Hinsegin dagar í Reykjavík - aug. 2013, Side 29

Hinsegin dagar í Reykjavík - aug. 2013, Side 29
29 að þingmenn og ríkisstjórn Úganda líti ekki svo á að verið sé að þröngva upp á þá skoðunum. Sem betur fer hefur þetta breyst upp á síðkastið og yfirleitt leitar fólk fyrst ráða hjá okkur áður en það framkvæmir.“ Fyrstu opinberi homminn Vinur þinn David Kato var myrtur í janúar 2011 eftir að úganska slúðurblaðið Rolling Stone birti myndir og heimilisföng þekktra hinsegin einstaklinga í Úganda, þar á meðal upplýsingar um þig. Hver var David Kato? „David var ein af þessu manneskjum sem verða aldrei reiðar og hugsa alltaf um hag annarra. Ég hitti David fyrst árið 2005 þegar hann vildi taka þátt í starfinu okkar. Í fyrstu var ég efins um fyrirætlanir hans því að hann var töluvert eldri en flestir í samtökunum og við höfðum átt í vandræðum með njósnara frá slúðurblöðunum sem reyndu að laumast inn í samtökin til að ljóstra upp um það hver við værum. En það kom brátt í ljós að hann var enginn njósnari og við urðum fljótt góðir vinir og samstarfsfélagar. Fólk leit upp til hans og tók mark á því sem hann hafði að segja. Árið 2009 varð hann fyrsti karlmaðurinn í Úganda til að koma fram opinberlega sem hommi og það breytti miklu því framan af höfðu aðeins lesbíur verið áberandi í baráttunni og fáir tóku okkur alvarlega.“ Viltu segja frá deginum þegar Rolling Stone birti greinina með dauðalistanum? Hvernig fréttirðu af því? „Ég var í fjölskylduheimsókn í Stokkhólmi þegar ég fékk símtal frá fréttamanni New York Times í New York sem spurði mig út í orð sem ég átti að hafa sagt í úgönsku blaði sem heitir Rolling Stone. Ég kannaðist við hvorugt. Samkvæmt tilvitnuninni átti ég að hafa sagt að markhópur okkar væri börn yngri en 12 ára, því það væri auðveldara að smala þeim saman.“ Þú þekktir ekki blaðið? „Þetta var fyrsta tölublaðið! Ritstjórnin samanstóð af nýútskrifuðum háskólanemum sem vildu græða pening á skömmum tíma og þau vissu að kynvillublað myndi seljast vel.“ Tókstu þessu sem alvarlegri ógnun? „Ég gerði það. Ég hringdi samstundis til Úganda og fékk skannað eintak af blaðinu sent til mín. Þar voru birtar myndir, nöfn og heimilisföng margra meðlima í samtökunum okkar ásamt ákalli um að við yrðum hengd.“ Hverjir urðu eftirmálarnir? „Ég sagði við sjálfa mig að eitthvað yrði að gera og því hófst ég handa við að hringja í alla sem ég þekkti til að biðja um hjálp. Við yrðum að hefja málsókn gegn blaðinu – sem við svo gerðum. Við urðum að flytja þrjátíu manns búferlum til að tryggja öryggi þeirra. Heimili eins samstarfsmanns míns var brennt. Fólk missti vinnuna og á það var ráðist á götum úti. Ég var borin út úr íbúðinni minni. Nokkrir frömdu sjálfsmorð. David var myrtur. Skaðinn var mikill og við finnum ennþá fyrir honum – blöðin eru enn að birta svipaðar greinar.“ Að týna sér í tölvuleikjum Hvar finnurðu styrkinn til að halda áfram? Þú hefur sagst ekki vita hvort þú snúir lifandi heim aftur þegar þú stígur út úr íbúðinni þinni. „Ég veit að ég er ekki ein og sú vitund heldur mér gangandi. Að ég sé að gera eitthvað í stað þess að stinga höfðinu í sandinn og vorkenna sjálfri mér. Trúðu mér, það mun enginn koma til Úganda til að vinna þessa vinnu fyrir mig. Það veitir mér líka styrk þegar ég fæ tölvupóst alls staðar að úr heiminum þar sem ókunnugt fólk sendir mér hvatningu og ástarkveðjur. Ég spila einnig alls konar tölvuleiki. Vinir mínir hlæja oft að mér vegna þess að mér finnst gott að slappa af yfir stríðsleikjum. Leikirnir hjálpa mér hins vegar til að gleyma hversu slæmt ástandið er.“ Telurðu þig vera í stríði? „Stríði án ofbeldis. Þeir beita ofbeldi gegn okkur – en okkar stríð er friðsamlegt.“ Waging a war without violence Kasha Jacqueline Nabagesera is a Ugandan LGBT rights activist and founder of Freedom and Roam Uganda, an LGBT human rights organization. A self-identified lesbian, she is one of few people in Uganda who has publicly come out as an LGBT person despite a climate of discrimination and relentless threats of violence. Kasha’s campaign places a great emphasis on storytelling and legal measures. She has sued the Ugandan government and Ugandan newspapers that have published anti-propaganda against LGBT people in Uganda and thus set a benchmark for human rights advocacy in Africa. By engaging the international community and through back channels in the Ugandan parliament, she has fought against an anti-homosexuality bill in Uganda that would have made homosexual activities punishable by death. Through storytelling, Kasha hopes to educate as many Ugandans as possible on LGBT issues. She is never afraid to appear on television or in radio interviews, knowing that somewhere out there she can reach a person who is confused by their feelings, depressed or isolated. She says she finds strength to continue her battle through international support and good will from ordinary people around the world. “We are waging a war without violence. They act with violence against us, but our war against them is peaceful.” Þeir sem vilja fræðast frekar um Freedom and Roam: www.faruganda.org Facebook: Friends of Freedom and Roam Uganda jnkasha@gmail.com D avid Kato, 2011

x

Hinsegin dagar í Reykjavík

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Hinsegin dagar í Reykjavík
https://timarit.is/publication/1512

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.