Hinsegin dagar í Reykjavík - aug 2013, Qupperneq 22
22
Þjóðsaga
Hljómsveit, kór og einsöngvarar í Gamla bíói
Frumflutningur nýs tónverks er einn af stórviðburðum Hinsegin
daga 2013. Þjóðsaga er tónverk í átta köflum við frumsamda
sögu sem byggð er á persónunni Barna-Þórði úr þjóðsögunni
Systkinin í Ódáðahrauni. Sagan gerist norðan Vatnajökuls í
Drekagili, Ódáðahrauni og við Herðubreið þar sem sögur fara af
útilegumönnum, álfum, tröllum og óþekktum vættum.
Hafsteinn Þórólfsson kom fyrst fram á Hinsegin dögum
2003 þegar hann söng „Ég er eins og ég er“ sem síðan
hefur ómað á hverri hátíð. Hann lauk mastersnámi í söng
frá Guildhall School of Music & Drama í London 2005 og
hóf þá feril sem atvinnusöngvari. Hafsteinn lauk BA-námi í
tónsmíðum við Listaháskóla Íslands vorið 2011 og stefnir á
framhaldsnám í haust. Hannes Páll Pálsson lauk mastersnámi
við Central St. Martins í London 2005 og hefur síðan unnið
við viðburðahönnun, ráðgjöf, markaðsmál og sjónvarpsskrif.
Hljómsveitin Caput flytur verkið undir stjórn Guðna Franzsonar,
einsöngvarar eru Hafsteinn Þórólfsson og Heiða Árnadóttir en
sögumaður er Ragnhildur Gísladóttir.
Verkið er flutt í Gamla bíói, miðvikudaginn 7. ágúst kl. 20
og hæfir öllum aldurshópum. Miðaverð: 2800 kr. Pride-passi
gildir. Miðasala í Kaupfélagi Hinsegin daga,
Hidden People
Hidden People, a new musical composition by Hafsteinn
Þórólfsson and Hannes Páll Pálsson, tells an original story
based on a character found in Icelandic folklore called
Thordur The Spellbreaker. The story takes place north of the
Vatnajökull glacier in an area infused with stories of elves,
trolls and otherworldly creatures. The musical composition
echoes traditional Icelandic folk music where each of the
work’s eight parts describes a single event in the narrative.
Performed by Caput Ensemble, conducted by Guðni Franzson,
with soloists Hafsteinn Þórólfsson and Heiða Árnadóttir.
Performed in Gamla bíó, Ingólfsstræti, Wednesday 7 August
at 8 p.m. Admission: 2800 ISK or a valid Pride Pass.
22