Fréttablaðið - 22.05.2021, Blaðsíða 60

Fréttablaðið - 22.05.2021, Blaðsíða 60
Sjöfn Þórðardóttir sjofn@ frettabladid.is Sumarið er tíminn fyrir sælkerasmárétti sem trylla bragðlaukana og tekur örskamma stund að fram- reiða. Í þættinum Matur og heimili voru töfraðir fram tveir smáréttir á augabragði. Edamame baunir eru einstak- lega ljúffengar einar og sér en líka sem meðlæti með ýmsum réttum, sérstaklega suður-amerískum og asískum mat. Edamame baunirnar slá alltaf í gegn hjá matargestum. Þær er einnig hægt að bera fram sem forrétt og á smáréttahlaðborð. Kosturinn við edamame baun- irnar er að þær eru bæði hollar og ljúffengar, stútfullar af próteini og henta mörgum, meðal annars þeim sem eru vegan og á ketófæði. Risarækjurnar slá líka ávallt í gegn og hægt er að gera svo margt með þeim. Réttinn sem fram- reiddur var í þættinum er hægt að bera fram með ýmsum hætti. Hægt er að raða risarækjunum niður á nokkra diska og bjóða upp á léttan forrétt. Hægt er að útbúa risarækjusalat, en þá er mikilvægt að vera með sítrusávexti eins og límónur eða sítrónur. Risarækjur steiktar með hvítlauk og chili eru sælkeramatur og á vel við yfir sumartímann. Bæði edamame baunirnar og risarækjurnar er hægt að kaupa frosnar í pokum, til að mynda í Bónus og því er kærkomið að eiga ávallt poka í frystinum sem hægt er að grípa í þegar galdra þarf fram sælkerarétti á augabragði. Edamame baunir með chili og hvítlauk 1 poki frosnar edamame baunir 2 litlir hvítlaukar (riflausir) saxaðir 2 stk. ferskur, rauður chilipipar, gróft saxaður 1 tsk. svartur pipar úr kvörn 1-2 tsk. chili kryddflögur grófar Himalaya saltflögur eftir smekk ólífuolía til steikingar Byrjið á því að setja vatn í pott og sjóða. Þegar suðan er komin Edamame baunir og risarækjur með chilli Edamame baunir eru einstaklega góðar jafnt sem meðlæti eða aðalréttur. Risarækjur í asískum fusion stíl eru einstak- lega góðar. Hvítasunnan er þriðja stórhátíð kristinna manna. Hinar eru jól og páskar. Þá er þess minnst að heilagur andi kom yfir lærisveina Jesú og er litið á atburðinn sem upp- haf kirkjunnar þegar þrjú þúsund manns létu skírast til kristni og til varð fyrsti kristni söfnuðurinn. Í Jóhannesarguðspjalli er sagt frá því að Jesús Kristur, sem þá var uppris- inn, hafi heitið lærisveinum sínum að þeim gæfist annar hjálpari, sem öfugt við hann sjálfan yrði hjá þeim að eilífu. Sá hjálpari var heilagur andi. Heilagur andi er ein af þremur persónum hins þríeina Guðs sem kristnir menn trúa á. Hinar eru Guð faðir og Jesús Kristur. Hlutverk föðurins felst í sköpuninni, hlut- verk sonarins í endurlausn undan syndinni, en hlutverk heilags anda er að upplýsa sérhvern mann og endurnýja gjörvalla sköpun Guðs. Hann er sagður vera sá umskapandi kraftur sem kemur öllu góðu til leiðar í mannlífi og náttúru. ■ Hvítasunna markar upphaf kirkjunnar upp, hellið edamame baununum í vatnið og stráið örlitlu af Himalaya saltflögum yfir og látið sjóða í um það bil 3 mínútur. Hellið vatninu af baununum í gegnum sigti. Hitið pönnu með ólífuolíu í rúmlega miðlungs hita. Þegar ólífuolían er orðin vel heit, setjið þá saxaða hvítlaukinn og chili piparinn út í olíuna og steikið þar til hvítlaukur- inn og chili piparinn eru orðnir mjúkir. Bætið þá baununum við og leyfið þeim að malla aðeins saman við. Kryddið í lokin með chili kryddflögunum, svörtum pipar og grófum Himalaya saltflögum. Berið fram á fallegan og aðlaðandi hátt. Það er bæði mjög gott og fallegt að strá grófum saltflögum yfir þegar edamame baunirnar eru bornar fram. Æðislega góðar risarækjur í asískum fusion stíl 500 g risarækjur, óeldaðar, fást í Bónus 2-3 litlir hvítlaukar, fínt saxaðir 2 stk. rauður ferskur chilipipar, gróft saxaður 4 msk. ólífuolía 2 msk. maukað chili (fæst í krukku í Bónus) Afþíðið rækjurnar og þerrið vel á pappír eftir að þær hafa þiðnað. Setjið rækjurnar í skál með hvítlauknum, chili, olíunni og chili-maukinu. Marínerið í 10-15 mínútur. Má marínera lengur. Steikið á rjúkandi heitri pönnu í 2-3 mínútur á hvorri hlið. Það er líka hægt að þræða rækjurnar upp á stálgrillpinna eða trégrillpinna og grilla á funheitu grilli í 2-3 mínútur á hvorri hlið. Risarækjurnar eru gjarnan born- ar fram með því að setja klettasalat í grunna skál eða veglegan bakka, síðan risarækjurnar yfir þegar þær eru tilbúnar og skreytt með lím- ónubátum og jafnvel ætiblómum. Gott að setja smá límónusafa yfir rækjurnar. Það má skreyta að vild með því sem ykkur þykir passa vel með rækjunum. Einnig er líka ljúft að snæða rækjurnar beint af pönnu eða grilli og njóta þeirra án þess að hafa salat með. ■ Holtagörðum, Reykjavík Smáratorgi, Kópavogi Dalsbraut 1, Akureyri Skeiði 1, Ísafirði Sumarið er komið í DORMA Smáratorgi | Holtagörðum | Akureyri | Ísafirði STYTTU ÞÉR LEIÐ GEGNUM BÆKLINGINN OKKAR Sófar 2-9 | Svefnsófar 10–11 | Stólar 12–13 | RÚM 14–23 | Mjúkvara og dúnn 24–25 | Smávörur 26–33 SUMAR TILBOÐIN 2021 www.dorma.is VEFVERSLUN ALLTAF OPIN ÞÚ FINNUR SUMARTILBOÐ DORMA OG NÝJAN BÆKLING Á DORMA.IS www.dorma.is V E F V E R S LU N ALLTAF OPIN CANNES hægindastóll með skemli Vandaður, glæsilegur og þægilegur hægindastóll með þykku leðri á slitflötum á sterkum snúningsfæti. Bakhæð: 73 cm. Sethæð: 47 cm. Stærð: 87x75 H: 104 cm. Fullt verð: 159.900 kr. Aðeins 135.992 kr. 15% AFSLÁTTUR SUMAR TILBOÐ 6 kynningarblað A L LT 22. maí 2021 LAUGARDAGUR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.