Hinsegin dagar í Reykjavík - Aug 2016, Page 25
KYNVILLT
KLAMBRATÚN
FUN AND FAIRIES AT
KLAMBRATÚN
Klambratúni, miðvikudaginn 3. ágúst
kl.17:00. Aðgangur ókeypis.
Klambratún by Kjarvalsstaðir, Wednesday
3 August at 5:00 p.m. Free admission.
Þriðja árið í röð mun
Íþróttafélagið Styrmir standa fyrir
gleði og grilli undir berum himni.
Um er að ræða útiskemmtun
með pokahlaupi, blaki og boltum
þar sem hinsegin félög munu
etja kappi. Hvaða félag er best
í pokahlaupi? En boðhlaupi?
Kann hinsegin fólk á hjólbörur
og reipi? Íþróttafélagið Styrmir
er hinsegin íþróttafélag þar sem
allir eru velkomnir, alltaf, og allar
íþróttir líka. Ekki er nóg með að
Styrmir sé hinsegin félag opið
öllum heldur býður félagið einnig
upp á pylsur og með’í! Sjáumst á
Klambratúni.
Who doesn‘t have a little fairy
inside? Queer sport group Styrmir
will host the outdoor fun, and
compete with other queer groups.
Everyone is welcome to come and
join in, children, teens and adults.
To keep everyone extra happy, the
members of Styrmir will barbeque
at Klambratún. Come and join the
fun!
VIÐBURÐUR / EVENT
AF HVERJU URÐU
ÍÞRÓTTIR
HÓMÓFÓBÍSKAR?
WHY DID
SPORTS BECOME
HOMOPHOBIC?
Iðnó, Vonarstræti 3,
föstudaginn 5. ágúst kl. 12:00.
Aðgangur ókeypis.
Iðnó, Vonarstræti 3,
Friday 5 August at 12:00 p.m.
Free admission.
Í þessum fyrirlestri ræðir
Hafdís Erla Hafsteinsdóttir
sagnfræðingur tengsl hómófóbíu
og íþrótta í sögulegu ljósi en
oft hefur verið talað um íþróttir
sem síðasta vígi réttindabaráttu
hinsegin fólks. Fjallað verður
um þetta samspil allt frá því
að íþróttahreyfingin varð
til sem fjöldahreyfing við
upphaf 20. aldar og fram til
dagsins í dag, svo og hlutverk
kynhneigða(r) og kynvitundar
við sjálfsmyndasköpun innan
íþróttahreyfinga.
In this lecture historian Hafdís
Erla Hafsteinsdóttir discusses
the connection between sports
and homophobia, from the
establishment of sports as an
international movement during the
early 1900s until the dawn of the 21st
century. The event is in Icelandic.
VIÐBURÐUR / EVENT
UNGMENNAPARTÍ
QUEER YOUTH PARTY
Hinsegin dagar og
Ungliðahreyfing Samtakanna ‘78
standa fyrir ungmennapartíi þar
sem hinsegin ungmenni koma
saman og skemmta sér. Pítsur
verða í boði fyrir þá sem mæta
snemma og plötusnúður sér
um að halda uppi stuðinu. Vinir,
foreldrar og forráðamenn eru
velkomnir í heimsókn en áfengi
er með öllu óleyfilegt. Rúta
skutlar þeim sem á þurfa að halda
í Strætó á Hlemmi klukkan 23.
Partíið er aðeins ætlað 20 ára og
yngri. Foreldrar og forráðamenn
eru hvattir til að hafa samband
ef frekari upplýsinga er óskað
(ritari@hinsegindagar.is).
Reykjavík Pride and the Queer
Youth Organisation will throw on
a fabulous party on Saturday 6
August at 7 p.m. Early arrivers get
pizza and a DJ keeps the party
going until the house closes at
11. Parents and guardians are
welcome to visit. After the event,
at 11 p.m., a shuttle bus drives
from Frostaskjól to the bus stop
at Hlemmur square. The event is
alcohol free and only for youth 20
years and younger.
Frostaskjóli frístundamiðstöð,
Frostaskjóli 2,
laugardaginn 6. ágúst kl. 19:00–23:00.
Aðgangur: 500 kr. Ókeypis fyrir
meðlimi Ungliðahreyfingar S’78.
Frostaskjól Youth Center, Frostaskjól 2,
Saturday 6 August at 7–11 p.m.
Admission: 500 kr. Free for members of
the Queer Youth Organisation.
VIÐBURÐUR / EVENT
25