Fréttablaðið - 22.05.2021, Blaðsíða 74

Fréttablaðið - 22.05.2021, Blaðsíða 74
SMÁRATORGI | KRINGLAN | GLERÁRTORGI | LINDESIGN.IS ÍSLENSK HÖNNUN Útskriftar- tilboð SMÁRATORGI | KRINGLAN | GLERÁRTORGI | LINDESIGN.IS ÍSLENSK HÖNNUN Útskriftar- tilboð Jarðvísindakona deyr, er fimmta skáldsaga Ingibjargar Hjartardóttur, en hún hefur einnig skrifað leikrit, smá­ sögur, ljóð, ævisögu og fengist við þýðingar. Þessi nýja skáldsaga gerist í nútím­ anum. Titillinn kann að gefa til kynna að hér sé á ferð glæpasaga. Spurð um það segir Ingibjörg: „Þetta er ekki hefðbundin glæpasaga, þarna er verið að fjalla um hugsan­ legan glæp. Þetta er miklu frekar gamansaga með harmrænu ívafi.“ Grunsamlegur dauði Spurð um söguþráðinn segir hún: „Bókin hefst á því að verið er að taka fyrstu skóflustungu að nýju kísilveri við kaupstaðinn Selvík sem er ekki langt frá höfuðborginni. En þar hefur verið erfitt ástand, atvinnu­ leysi og fólksf lótti eftir að aðal­ atvinnurekandinn hvarf á brott með allt sitt hafurtask. Á þeim fimmtán árum sem liðin eru hefur íbúunum fækkað um helming. Skyndilega dúkkar upp bjarg­ vættur, amerískur auðkýfingur sem ætlar að reisa kísilverksmiðju við Selvík. En áður en af því verður þurfa öll leyfi að liggja fyrir og meta þarf umhverfisþætti eins og jarðskjálftahættu og þess háttar. Staðsetning kísilversins er á einu virkasta jarðskjálftasvæði lands­ ins. Leyfi fæst og allt lifnar við, brottf luttir snúa heim og framtíð byggðarlagsins er borgið. Jarðvísindakonan Agnes, sem fengin var til þess að gera jarð­ Sendir frá sér gamansögu með harmrænu ívafi kolbrunb@frettabladid.is Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum og Íslensku­ og menningardeild Háskóla Íslands halda ráðstefnu í minningu Her­ manns Pálssonar en öld er liðin frá fæðingu hans. Ráðstefnan verður haldin í Auðarsal, Veröld, Húsi Vigdísar við Suðurgötu miðviku­ daginn 26. maí frá 16.00 til 18.00. Þar munu vinir Hermanns og koll­ egar fjalla um verk hans en líka um manninn. Hermann Pálsson, prófessor við háskólann í Edinborg, var einn af áhrifa­ og af kastamestu fræði­ mönnum á sviði íslenskra fræða á seinni hluta 20. aldar. Bækur hans skipta tugum og greinar hund­ ruðum. Hann var einnig mikil­ virkur þýðandi íslenskra fornbók­ mennta á enska tungu. Í gegnum þær kynntust f leiri kynslóðir les­ enda um heim allan fornsögunum. Eva María Jónsdóttir setur ráð­ stefnuna og erindi f lytja Vésteinn Ólason, Ásdís Egilsdóttir, Magnús Ha nnesson, Guðr ú n Norda l , Ármann Jakobsson, Aðalheiður Guðmundsdóttir, Örnólfur Thors­ son, Annette Lassen, Guðmundur Andri Thorsson, Torfi H. Tulinius og Gísli Sigurðsson. Ráðstefnan er öllum opin og þátttaka er ókeypis. ■ Ráðstefna í minningu Hermanns Pálssonar Kolbrún Bergþórsdóttir kolbrunb @frettabladid.is skjálftamat á svæðinu, finnst látin í bíl sínum í djúpu gljúfri uppi á heið­ inni nokkrum dögum áður en taka á fyrstu skóflustunguna að kísilverinu. Þetta er saga æskuvinkvennanna Margrétar og Sigríðar sem komnar eru vel yfir miðjan aldur. Þeim finnst strax dauði jarðvísindakonunnar grunsamlegur og fara á stúfana og komast að því að ekki er allt sem sýnist. En munu þær segja frá? Þær vita að ef þær gera það verður hætt við byggingu kísilversins og allt fer í sama óstandið og áður. Framtíðar­ heill fjölskyldna og vina verður verulega ógnað. Hvað er verra en að rústa lífi sinna nánustu?“ Réttvísi kvenna Spurð hvort greina megi pólitískan tón í bókinni segir Ingibjörg: „Á yfirborðinu virðist þetta vera saka­ málasaga í léttum dúr en undir niðri er þetta háalvarleg samfélagsgagn­ rýni þar sem pólitískir og efna­ hagslegir hagsmunir svífast einskis. Þetta er saga um líf í landi, um átök sem felast í eftirfarandi spurning­ um: Hafa almannavarnir eða aðrir eftirlitsaðilar eitthvert ákvörðunar­ vald þegar kemur að því að vara almenning við aðsteðjandi hættu ef það stríðir gegn æðri hagsmunum, eins og valdi og gróða? Hvers má sín réttvísi tveggja roskinna kvenna gegn hagsmunum heils byggðarlags, jafnvel allrar þjóðarinnar? Geta vís­ indamenn yfirleitt gert „hlutlaust“ mat á umhverfisþáttum eins og hamfarahættum? Munu ekki þeir sem réðu þá til verksins alltaf hafa áhrif á niðurstöðuna? ■ Þarna er verið að fjalla um hugsanlegan glæp, segir Ingibjörg Hjartardóttir. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON BRINK Undir niðri er þetta háalvarleg samfélags- gagnrýni þar sem pólitískir og efna- hagslegir hagsmunir svífast einskis. Öld er liðin frá fæðingu Her- manns Pálsson- ar prófessors. MENNING 22. maí 2021 LAUGARDAGUR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.