Hinsegin dagar í Reykjavík - Aug 2013, Page 16

Hinsegin dagar í Reykjavík - Aug 2013, Page 16
16 Maður sér ekki vel nema með hjartanu Nanna Úlfsdóttir í viðtali við Þorvald Kristinsson Það var morgun einn í október 1971 að ég sá Nönnu í fyrsta sinn, í Árnagarði Háskóla Íslands, á ganginum þar sem nemendur í þjóðfélagsfræði og íslensku áttu sameiginlegt reyksvæði. Það var á þeim árum þegar þjóðinni leyfðist að reykja í öruggu og vernduðu umhverfi. Ljóshærð, tággrönn og stælt, svolítið eins og úr öðru landi. Aldarfjórðungi síðar hittumst við á vettvangi Samtakanna ’78. Þá hafði hún með eftirminnilegum hætti sagt okkur af sjálfri sér í blaðaviðtali og ennþá jafn grönn og stælt og um árið. Á vordögum 2013 bað ég Nönnu um að segja mér sögu sína. Við komum víða við en töluðum lengst um sameiginlegt áhugamál beggja – ástina á tímum þagnarinnar, ástina á tímum sýnileikans.

x

Hinsegin dagar í Reykjavík

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Hinsegin dagar í Reykjavík
https://timarit.is/publication/1512

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.