Hinsegin dagar í Reykjavík - Aug 2013, Page 62

Hinsegin dagar í Reykjavík - Aug 2013, Page 62
62 Hinsegin félagasamtök á Íslandi Hinsegin dagar í Reykjavík www.reykjavikpride.com – Facebook, Twitter, YouTube Hinsegin dagar í Reykjavík – Gay Pride eru sjálfstæð sjálfboðaliðasamtök sem árlega skipuleggja Hinsegin daga í Reykjavík aðra helgi í ágúst. Allir sem styðja markmið hátíðarinnar og vilja vinna með félaginu geta gerst félagar með því að greiða árgjaldið, 1000 kr. Samtökin ’78 – félag hinsegin fólks á Íslandi www.samtokin78.is / skrifstofa@samtokin78.is – Facebook Samtökin ’78 eru elstu og stærstu samtök hinsegin fólks á Íslandi og undir forystu þeirra hafa unnist miklir sigrar í mannréttindamálum á liðnum árum. Markmið félagsins er tvíþætt: Að vinna að baráttu- og hagsmunamálum hinsegin fólks í því skyni að vinna því jafnrétti á við aðra á öllum sviðum þjóðlífsins, og að skapa félagslegan og menningarlegan vettvang til þess að styrkja sjálfsvitund þess, samkennd og samstöðu um sérkenni sín. Í miðstöð félagsins á Laugavegi 3 starfar fólk að fræðslu og ráðgjöf, þar hittist ungliðahópur einu sinni í viku og þar er vandað almenningsbókasafn með hinsegin efni, bókum, tímaritum og kvikmyndum. Q – Félag hinsegin stúdenta www.queer.is – Facebook Félag hinsegin stúdenta, Q, var stofnað í janúar 1999. Það heldur uppi öflugu félagsstarfi meðal ungs fólks og hittist á Q-kvöldum í félagsmiðstöð Samtakanna ’78. Eitt af markmiðum félagsins er að vera sýnilegt afl innan háskólasamfélagsins á Íslandi og í forsvari þar þegar málefni hinsegin fólks ber á góma. Félagið er virkur þátttakandi í tveimur samtökum ungs fólks í Evrópu, ANSO og IGLYO. Trans-Ísland transiceland@gmail.com – Facebook Trans-Ísland var stofnað árið 2007 og hefur að markmiði sínu að skapa transfólki og fjölskyldum þess menningarlegan vettvang og styrkja þannig sjálfsvitund þeirra, vinna að laga- og réttarbótum, auka fræðslu og eiga samstarf við sambærileg samtök hérlendis og erlendis. Fyrsta miðvikudag hvers mánaðar hittist Trans-Ísland í félagsmiðstöð Samtakanna ’78. Íþróttafélagið Styrmir ststyrmir@gmail.com – Facebook Íþróttafélagið Styrmir var stofnað árið 2006 og er ein af blómlegustu grasrótarhreyfingum hinsegin fólks á Íslandi. Á vegum félagsins æfir fólk fótbolta, sund og blak og boðið er upp á fjölmarga íþróttaviðburði í hverri viku. Árlega tekur félagið þátt í íþróttamótum á erlendum vettvangi. KMK – Konur með konum kmk@kmk.is – Facebook Konur með konum, KMK, varð til sem grasrótarhreyfing lesbía laust fyrir 1990. Tilgangurinn er ekki síst að efla sýnileika lesbía, styrkja samstöðu þeirra, gefa þeim tækifæri til að skemmta sér á eigin forsendum. Stúlkurnar í KMK stunda íþróttir af kappi, einkum blak, og hafa keppt á alþjóðlegum leikum. MSC Ísland www.msc.is / msc@msc.is MSC Ísland var stofnað árið 1985. Klúbburinn hefur sínar klæðareglur, leður, gúmmí-, einkennis- og gallaföt, og ástæðan er einfaldlega sú að félagarnir vilja hafa karlmenn karlmannlega klædda og þá heldur ýkt í þá áttina en hina. MSC Ísland hefur ferðamennsku og fyrirgreiðslu við erlenda ferðamenn á stefnuskrá sinni og er aðili að Evrópusamtökunum ECMC sem lagt hafa mikið af mörkum til baráttunnar fyrir stolti, sýnileika og samábyrgð. Félag hinsegin foreldra gayforeldrar@gmail.com – Facebook Félag hinsegin foreldra eru yngstu samtökin í flóru hinsegin hreyfinga á Íslandi. Þau hafa það að markmiði að gera lífið skemmtilegra fyrir börn sín, gefa þeim kost á að kynnast og miðla reynslu af foreldrahlutverkinu. Thanks to the Queer Community The LGBT community in Iceland has joined forces to celebrate Reykjavík Pride 2013 with festivities in Reykjavík during the second weekend in August. We would like to thank seven organizations and activity groups: the National Queer Organization, Samtökin ’78; The Association of Queer Students, Q; the women’s group Women with Women, KMK; the transgender association Trans-Iceland; the leather men’s club, MSC Iceland; Styrmir Sports Club, and Queer Parents’ Association. Útgefandi: Hinsegin dagar í Reykjavík Laugavegi 3, – 101 Reykjavík www.reykjavikpride.com Ritstjórn: Jón Kjartan Ágústsson (ábm.). Textar: Árni Heimir Ingólfsson, Ásta K. Benediktsdóttir, Baldvin K. Sveinbjörnsson, Böðvar Björnsson, Erlingur Ó. Thoroddsen, Húbert Nói Gunnarsson, Jón Kjartan Ágústsson, Lilja Sigurðardóttir og Þorvaldur Kristinsson. Auglýsingar: Birtingahúsið, Eva María Þórarinsdóttir Lange, Gunnlaugur Bragi Björnsson, Hvíta húsið, Kristín Sævarsdóttir og Þorvaldur Kristinsson. Ljósmyndir: Pressphotos, Davíð Terrazas, Bára, Jóhann Smári Karlsson, Alísa Kalyanova, Geir Ragnarsson, Páll Guðjónsson, Sigrún Björk Einarsdóttir og fleiri. Hinsegin dagar í Reykjavík þakka Ljósmyndasafni Reykjavíkur fyrir lán á myndum. Merki Hinsegin daga: Aðalbjörg Þórðardóttir. Hönnun dagskrárrits: Davíð Terrazas. Prentvinnsla: Prentsmiðjan Oddi Stjórn og samstarfsnefnd um Hinsegin daga í Reykjavík Fjölmargt fólk leggur hönd á plóg til að gera hátíð Hinsegin daga að veruleika á hverju ári. Sum sýna þó meira úthald en önnur við undirbúninginn og vinna hörðum höndum árið um kring áður en kemur að sex daga stórhátíð. Í stjórn Hinsegin daga í Reykjavík 2013 sitja Eva María Þórarinsdóttir Lange, formaður, Baldvin Kári Sveinbjörnsson, varaformaður, Kristín Sævarsdóttir, ritari, Gunnlaugur Bragi Björnsson, gjaldkeri, og Jón Kjartan Ágústsson, meðstjórnandi. Við hlið þeirra starfar samstarfsnefnd að verkefnum ársins. Allir þeir sem gerast félagar Hinsegin daga og greiða félagsgjöld geta starfað með henni. Þegar hátíðin nálgast kallar stjórn síðan til nokkur hundruð sjálfboðaliða sem veita ómetanlega aðstoð við að skapa litríka daga.

x

Hinsegin dagar í Reykjavík

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Hinsegin dagar í Reykjavík
https://timarit.is/publication/1512

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.