Hinsegin dagar í Reykjavík - Aug 2013, Page 27

Hinsegin dagar í Reykjavík - Aug 2013, Page 27
27 Okkar stríð er friðsamlegt Kasha Jacqueline Nabagesera í viðtali við Jón Kjartan Ágústsson Kasha Jacqueline Nabagesera er baráttukona fyrir réttindum hinsegin fólks í Úganda og stofnandi mannréttindasamtakanna Freedom and Roam sem berjast fyrir réttindum lesbía, tvíkynhneigðra og trans-kvenna þar í landi. Kasha er ein þeirra örfáu sem hafa komið opinberlega fram sem hinsegin einstaklingar í Úganda, þar sem samkynhneigð hegðun er refsiverð. Vegna þessa verður hún daglega fyrir áreiti og hótunum. Úganska þingið og ríkisstjórn landsins hafa á síðustu árum beitt sér fyrir lagafrumvarpi sem kveður á um dauðarefsingu við samkynhneigðri hegðun. Því hefur Kasha ásamt samtökunum Freedom and Roam höfðað mál gegn úganska ríkinu og fréttablöðum sem hafa birt hatursfullan áróður. Hún hefur hvatt alþjóðasamfélagið til að beita þrýstingi gegn lagafrumvarpi úganska þingsins og hún hefur kynnt málstað hinsegin fólks í Úganda á alþjóðavettvangi. Kasha kom til Íslands í vor á vegum Íslandsdeildar Amnesty International og nokkurra samtaka hinsegin fólks hér á landi. Viðtalið var tekið 26. apríl á bókasafni Samtakanna '78. Fyrst var Kasha spurð að því hve gömul hún hefði verið þegar hún hóf baráttu sína.

x

Hinsegin dagar í Reykjavík

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Hinsegin dagar í Reykjavík
https://timarit.is/publication/1512

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.