Hinsegin dagar í Reykjavík - Aug 2016, Page 49

Hinsegin dagar í Reykjavík - Aug 2016, Page 49
RAGNAR ÓLASON Hvenær og hvers vegna gerðist þú fyrst sjálfboðaliði hjá Hinsegin dögum? Árið 2004 þegar Hulda Jóna sem sá um fánaborgina í göngunni bað mig um að bera með sér borða í göngunni. Árið eftir var Hulda Jóna flutt til útlanda og ég tók að mér fánaborgina og hef gert það síðan. Við hvaða verkefni hefurðu unnið? Ég hef séð um fánana fremst í göngunni sem felst í því að fá fólk til að bera þá, passa upp á gönguhraða göngunnar, einnig að flagga við opnunarhátíðina. Hef líka séð um fánaborgir og öryggisgrindur við sviðið við Arnarhól. Hver er uppáhaldsminningin þín frá Hinsegin dögum? Þegar gengið var niður Laugaveginn í gegnum allt mannhafið sem var alveg upp að mér. Hefur alltaf fyllt mig gleði og stolti að sjá fólk fjölmenna í miðbæinn til að horfa og taka þátt, allir brosandi og glaðir. SJÁLFBOÐALIÐAR Hinsegin dagar í Reykjavík þakka Samtökunum ‘78 fyrir ómetanlegt starf í þágu mannréttinda hinsegin fólks á Íslandi síðastliðna áratugi. 49

x

Hinsegin dagar í Reykjavík

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Hinsegin dagar í Reykjavík
https://timarit.is/publication/1512

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.