Hinsegin dagar í Reykjavík - aug. 2016, Síða 16
Ég gekk í Samtökin ‘78 árið 1984. Þá
var ég að koma út 29 ára gömul þótt
ég hefði vitað í mörg ár að ég væri
samkynhneigð. Ég hellti mér strax út í
starfið, sat í stjórn um tíma og vann að
blaðinu okkar, Úr felum. Þegar ég kom
inn í samfélagið fannst mér mikilvægt
að kynnast öðrum sem voru í sömu
sporum og þarna voru mynduð tengsl og
skapaður grunnur að vináttu sem verður
sterk hjá minnihlutahópum og minnir á
fjölskyldubönd.
Við lesbíurnar héldum vinsæl
kvennakvöld þar sem konur fengu
tækifæri til að hittast í öruggu umhverfi
og kynnast. Við höfðum margar stundað
skemmtistaðinn Óðal við Austurvöll sem
var vinsæll í okkar hópi eða þangað til
eigendur staðarins meinuðu hommum
og lesbíum aðgang. Um svipað leyti
opnaði veitingastaðurinn Kaffi Gestur
á Laugavegi 28 og varð fljótt vinsæll
hjá hópnum. Þarna var eitthvað nýtt á
ferðinni og markaði upphaf að annars
konar skemmtanalífi í Reykjavík. Eftir að
Kaffi Gestur hætti rekstri flutti hópurinn
sig yfir á Laugaveg 22 og þar hafa verið
reknir staðir sem samkynhneigt fólk hefur
sótt allt til dagsins í dag.
Aðdragandinn að stofnun Íslensk-
lesbíska
Þegar við stofnuðum Íslensk-lesbíska
árið 1985 var fyrir hendi þessi þörf
fyrir að hittast og gleðjast saman í
öruggu umhverfi og það höfðum við
lesbíurnar gert í óformlegum hópi sem
við nefndum Kvennahóp Samtakanna
’78. Okkur langaði líka að efla femíníska
vitund og gera okkur gildandi innan
kvennahreyfingarinnar eins og lesbíur
gerðu í öðrum löndum. Við fundum
okkur ekki stað hvað þetta varðar innan
Samtakanna og langaði að gera okkur
sýnilegar með því að sækja um að fá
herbergi í Kvennahúsinu á Hótel Vík
við Ingólfstorg. Þar var
Kvennaframboðið og
Kvennalistinn til húsa og
einnig Samtök kvenna á
vinnumarkaði, Menningar-
og friðarsamtök íslenskra
kvenna og fleiri. Þannig var
hugmyndin að baki Íslensk-
lesbíska öðrum þræði
pólitísk. Á þessum árum
setti sjúkdómurinn alnæmi
mikinn skugga á okkar unga hinsegin
samfélag og tók mikla orku, sérstaklega
frá strákunum því sjúkdómurinn lagðist
á þá.
Fannst ykkur þið vera útundan í
Samtökunum?
Nei, okkur langaði bara að gera þetta
og fannst þá betra að stofna eigið félag
frekar en að biðja strákana um leyfi til að
fá að vinna að okkar hugðarefnum. Það
vó þyngra að vera sjálfstæðar og hluti
af kvennahreyfingunni. Svo var misjafnt
hvort konur voru áfram í Samtökunum;
sumar voru félagar en aðrar ekki.
Stofnun félags og starfsemin
Það tók tíma fyrir konurnar í
Kvennahúsinu að samþykkja að við í
Íslensk-lesbíska kæmum þangað inn. Það
var líka tímanna tákn en árið 1985 var
bara ekki talað um lesbíur. Það þurfti að
taka beiðni okkar fyrir á nokkrum fundum
í húsráði og var henni fyrst hafnað á þeirri
forsendu að það myndi ekki vera gott
fyrir Kvennalistann; það gæti komið óorði
á hann að hafa lesbíur þarna inni. Það
var eldri kona sem lét bóka þetta en svo
skipti hún um skoðun og mér þótti mjög
vænt um það. Hún þurfti bara að átta
sig og hún sýndi okkur vináttu eftir að
hún kynntist okkur. Hún var að kynnast
lesbíum í fyrsta skipti, eins og fleiri.
Það var stór hluti af verkefninu
að sýna fram á að við værum ósköp
venjulegar stelpur. Þannig varð sú
aðgerð að fái inni í Kvennahúsinu til
þess að opna augu fleiri og minnka
fordóma. Við vorum að brjóta múr. En
fordómar voru sannarlega til staðar í
samfélaginu og þessi aðgerð var ögrandi.
Ég get nefnt dæmi um það sem tengist
Kvennahúsinu. Það var ákveðið að setja
nöfnin á öllum félögum í húsinu á glerið
í útidyrahurðinni. Okkur fannst rosalega
flott að sjá nafnið okkar þar, fyrsta alvöru
merkið um sýnileikann. En kona sem var
sendill frá Alþingi þurfti oft að sendast
með gögn á skrifstofu Kvennalistans og
einhvern tímann í slíkri sendiferð hafði
hún á orði að hún gæti varla stigið fæti
inn í þetta hús. Nafnið Íslensk-lesbíska
virtist valda henni þessum viðbjóði.
Hvernig fór starfsemi Íslensk-lesbíska fram?
Opin hús voru meginuppistaðan í
starfi félagsins þar sem við hittumst og
spjölluðum eins og við höfðum gert á
kvennakvöldum í Samtökunum áður.
Nokkrar fóru að lesa lesbískar bókmenntir
og þýða. Ég þýddi til dæmis kafla úr
The Colour Purple sem var ekki komin
út á íslensku þá. Við kynntum okkur
líka kvennatónlist og reyndum að finna
bíómyndir með lesbíum en það var ekki
auðvelt.
Á stofnfundinum, sem var haldinn
á Hótel Vík, kom fram hugmyndin að
nafni félagsins frá Ragnhildi Sverrisdóttur
blaðamanni. Okkur fannst húmor í því og
það var samþykkt; það minnti svolítið á
Frá stofnfundi Íslensk-lesbíska á Hótel Vík árið 1985. Elísabet í sófanum í bleikum jakka.
Forsíða fyrsta fréttabréfs Íslensk-lesbíska í október 1986.
16