Hinsegin dagar í Reykjavík - aug. 2013, Side 32

Hinsegin dagar í Reykjavík - aug. 2013, Side 32
32 Hinsegin Grænland Þerraðu aldrei tár án hanska Norræna húsið Reykjavík Í tilefni hátíðar Hinsegin daga bjóða Ráðhús Reykjavíkur og Norræna menningarstofnunin NAPA á Grænlandi til ljósmyndasýningar í Norræna húsinu. Þar má sjá 61 ljósmynd eftir Jørgen Chemnitz, en Hinsegin Grænland er fyrsta myndræna heimildasöfnun sem sögur fara af um samkynhneigð þar í landi. Áður ósýnilegur minnihluti í grænlenskri sögu hefur eignast andlit og orð. Hinum ósamkynhneigðu borgurum Nuuk var raunar einnig boðið að birtast á mynd og afraksturinn má sjá í Norræna húsinu – 61 sterk manneskja sem er tilbúin að segja heiminum sögu sína. Nú í vor gengu Grænlendingar sína fjórðu gleðigöngu í Nuuk og því er Hinsegin dögum í Reykjavík heiður að því að kynna þessa ljósmyndasýningu á hátíð sumarsins. Sýningin verður opnuð í Norræna húsinu miðvikudaginn 7. ágúst kl. 17. Aðgangur er ókeypis. Gay Greenland Gay Greenland is an inspiring exhibition of new photography, documenting for the first time gay experiences in Greenland through visual medium. By juxtaposing images of faces and words, the exhibition exposes a silent, but strong minority that has remained hidden throughout Greenland’s history. Jonas Gardell er einn fremsti rithöfundur Svía á okkar dögum. Um þessar mundir sendir bókaforlagið Draumsýn frá sér fyrstu skáldsöguna í þríleik hans Þerraðu aldrei tár án hanska og nefnist hún Ástin. Draumey Aradóttir þýðir söguna. Saga Jonasar Gardell fjallar um líf nokkurra homma á fyrstu árum alnæmis á Norðurlöndum, áhrifamikið verk og magnað uppgjör við tíma sem engum líða úr minni sem lifðu þá. Sagan var kvikmynduð á liðnu ári og sýnd í sænska sjónvarpinu við mikla hrifningu. Öllum þjóðum er nauðsyn að gera upp sakir við fortíð sína! Í tilefni af útgáfu bókarinnar efna Hinsegin dagar í Reykjavík og bókaforlagið Draumsýn til viðburðar í Norræna húsinu í samvinnu við HIV Ísland og Reykjavík, bókmenntaborg UNESCO. Þar les Viðar Eggertsson upp úr bókinni og Vilhjálmur Ingi Vilhjálmsson syngur ljóð Jonasar Gardell, „Mitt eina líf“. Kynningin fer fram í fyrirlestrasal Norræna hússins, miðvikudaginn 7. ágúst kl. 18, í beinu framhaldi af opnun ljósmyndasýningarinnar Hinsegin Grænland. Aðgangur ókeypis. Leise Johnsen initiated the project and worked together with photographer and director of NAPA, Jørgen Chemnitz, to capture 61 portraits during Greenland Gay Pride 2011 and 2012. The Nordic House Reykjavík, Wednesday 7 August at 5 p.m. Free admission. Never Wipe Tears Without Gloves Jonas Gardell is one of Sweden’s most renowned contem- porary novelists, and his latest work is the trilogy Never Wipe Tears Without Gloves. To celebrate the publication of the first volume of the trilogy – Love – in Icelandic, Reykjavík Pride and Draumsýn Publishers will hold a reading event at the Nordic House, where songs to poetry by Gardell will also be performed. The Nordic House, Wednesday 7 August at 6 p.m. Free admission. Lifðu lífinu lifandi og lát hjartað ráða för. Það hljómar vel. Elskaðu sjálfan þig svo eftir sé tekið. Inuunerit atorluaruk uummatillu malillugu. Inuunerit isumaqarnerulissaaq. Imminut asagit tamanullu takutillugu. Live your life and follow your heart. It makes sense. Love yourself and show it. 32

x

Hinsegin dagar í Reykjavík

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Hinsegin dagar í Reykjavík
https://timarit.is/publication/1512

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.