boð og bönn afar takmarkað. Aftur á móti vil ég biðja ykkur að hugleiða orðin sem þið notið – ekki bara orðin gay og faggi heldur öll orð. Í orðum felst vald og við verðum að gangast við þeirri ábyrgð sem fylgir því að nota þau. Líkt og öll önnur tungumál er íslenskan rík af orðum sem ekki eiga sér hómófóbíska eða annars konar fordómafulla sögu og það er auðvelt að finna viðeigandi orð fyrir hvert tilefni. Það eina sem þarf er vilji til að koma vel fram og sýna öðrum virðingu. Choosing words responsibly “This is so gay!” – “Don’t be a fag!” Are these expressions homophobic? Some people argue that the words gay and fag have double meaning, and that in this context they do not refer to homosexuality but to something or someone who is ‘stupid’, ‘naïve’ or ‘weak’. It is nevertheless difficult and often impossible to distinguish between the meaning “gay as in gay” and “gay as in stupid.” As Ásta Kristín Benediktsdóttir argues: when words like gay or fag are used in a negative way they are always offensive to many LGBT people, regardless of the speaker’s intention. With words comes responsibility, and although they are not meant to do so, words can hurt. Heimildir „BBC accepts new meaning of ,gay‘“. Mail Online. 6. júní 2006. Sótt 19. maí 2013 á http://www.dailymail.co.uk/news/article-389318/ BBC-accepts-new-meaning-gay.html Einar Björn Magnússon og Guðlaugur Jón Árnason (ritstj.). 2011. Slangurorðabókin. „Kærustufaggi“. 13. júlí. Sótt 19. maí 2013 á http://slangur.snara.is/ Gillan, Stephen. 2010. „Survival instincts.“ Antics. 5. nóvember. Sótt 19. maí 2013 á http://www.anticscomic.com/?p=678 Indiojokes. 2012. „Homophobic seal strikes again.“ 9GAG. Sótt 19. maí 2013 á http://9gag.com/gag/2960864. Kim, Brad (ritstj.). 2013. „Homophobic seal.“ Know your meme. Sótt 19. maí 2013 á http://knowyourmeme.com/memes/homophobic-seal Pascoe, C.J. 2005. „,Dude, you’re a fag‘: Adolescent masculinity and the fag discourse.“ Sexualities 8 (3): 329−346. Orðum fylgir ábyrgð Þá vaknar spurningin: „Má“ hinsegin fólk nota orð eins og faggi og gay? Skiptir máli hver talar? Þetta er umdeilt mál og sitt sýnist hverjum. Minnihlutahópar hafa oft tekið upp niðrandi orð, notað þau og snúið þeim við þannig að merkingin sé ekki lengur eingöngu neikvæð, samanber enska orðið queer og íslenska orðið hinsegin. Þessi orð hafa ekki lengur þá gríðarlega neikvæðu merkingu sem þau höfðu áður af því að hinsegin fólk tók þau Svo Gaaayyyy!“

x

Hinsegin dagar í Reykjavík

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Hinsegin dagar í Reykjavík
https://timarit.is/publication/1512

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.