Fréttablaðið - 22.05.2021, Blaðsíða 12

Fréttablaðið - 22.05.2021, Blaðsíða 12
Ekki verð- ur betur séð en að deilendur séu með öllu ófærir um að leiða mál sín varan- lega til lykta. En vissir þú að hám- glápið á Netflix í gærkvöldi bræðir Græn- lands- jökul? Jón Þórisson jon@frettabladid.is ÚTGÁFUFÉLAG: Torg ehf. STJÓRNARFORMAÐUR: Helgi Magnússon FORSTJÓRI OG ÚTGEFANDI: Björn Víglundsson RITSTJÓRI: Jón Þórisson jon@frettabladid.is, FRÉTTASTJÓRAR: Aðalheiður Ámundadóttir adalheidur@frettabladid.is Ari Brynjólfsson arib@frettabladid.is, Garðar Örn Úlfarsson gar@frettabladid.is MARKAÐURINN: Hörður Ægisson hordur@frettabladid.is Fréttablaðið kemur út í 80.000 eintökum og er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslun um á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. ISSN 1670-3871 FRÉTTABLAÐIÐ Kalkofnsvegur 2, 101 Reykjavík Sími: 550 5000, ritstjorn@frettabladid.is HELGARBLAÐ: Björk Eiðsdóttir bjork@frettabladid.is MENNING: Kolbrún Bergþórsdóttir kolbrunb@frettabladid.is LJÓSMYNDIR: Anton Brink anton@frettabladid.is FRAMLEIÐSLUSTJÓRI: Sæmundur Freyr Árnason sfa@frettabladid.is Sif Sigmarsdóttir n Mín skoðun n Gunnar ára Fyrir botni Miðjarðarhafs hafa hryllilegir atburðir átt sér stað, aftur og enn. Í linnu-lausum árásum og átökum undanfarið hafa óbreyttir borgarar látið lífið. Þar á meðal eru sárasaklaus börn. Hvað getur réttlætt það? Saga átaka á Gasaströndinni er löng, ströng og blóði drifin og átök Ísraela og Palestínumanna eru ein flóknustu, umdeildustu og langvinnustu átök heimssögunnar og þau hafa einkennst af ofbeldi og grimmúðlegri þjóðernishyggju. Frá því seint á 19. öld hefur verið deilt um land- svæði á þessum slóðum og það orðið vettvangur átaka og jafnvel örvæntingarfullra tilrauna hvort tveggja Ísraelsmanna og Palestínumanna til að mynda eigið þjóðríki. Þrátt fyrir fjölda tilrauna til að stilla til friðar hefur það ekki tekist. Aðeins hefur tekist að semja um misendingargóð vopnahlé. Nú síðast í fyrradag. Heimurinn varpar öndinni léttar og heldur áfram sínu daglega lífi. En það er aðeins hlé. Deilan er óleyst. Aftur og ítrekað hleypur allt í bál og brand með þeim afleiðingum að saklausir borgarar missa eignir sínar, heilsu eða lífið sjálft. Undir kynda Bandaríkin með ríkulegum fjárstuðningi til Ísraelshers. Allir hljóta að sjá að svona gengur þetta ekki. Þessa deilu þarf að leysa til frambúðar. Það er hægur vandi að sitja uppi á fremur friðsæla Íslandi og ætla sér að leiðbeina fjarlægum löndum um frið og spekt. Það er ekki við því að búast að mikið verði hlustað á það af þeim sem telja sig hafa í málinu verðugan málstað að verja. Látum það þá vera. Hins vegar ætti enginn að sam- þykkja að gjaldið í þessum átökum sé saklaust líf. Jafnvel barna sem ekkert hafa til saka unnið annað en að vera til. Ekki verður betur séð en að deilendur séu með öllu ófærir um að leiða mál sín varanlega til lykta. Af minna tilefni hefur alþjóðasamfélagið látið til sín taka. Bandaríkin, sem hafa talið sig vera eins konar alheimslögreglu og hafa ekki dregið af sér í íhlutun í ófrið á fjarlægum slóðum, svo sem fjárstuðningur til Ísraels er til vitnis um, beittu neitunarvaldi sínu ítrekað undanfarna viku þegar þess var freistað að álykta í Öryggisráðinu um fordæmingu of beldis og hvetja til vopnahlés. Nú hafa samningar tekist um það en hver veit hversu lengi það varir? Vopnahlé er betra en stríðsátök en reynslan kennir að fyrr en varir taka ofríkistilburðir sig upp á ný og f leiri saklausir borgarar falla og ólýsanlegar hörm- ungar eru leiddar yfir land og lýð. Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra fékk bágt fyrir hjá einhverjum, þegar hann nýlega í færslu á samfélagsmiðlum hvatti báða aðila deilunnar til stillingar. Það var ómaklegt. Hann hefur reyndar fyrir hönd íslenskra stjórnvalda fordæmt árásir á óbreytta borgara, þó reynt hafi verið að halda öðru fram. Það kann að þykja létt í vasa að vísa í gamalt mál- tæki sem segir að sjaldan valdi einn þegar tveir deila. En þegar öllu er á botninn hvolft er fólginn í því einhver sannleikur. Við vitum að dráp á saklausum borgurum er ekki leiðin. Það er brjálæði. n Brjálæði Ég borgaði einu sinni 220.000 krónur fyrir pitsu. Eða þannig túlka ég það allavega. Við hjónin eigum senn brúðkaupsafmæli. Við munum halda í hefðina, gleyma tímamótunum og upp- götva nokkrum dögum síðar að dagurinn er liðinn. Það var þó eitt árið að eiginmaðurinn sat við tölvuna og rak óvart augun í daga- talið á daginn sjálfan. Heltekinn af róman- tík sendi hann mér brúðkaupsafmælisgjöf í tölvupósti. Gjöfin var 0,1 Bitcoin. Rithöfundar eru sjaldan sakaðir um að fara vel með peninga. Ég reyni ávallt að standa undir væntingum og var því fljót að eyða rafmyntinni. Meðal annars greiddi ég fyrir pitsu og hvítlauksbrauð með Bitcoin þar sem ég slæptist í Berlín. Hefði ég hins vegar legið á 0,0464 Bitcoinunum sem skyndibitinn kostaði væri ég 220.000 krónum ríkari í dag. En ekki er allt gull sem glóir. Verðið á Bitcoin hrundi í síðustu viku þegar Elon Musk, forstjóri rafbílaframleiðandans Tesla, sagði fyrirtækið ætla að hætta að taka við greiðslum í Bitcoin vegna þess hversu orku- frek rafmyntin er. Myntin sem verður til við flókna stærðfræðiútreikninga í sérhæfðum gagnaverum um heim allan, notar jafnmikla orku til að viðhalda sjálfri sér og meðalstórt Evrópuríki. Talið er að orkuþörf Bitcoin, sem eykst stöðugt, sé nú komin upp í 133,68 tera- wattstundir á ári, sem er meiri orkunotkun en öll rafmagnsnotkun í Svíþjóð árið 2020. Árið 2013, þegar mér áskotnaðist 0,1 Bitcoin, var rafmyntin lítið annað en tölvu- kóði sem tækninördar dáðust að, klink sem þeir grófu eftir í borðtölvunni sinni heima í kjallaranum hjá mömmu. En á nokkrum árum varð gott nördagrín að sótsvörtum iðnaði, sem skilur eftir sig jafnstórt kolefnis- spor á hverju ári og stórborgin London. Hvað gerðist? Flest vitum við að sumarfríið okkar til Spánar skilur eftir sig kolefnisspor. Flest erum við meðvituð um að verslunarleið- angurinn í Kringluna hefur víðtæk umhverf- isáhrif. En vissir þú að hámglápið á Netflix í gærkvöldi bræðir Grænlandsjökul? Vissir þú að sjálfan sem þú settir af þér á Facebook að baða þig í Sky Lagoon veldur skógareldum? n Talið er að internetið og tækin sem við notum til að vafra um það beri ábyrgð á 3,7% af þeim gróðurhúsalofttegundum sem losuð eru á ári hverju í heiminum. Kolefnissporið er jafnstórt og spor alls flugiðnaðarins. n Talið er að losun vegna internetsins hafi tvöfaldast árið 2025. n Kolefnisspor eins tölvupósts er 4g af koltvísýringsjafngildi (CO2e), 50g ef stórt viðhengi fylgir. Meðal starfsmaður á skrif- stofu fær 121 tölvupóst á dag. Á einu ári er áætlað að kolefnisspor innhólfs meðalstarfs- manns sé 0,6 tonn af CO2e. Kolefnisspor meðalíbúa Indlands er 1,5 tonn af CO2e. Fótspor innhólfs þriggja skrifstofumanna er stærra en fótsporið sem hlýst af öllu athæfi einnar manneskju á Indlandi. n SMS-skilaboð eru umhverfisvænn kostur. Kolefnisspor SMS skilaboða er 0,014g af CO2e. Kolefnisspor Twitter færslu er 0,2g af CO2e. Skilaboð á WhatsApp og á Facebook Messenger eru talin valda fótspori á stærð við tölvupóst. n Skaði skilaboða bliknar þó í samanburði við skaðann sem netspilun tölvuleikja, streymisveitur og skýjageymslur valda. Talið er að umhverfisskaðinn sem hlýst af því að hlaða niður tölvuleik af netinu sé meiri en að kaupa hann á diski úti í búð. Rannsókn sýnir að umhverfisáhrif tónlistariðnaðarins hafa aldrei verið meiri. Kolefnisspor internetsins kann að virðast lítið í samanburði við samgöngur, upp- hitun húsa og matvælaframleiðslu. En ef við hugum ekki að gagnamagninu læðist aftan að okkur næsta Bitcoin. Það er aðeins ein tegund af gagnamagni sem við viljum að nái hæstu hæðum: Daði og Gagnamagnið, gangi ykkur vel í kvöld. n Gagnamagnið og Grænlandsjökull SKOÐUN 22. maí 2021 LAUGARDAGUR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.