Hinsegin dagar í Reykjavík - ágú. 2016, Blaðsíða 30
Gleðigangan er hápunktur Hinsegin
daga. Í henni sameinast lesbíur,
hommar, tví- og pankynhneigðir, trans
fólk, intersex fólk og aðrir hinsegin
einstaklingar í einum hópi ásamt
fjölskyldum sínum og vinum til að
staðfesta tilveru sína, sýnileika og gleði,
ásamt því að minna á þau baráttumál
sem skipta hvað mestu máli hverju
sinni. Hinsegin dagar skipuleggja
gleðigönguna og stýra hvaða atriði fá
aðgang að henni en atriðin sjálf eru
sprottin úr grasrótinni. Einstaklingar
og hópar geta skipulagt atriði og sótt
um þátttöku í göngunni en Hinsegin
dagar setja sem skilyrði að öll atriði miðli
skýrum skilaboðum sem varða veruleika
hinsegin fólks á einn eða annan hátt.
Uppstilling og gönguleið
Byrjað verður að raða göngunni upp
á Vatnsmýrarvegi (rétt hjá BSÍ) kl. 12
laugardaginn 6. ágúst. Þeir þátttakendur
sem eru með atriði verða skilyrðislaust
að mæta á þeim tíma til að fá sitt númer
og stilla sér upp.
Gangan leggur stundvíslega af
stað kl. 14 og bíður ekki eftir neinum.
Gönguleiðin liggur eins og undanfarin
ár eftir Vatnsmýrarvegi, Sóleyjargötu,
Fríkirkjuvegi og Lækjargötu og framhjá
Arnarhóli þar sem við taka glæsilegir
útitónleikar (sjá kort bls. 32–33).
Skráning og þátttaka
Þátttakendur sem ætla að vera með atriði
í gleðigöngunni skulu sækja um það
til Hinsegin daga eigi síðar en 25. júlí.
Nauðsynlegt er að skrá atriði með því
að fylla út rafrænt umsóknareyðublað
sem finna má á vefsíðunni www.
hinsegindagar.is/gledigangan. Nánari
upplýsingar veita göngustjórarnir Ásta,
Setta, Steina, Lilja og Anna en hægt er
að senda þeim póst á gongustjorn@
hinsegindagar.is. Öryggisstjórinn er
Eva Jóa og hægt er að senda henni
spurningar varðandi öryggi í göngunni
í pósti á netfangið oryggisstjorn@
hinsegindagar.is. Athugið að ekki er
hægt að veita fólki með atriði aðgang
að göngunni nema rafræna umsóknin
hafi verið fyllt út og send og skilmálar
samþykktir.
Hinsegin dagar leggja áherslu á
að þeir sem vilja ganga með, en hafa
ekki sótt um þátttöku og eru ekki með
GLEÐIGANGAN
THE PRIDE PARADE
Vatnsmýrarvegi (BSÍ), laugardaginn 6. ágúst kl. 14:00.
Vatnsmýrarvegur (BSÍ), Saturday 6 August at 2 p.m.
30