Hinsegin dagar í Reykjavík - aug. 2016, Síða 48

Hinsegin dagar í Reykjavík - aug. 2016, Síða 48
BIRNA HRÖNN BJÖRNSDÓTTIR Hvenær og hvers vegna gerðist þú fyrst sjálfboðaliði hjá Hinsegin dögum? Árið 2004 mætti ég fyrst á fund og hef verið með síðan. Gleðin og stoltið í kringum þessa hátíð var ótrúlegt aðdráttarafl, eiginlega ekki hægt að taka ekki þátt. Við hvaða verkefni hefurðu unnið? Vá! Svo mörg! Plötusnúður og ballhaldari, viðburðaskipulagning, greinaskrif, samfélagsmiðlar, hef tekið á móti erlendum gestum, unnið við stóra sviðið og á opnunarhátíð, við miðasölu, sölu á varningi og margt fleira. Einfalt svar. Hver er uppáhaldsminningin þín frá Hinsegin dögum? Fyrsta skiptið sem ég stóð á hliðarlínunni á Laugaveginum eftir að ég kom út úr skápnum. Ég skammaðist mín ekki lengur heldur dáðist að göngufólki og hlakkaði til að taka þátt sjálf. SJÁLFBOÐALIÐAR SÉRHÆFUM OKKUR Í HREINSUN Á VIÐKVÆMUM FATNAÐI #REYKJAVIKPRIDE 48

x

Hinsegin dagar í Reykjavík

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Hinsegin dagar í Reykjavík
https://timarit.is/publication/1512

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.