Hinsegin dagar í Reykjavík - aug. 2013, Side 41

Hinsegin dagar í Reykjavík - aug. 2013, Side 41
41 Pink Singers og Hinsegin kórinn Breski kórinn Pink Singers var stofnaður í London árið 1983. Hann hefur síðan getið sér frægðarorð og heiðrað fjölmargar hátíðir hinsegin fólks með söng sínum á liðnum árum. Nú er komið að Hinsegin dögum í Reykjavík! Pink Singers telur rúmlega 80 söngvara og tónlist kórsins er einstaklega fjölbreytt – popp, klassík, söngleikjatónlist og fleira – og kórinn hikar heldur ekki við að taka nokkur dansspor ef svo ber undir. Hinn íslenska Hinsegin kór þarf vart að kynna. Hann var stofnaður árið 2011 og hefur getið sér gott orð undir stjórn Helgu Margrétar Marzellíusardóttur. Kórarnir tveir sameinast á tónleikum í Gamla bíói föstudaginn 9. ágúst kl. 18:30. Miðaverð: 2400 kr. í forsölu í Kaupfélagi Hinsegin daga og gegn framvísun Pride-passa; 2900 kr. við innganginn án Pride-passa. Pink Singers and Reykjavík Queer Choir The Pink Singers is a mixed, four-part, London community choir made up of lesbians, gay men, bisexual and transgendered people. Formed in 1983, they are united by a passion for singing great choral music and their mission is to produce exciting and diverse performances for the general public – in support of community organisations. The Reykjavík Queer Choir was founded in 2011, and aims to create a prejudice-free environment where queer people can meet and enjoy singing together. The two choirs perform in Gamla bíó, Friday 9 August at 6:30 p.m. Admission: 2400 ISK at the Pride Service Center and to Pride Pass holders. At the entrance: 2900 ISK.

x

Hinsegin dagar í Reykjavík

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Hinsegin dagar í Reykjavík
https://timarit.is/publication/1512

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.