Hinsegin dagar í Reykjavík - Aug 2013, Page 52

Hinsegin dagar í Reykjavík - Aug 2013, Page 52
52 Árið var 2000 Húbert Nói Gunnarsson Árið var 2000. Það var ágúst og ég átti einn mánuð eftir í það að verða tvítugur Hafnfirðingur. Hver viðburðurinn rak annan þetta ár, ég kom út úr skápnum (sjálfum mér til nokkurrar furðu), eignaðist minn fyrsta kærasta, hætti í flugnámi, tók þátt í minni fyrstu gleðigöngu, hóf mína fyrri háskólagöngu og um haustið var ég farinn að vinna sem barþjónn á flottasta hinsegin bar borgarinnar (að mér fannst) – MannsBar. Hugvitssamlegur bar Barinn sá var hannaður með það í huga að vera fyrir karla sem vildu kynnast öðrum körlum. Barborðið var hringur á miðju gólfi svo að auðveldara væri að gjóa augum yfir til næsta manns. Þótt staðurinn væri fyrst og fremst ætlaður karlmönnum máttu piltarnir taka með sér vinkonur sínar á fimmtudagskvöldum. Athafnamaðurinn Róbert G. Róbertsson, sem nú er látinn, opnaði barinn þetta haust og ég man að hann átti í smáerfiðleikum við yfirvöld sem kröfðust þess að kvennasalerni væri á staðnum, svo og salerni fyrir hreyfihamlaða. Hann leysti þó þessar flækjur með mögu- lega minnsta kvennasalerni í Reykjavík og einstaklega rúmgóðu salerni fyrir hreyfihamlaða sem þó var oftast bæði myrkt og dularfullt. Mannsbar lifði ekki lengi, en í andanum lifir staðurinn enn fyrir mér. Þar er nú Ölstofa Kormáks og Skjaldar. Ungliðarnir í Revolta Mín fyrstu kynni af hinsegin heimi höfuðborgarsvæðisins voru þegar ég mætti á fund í húsnæði Samtakanna 78 veturinn 1999–2000. Þetta var umræðuvettvangur ungra homma sem voru að feta sín fyrstu skref í nýjum veruleika – reyna að átta sig á því hvað það þýddi að vera samkynhneigður og hverju það myndi mögulega breyta. Páll Óskar Hjálmtýsson hélt erindi á fundinum og stjórnaði umræðum. Síðan kynntist ég mörgu góðu fólki í ungliðahreyfingu Samtakanna ’78 sem þá kallaði sig Revolta. Regnbogasalur félagsins var fastur viðkomustaður á fimmtudagskvöldum (og reyndar öðrum kvöldum líka) og þar var setið, skrafað, hlegið og rætt undir rós. Laugardagurinn 12. ágúst mun alltaf skipa sérstakan sess í minningunni. Mér kemur í hug orðið frelsi – ég varð frjáls. Ekki aðeins hafði ég þegar komið út úr skápnum fyrir fjölskyldu og nánum vinum, nú kom ég út fyrir þjóðinni og öllum þeim sem vildu við mig kannast. Mér kemur einnig í hug orðið hugrekki – því ég þurfti að takast á við minn eigin kjark þegar ég tók skyndilega áskorun um að setjast upp á vagn þennan dag. Ég segi hugrekki, því ég get ekki sagt að það sé í eðli mínu að standa í sviðsljósinu. En það gerðist þó þennan dag! ævintýri álfaprinsins Það var í fylgd nokkurra vina í Revolta að ég kom í miðborgina þegar verið var að undirbúa fyrstu gleðigöngu sögunnar. Nokkrir kunningjar voru að leggja lokahönd á vagn í sundi við Ingólfsstræti þar sem klúbbur MSC Ísland var til húsa. Þetta var glæsivagn sem aka átti í fararbroddi göngunnar, dreginn af tveimur hrossum (kyn þeirra eða kynhneigð fylgir ekki sögunni) og á vagninum sátu álfakonungur (Árni Pétur Guðjónsson) og álfadrottning (Hanna María Karlsdóttir). Aftar á Kóngur og drottning með prins inum Húb ert Nóa og prinsessu í fyrstu gl eðigöngu Hinsegin d aga í Reyk javík árið 2000.

x

Hinsegin dagar í Reykjavík

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Hinsegin dagar í Reykjavík
https://timarit.is/publication/1512

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.