Hinsegin dagar í Reykjavík - aug. 2016, Side 51
Hvað er pankynhneigð?
Um fræðslu Samtakanna ´78
Fræðsla um hinsegin málefni hefur lengi verið einn af
hornsteinum starfsemi Samtakanna ‘78. Þessi þáttur
hefur farið vaxandi undanfarin ár. Árið 2015 stóðu
Samtökin ‘78 fyrir 102 fræðslufyrirlestrum, flestum
í grunnskólum en einnig í þjónustumiðstöðvum,
félagsmiðstöðvum og á fleiri stöðum. Í ár stefnir í að
þeir verði enn fleiri enda hafa Samtökin nýlega gert
viðamikinn samning um fræðslu við Hafnarfjarðarbæ
og fleiri sveitarfélög huga að gerð slíks samnings. Hluta
þessarar aukningar má rekja til þess að hinsegin fólk
kemur nú fyrr út fyrir umhverfi sínu og ekki er óalgengt
að börn og ungmenni komi út á grunnskólaaldri. Fyrir
örfáum árum var algjörlega óhugsandi að þetta gæti
gerst en þessi veruleiki er til marks um að samfélagið
er orðið opnara. Þessu fylgja nýjar áskoranir fyrir
grunnskólana. Málefni sem áður lágu í þögn eða
var tæpt lítillega á í kynfræðslutímum eru allt í einu
komin upp á yfirborðið með fleiri nemendum sem
eru komin út sem hinsegin eða eiga hinsegin foreldra.
Grunnskólastarfsfólk vill í kjölfarið gjarnan fræðast
um málefni hinsegin fólks, hvernig þau geta stutt
við hinsegin nemendur og hvernig þau geta frætt
nemendur sína um söguna, hugtökin og samstöðuna
sem er svo mikilvæg.
Í fræðslu fyrir starfsfólk skóla, nemendur og aðra
er farið yfir öll helstu hinsegin hugtökin, þ.e. þau sem
tengjast kynhneigð, kynvitund og því að vera intersex.
Einnig er fjallað um helstu baráttumál hópanna, skörun
þeirra, staðalmyndir og fordóma. Þá er rætt hvernig
bæði nemendur og starfsfólk geti gert skólann sem
öruggastan fyrir hinsegin ungmenni.
Um fræðslu í efstu bekkjum grunnskólanna og í
framhaldsskólum sér öflugt teymi jafningjafræðara
Samtakanna ‘78. Þau eru ungt fólk á aldrinum
16–30 ára sem fær þjálfun til að fræða um hinsegin
málefni á persónulegan og faglegan hátt. Í vetur
hafa 15 virkir jafningjafræðarar starfað hjá okkur. Starf
jafningjafræðslunnar er ekki aðeins mikilvægt út á við heldur
er hún líka mikilvægur þáttur í að byggja upp innviði hinsegin
samfélagsins. Ungt hinsegin fólk fær í jafningjafræðslunni
þjálfun í að koma fram og fjalla um hinsegin málefni. Það er
fjárfesting til framtíðar fyrir hinsegin samfélagið.
www.samtokin78.is | Sími: 552 7878 | netfang: skrifstofa@samtokin78.is | Suðurgötu 3, 101 Reykjavík
„Jafningjafræðarar Samtakanna ´78 héldu fræðslu fyrir 10. bekkina okkar. Fræðslan
var afar gagnleg bæði fyrir nemendur og kennara og hélt athygli unglinganna
óskiptri. Fyrirlesararnir stóðu sig mjög vel og við erum alveg í skýjunum.“
– Edda Arinbjörnsdóttir, umsjónarkennari í 10. bekk Víðistaðaskóla.
Jafningjafræðarar Samtakanna ´78 ásamt framkvæmdastýru.
Ljósmyndari: Alda Villiljós
Jón Ágúst Þórunnarson jafningjafræðari heldur fyrirlestur fyrir börn og
fullorðna á Drangsnesi síðastliðið haust.
51