Hinsegin dagar í Reykjavík - aug 2016, Qupperneq 24
HINSEGIN
KYNFRÆÐSLA
LGBTIQ+ SEXUAL EDUCATION
Iðnó, Vonarstræti 3, miðvikudaginn
3. ágúst kl. 18:30. Aðgangur ókeypis.
Iðnó, Vonarstræti 3, Wednesday 3 August
at 6:30 p.m. Free admission.
Kynfræðsla þar sem verður lögð
sérstök áhersla á hinsegin reynslu
og veruleika. Hvort sem þú ert að
stiga þín fyrstu skref í hinsegin
samfélaginu eða hefur verið „out
and proud“ í áratugi muntu læra
eitthvað nýtt. Fyrirlesturinn er
opinn öllum og verður leiddur
áfram af Guðmundu Smára sem
hefur langa og mikla reynslu af
að tala um kynlíf á jákvæðan og
skammarlausan hátt.
Sexual education with special
emphasis on queer lives and
experience. Whether you are
taking your first steps in the queer
world or have been out and
proud for decades, you will learn
something new. Great emphasis is
on discussing sex in a positive and
shameless manner. The talk is lead
by Guðmunda Smári, but guests
are encouraged to participate
actively in the discussions.
Everyone is welcome. The event is
in Icelandic.
VIÐBURÐUR / EVENT
NIÐRANDI ORÐRÆÐA
UM HINSEGIN FÓLK:
HVAÐ GETUR STARFSFÓLK SKÓLA GERT?
NEGATIVE SPEECH:
WHAT CAN SCHOOL PERSONNEL DO?
Iðnó, Vonarstræti 3, miðvikudaginn
3. ágúst kl. 9:00–11:45. Aðgangur
ókeypis.
Iðnó, Vonarstræti 3, Wednesday 3 August
from 9–11:45 a.m. Free admission.
Þrátt fyrir miklar framfarir
í hinsegin fræðslu og
réttindabaráttu líðst ennþá
niðrandi tal um hinsegin fólk í
grunnskólum landsins. „Faggi“
og „trukkalessa“ eru meðal
orða sem enn eru notuð sem
skammaryrði en þau geta hindrað
hinsegin krakka í að koma út og
þora að vera þau sjálf. Á þessu
örnámskeiði fá gestir fræðslu og
verkfæri sem þeir geta notað til
að útrýma hinsegin neikvæðni
í nærumhverfinu og skólanum.
Starfsfólk grunnskóla og
frístundaheimila er sérstaklega
hvatt til að mæta.
Despite much progress in terms
of queer rights and general
acceptance of queer people in
Iceland, negative speech is still
problematic in primary schools.
Words like ‘faggi’ (‘fag’) are used
in a defamatory way, which can
prevent kids from coming out and
feeling comfortable with being
themselves. This workshop provides
school personnel and others who
work with children with necessary
tools to fight negative speech and
prejudices. The event is in Icelandic.
VIÐBURÐUR / EVENT
ÓSÝNILEGA
KYNHNEIGÐIN:
TVÍ-, PAN- OG PÓLÝKYNHNEIGÐ
THE INVISIBLE SEXUAL
ORIENTATION:
BI, PAN AND POLY
Iðnó, Vonarstræti 3,
fimmtudaginn 4. ágúst
kl. 12:00. Aðgangur ókeypis.
Iðnó, Vonarstræti 3, Thursday 4
August at 12:00 p.m.
Free admission.
Tvíkynhneigt, pólýkynhneigt og
pankynhneigt fólk verður enn
fyrir sértækum fordómum og
neikvæðni sem er á skjön við
þær framfarir sem orðið hafa í
réttindabaráttu samkynhneigðra.
Á þessum viðburði deila
einstaklingar sínum veruleika
og reynslu af „ósýnilegu“
kynhneigðinni með gestum og
ræða hvernig hægt sé að auka
sýnileika og viðurkenningu tví-,
pólý- og pankynhneigðra.
Bisexual, polysexual and pansexual
people still face prejudices and
negative attitude in Iceland,
despite the battles that have been
won in the fight for gay rights. At
this event, diverse speakers share
their experience of the “invisible”
sexual orientation, and discuss
how we can work our way towards
increased visibility and acceptance
of bi-, poly, and pansexual people.
VIÐBURÐUR / EVENT
24