Fréttablaðið - 22.05.2021, Blaðsíða 24

Fréttablaðið - 22.05.2021, Blaðsíða 24
Kjörskrár vegna kosningar um sameiningu sveitarfélaganna Skútustaðahrepps og Þingeyjarsveitar, sem haldnar verða laugar- daginn 5. júní 2021, skulu lagðar fram eigi síðar en 26. maí 2021. Kjörskrár skal leggja fram á skrifstofu sveitarstjórna eða á öðrum hentugum stað sem sveitarstjórn ákveður. Þeim sem vilja koma að athugasemdum er bent á að senda þær hlutaðeigandi sveitar- stjórn. Dómsmálaráðuneytinu, 21. maí 2021. Framlagning kjörskráa Rannveig Ágústa Guðjóns­ dóttir, doktorsnemi á Menntavísindasviði Háskóla Íslands, vinnur nú að verk- efni þar sem hún rannsakar upplifun feðra sem beitt hafa ofbeldi í nánum samböndum. Verkefni Rannveigar ber heitið Feður sem beitt hafa of beldi í nánum samböndum: orðræður, reynsla og úrræði, og er hluti af stærra verkefni um karla sem beitt hafa of beldi, undir leiðsögn Jóns Ingvars Kjaran, prófessors á menntavísindasviði HÍ. „Ég er sérstaklega að skoða feður sem hafa beitt of beldi og ástæðan fyrir því er kannski sú að það er bara mjög viðeigandi núna, f lestir sem beita of beldi í nánum sam- böndum eru karlar og f lestir karlar sem beita of beldi í nánum sam- böndum eiga börn,“ segir Rannveig sem búsett er í Stokkhólmi ásamt fjölskyldu sinni. Rannveig segist hafa byrjað rann- sóknina á að einblína á of beldi gagnvart maka en hún hafi fljótlega áttað sig á því að þegar börn eru til staðar hefur slíkt ofbeldi alltaf gíf- urlega mikil áhrif á þau, hvort sem þau eru verða fyrir ofbeldi á beinan hátt eða ekki. „Hvort sem börn eru beitt ofbeldi með beinum hætti eða ekki þá er ofbeldi í nánu sambandi milli foreldra eða gagnvart foreldri alltaf of beldi gagnvart barni líka. Þannig að ég geri ekki svo stóran greinarmun þar á. Margir mann- anna hafa beitt börnin sín of beldi en ég myndi segja að í öllum tilfell- unum hefur þetta áhrif á líf þeirra með mjög stórum hætti,“ segir Rannveig. MeeToo hafði mikil áhrif Verkefni Rannveigar skiptist í þrjá hluta og segist hún hafa byrjað á því að skoða umræðuna um feður í fjöl- miðlum og þá sérstaklega feður sem beitt hafa ofbeldi. Þegar rannsókn hennar hafði farið fyrir Vísinda- siðanefnd hóf hún að taka viðtöl við gerendur og naut þar stuðnings frá Heimilisfriði, meðferðar- og þekkingarmiðstöð um of beldi í nánum samböndum. Rannveig segir MeToo-bylgjuna hafa haft mikil áhrif á umræðuna um ofbeldi í nánum samböndum, bæði upp- runalega bylgjuna sem átti sér stað 2017-2018 og núverandi bylgju sem hófst fyrir nokkrum vikum. „Það sem er öðruvísi við þessa MeToo-bylgju frá þeirri sem var 2017–18 er að hún er að taka ger- endur meira inn í myndina og umræðan snýst meira um hvernig við ætlum að takast á við karla sem Reynsla gerenda mikilvæg fyrir samfélagið Þorvaldur S. Helgason thorvaldur @frettabladid.is Rannveig Ágústa Guðjónsdóttir, doktorsnemi á Menntavísinda- sviði Háskóla Íslands. MYND/ CAROLINA JOHANS- SON OVIEDO beitt hafa of beldi og hvernig við ætlum að tala um það. Ýmsir menn hafa verið að stíga fram og átta sig á að hegðun þeirra í fortíðinni eða nútíðinni er of beldi. Þannig að ég sá fyrir mér að kannski væri hópur þarna sem væri meira tilbúinn að koma og tala núna, menn sem eru kannski bara einmitt að átta sig á að hegðun þeirra er ofbeldi og það gæti verið mjög áhugavert fyrir rann- sóknina að fá inn þann vinkil líka. Sem er kannski svolítið frábrugðið frá mönnum sem eru búnir að vera í margra ára meðferðarvinnu eða sjálfsvinnu,“ segir Rannveig. Flókið að finna viðmælendur Rannveig segir það vera flókið ferli að finna viðmælendur fyrir verk- efnið enda er um að ræða mjög viðkvæm og erfið mál. Hún hefur því tekið upp á því að auglýsa eftir viðmælendum á samfélagsmiðlum og heitir fyllsta trúnaði til allra sem eru tilbúnir að segja henni sögu sína. Rannveig segir það geta verið erfitt að hlusta á of beldislýsingar viðmælenda sinna en þá geti einn- ig verið erfitt að heyra hversu mikil áhrif það að gangast við ofbeldinu hefur á sjálfsmynd þessara manna. „Auðvitað er flókið og triggerandi að hlusta á lýsingar á ofbeldi en það sem er líka svo flókið er að hlusta á hvað þetta er ótrúlega erfitt fyrir sjálfsmynd þeirra. Eins og fyrir alla er sjálfsvinna ótrúlega „skafandi“ og berskjaldandi ferli, hvað þá þegar það eru skapgerðarbrestir og skað- leg hegðun sem er verið að vinna í. Það getur verið mjög óþægilegt og erfitt,“ segir Rannveig. Hún segir að einn erfiðasti hlut- inn í meðferðarvinnu gerenda sé að samræma sjálfsmynd þeirra eftir að þeir hafi viðurkennt að hafa beitt ofbeldi. „Það er oft kannski einn stærsti hlutinn að vinna með, heyrir maður, að þetta samræmist ekki sjálfs- myndinni þeirra. Þessi togstreita og árekstur, að þurfa að greiða úr því að hegðunin sem að þú ert búinn að beita falli ekki að sjálfsmynd- inni. Það sem er svo f lókið þarna sem er verið að ræða mikið núna er þessi skrímslavæðing, af því hún birtir ákveðna erkitýpu of beldis og nauðgana sem verður svo svona handrit að „alvöru ofbeldi“.“ Skaðlegar staðalímyndir Rannveig segir skrímslavæðinguna gera það að verkum til verði ein- hvers konar staðalímynd „alvöru of beldismanns“ og „alvöru brota- þola“ en hættan við slíkt er að það fæli fólk frá því að leita sér hjálpar því það telur sig ekki passa fullkom- lega inn í þessa flokka. „Það er mjög stórt ferli að byrja að segja: „Hegðunin mín er ofbeldi en ég er ekki ofbeldismaður, ég vakna ekki á morgnana og hugsa hvernig ætla ég að beita ofbeldi í dag?“ Með þessari staðalímynd sem við höfum skapað um „alvöru ofbeldismann“ sjáum við fyrir okkur að það sé ein- hver sem virkilega vaknar og hefur það sem markmið að beita fólk ofbeldi,“ segir Rannveig. Hún segir orðræðuna sem á sér stað í fjölmiðlum um jafnrétti og það sem viðkemur of beldi karl- manna vera mjög f lókna því þar mætist fjölmörg ólík sjónarmið sem sé mikilvægt að taka tillit til. „Þarna f léttast saman margar flóknar orðræður. Það er þessi jafn- réttisorðræða um að við ætlum að lifa í samfélagi sem byggir á kynja- jafnrétti og í því felst að auka þátt- töku kvenna á vinnumarkaði en jafnframt að auka þátttöku feðra í uppeldi barna. Þetta er eitthvað sem við höldum mjög sterkt á lofti og erum mjög stolt af, að við ætlum að vera samfélag sem eykur þátttöku feðra. Rannsóknir sýna að þetta verður mjög sterkur hluti af sjálfs- mynd karla, hvort sem þeir eiga börn eða ekki. Samhliða þessari orðræðu erum við svo með barátt- una fyrir því að við ætlum að vernda börn og fólk fyrir ofbeldi. Þar verður til þessi núningur,“ segir Rannveig. Reynsla gerenda og brotaþola Spurð hvort hún reyni á einhvern hátt að sannreyna frásagnir við- mælenda sinna út frá hlið brotaþola segir Rannveig að mikilvægt sé að geta rannsakað upplifun gerenda án þess að það dragi á einhvern hátt úr upplifun brotaþola. „Þarna er svo ótrúlega mikilvægt að rannsóknin byggi á femínískum kenningum um reynslu. Það verður akkeri í því að finna einhvers konar jafnvægi á milli þess að hlusta, trúa og taka gilda upplifun og reynslu þeirra karlmanna sem ég tala við. Einmitt ekki að draga í efa þeirra reynslu en á móti kemur að ég er líka svolítið með rjómann af því þetta eru karlmenn sem koma til mín tilbúnir að viðurkenna að þeir hafi beitt of beldi og eru yfir- leitt að vinna með það gagngert að hætta því. En mér finnst mikilvægt að hluti af rannsókninni sé líka að ganga út frá reynslu brotaþola og barna. Það verður að vera mjög sterkt akkeri að þarna erum við að tala um raunverulegar afleiðingar ofbeldis fyrir brotaþola og börn.“ Aðspurð um hverjar væntingar hennar séu til verkefnisins segir Rannveig að hennar framlag í umræðuna um of beldi í nánum samböndum sé að koma með reynslu gerenda inn í þá umræðu. „Það er samfélagslega mikilvægt að skoða sérstaklega þeirra reynslu og hingað til hafa athuganir á ofbeldi í nánum samböndum rétti- lega mest beinst að konum og brota- þolum. En það er ótrúlega mikil- vægt til að fá dýpri heildarmynd af vandanum að tala sérstaklega við karla sem hafa beitt of beldi og í þessu tilviki feður. Það getur leitt til áhrifaríkra tillagna að úrbótum og forvörnum að skilja betur hvar þeir upplifa breytingar, erfiðleika og óþægindi.“ Engin ein lausn við ofbeldi Rannveig segir enga eina lausn vera gagnvart of beldi í nánum sam- böndum en að hluti af lausninni sé að eiga ítrekuð og erfið samtöl um þessi mál á ólíkum vettvangi. Í því samhengi séu hreyfingar á borð við MeeToo mjög mikilvægar. „Þetta verður ekki leyst einn tveir og bingó, annars væri búið að því. En lausnin hlýtur samt alltaf að felast í því að ræða um ofbeldið, hvað er ofbeldi og hvernig upplifum við það? Það verður að vera einhver möguleiki að ræða við gerendur með uppbyggilegum hætti. Það verður að vera afturkvæmt í sam- félagið og það verður að vera mögu- leiki á að ræða það og horfast í augu við það,“ segir Rannveig. Hún segir það þó sérstaklega mikilvægt að taka tillit til brota- þola hvað slíka umræðu varðar og fara eftir óskum þeirra varðandi það hvernig umræðan á sér stað. „Margir brotaþolar vilja að þeir sem beitt hafa of beldi komi fram, biðjist afsökunar og taki ábyrgð á því sem þeir hafa gert. Ekki með ein- hverjum óljósum hætti eins og „Ég fór yfir mörk“ heldur segi nákvæm- lega hvað það var sem gerðist. Aðrir brotaþolar vilja alls ekki fá neitt samband og það verður að virða það að reynslan er svo ólík eftir því í hvað samhengi hún er. Reynsla margra núna af því of beldi sem þeir hafa upplifað er allt öðruvísi heldur en þegar það átti sér stað af því að samfélagslega umræðan er að breytast og reynsla breytist í takt við menningu og samtölin sem við erum að eiga. Þess vegna eru margir að átta sig á að reynsla þeirra af því sem þeim fannst einhvern tíma eðlilegt og bara glötuð samskipti er kannski eitthvað annað og meira,“ segir Rannveig að lokum. Rannveig Ágústa er sem stendur að leita að viðmælendum fyrir rann- sókn sína á of beldi feðra í nánum samböndum. Þeim sem hafa áhuga á að leggja henni lið er bent á að hafa samband í gegnum netfangið rag43@hi.is. n Það verður að vera einhver möguleiki að ræða við ger- endur með uppbyggi- legum hætti. 24 Helgin 22. maí 2021 LAUGARDAGUR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.