Fréttablaðið - 27.05.2021, Blaðsíða 18
og undantekningarlaust er ég með
gott krem til að setja undir farð
ann. Sumir hafa á orði hvað það sé
notalegt og geri húðinni gott. Ég
reyni að ráðleggja þeim sem eru til
dæmis með mjög þurra húð hvað
sé best að gera,“ segir Maríanna
og bendir á að það sé ekki sama
hvaða krem fólk noti ef það er til
dæmis með háræðaslit í andliti eða
rósroða sem er algengt vandamál.
„Ég sé strax ef fólk er með rósroða
og bendi þá á húðlækna. Stundum
getur verið nóg að fara til snyrti
fræðings ef alvarleikinn er ekki
orðinn mikill.“
Líf og fjör á fjölmiðli
Maríanna segir að það eigi mjög
vel við sig að vinna á fjölmiðli þar
sem er líf og fjör alla daga. „Mér
finnst þetta ótrúlega skemmti
legt starf. Orka mín fær að skína
á Hringbraut. Ég er alltaf að fá
nýtt fólk í stólinn og mér finnst ég
þekkja marga því ég hef svo oft séð
þau í fréttum. Aðrir eru að koma í
sitt fyrsta sjónvarpsviðtal og eru
eðlilega svolítið taugatrekktir. Þá
reyni ég að fá fólkið til að slaka vel
á og veiti smá hugarró á meðan ég
farða. Ef fólk er ánægt með förðun
ina þá líður því betur á skjánum,“
segir Maríanna.
„Ég reyni alltaf að draga það
fallegasta fram í fólki, það er mitt
starf. Ég vil að gestum Hring
brautar líði vel þegar þeir fara í
útsendinguna. Andrúmsloftið og
stemningin á vinnustaðnum og
allt þetta fólk sem kemur til mín
í stólinn, bæði karlar og konur,
gerir dagana ótrúlega skemmti
lega. Þetta er mjög ólíkt því að
starfa á snyrtistofu þar sem maður
er fyrst og fremst að dekra við
viðskiptavininn í hugljúfu og
róandi umhverfi. Mér finnst mjög
gaman að skipta starfi mínu á milli
hasarsins og síðan slökunarinnar á
snyrtistofunni,“ segir Maríanna.
„Stundum líður mér eins og ég
sé sjálf orðin partur af einhverjum
raunveruleikaþætti. Allt gerðist
hratt þegar ég byrjaði í þessu
starfi. Mér fannst stórmerkileg
upplifun að hafa allt í einu forseta
Íslands, Guðna Th. Jóhannesson, í
stólnum hjá mér, sömuleiðis Ólaf
Ragnar Grímsson, Katrínu Jakobs
dóttur, Bjarna Benediktsson og
marga fleiri leiðtoga. Það er svo
dásamlegt að sjá hvað allir eru
mannlegir og vingjarnlegir. Þegar
Helga Vala Helgadóttir settist í
stólinn fannst mér hún næstum
vera systir mín þótt ég hefði aldrei
hitt hana áður. Þannig gæti ég
haldið áfram endalaust. Starfið
hefur svo sannarlega komið mér
skemmtilega á óvart.“
Helgaði sig börnunum
Maríanna hefur verið einhleyp í
fimm ár og lagt allt í sölurnar til
að koma fjórum börnum sínum á
legg. Þau eru nú að vaxa úr grasi og
það yngsta orðið 13 ára. Hún segist
Maríanna segist hafa verið ung
þegar hún fékk áhuga á öllu því
sem er skapandi og listrænt. „Það
kom snemma í ljós hvert hugur
minn stefndi. Í mér var alltaf ein
hver listrænn kraftur,“ segir hún.
„Ég var kannski ekki mikill stærð
fræðingur,“ segir hún og brosir.
Maríanna hóf nám í Förðunarskóla
No Name, þar sem Birta Björns
dóttir kenndi henni, og kláraði það
með miklum glæsibrag. „Það kom
fljótt í ljós að þetta starf ætti vel
við mig. Ég fann að styrkur minn lá
í því að draga allt það fallega fram
í fólki. Ég hef næmt og gott auga
fyrir því hvað hentar hverjum og
einum. Ég hef alltaf verið mikill
fagurkeri, elska fallega hluti og
glæsilega búin heimili. List gleður
augað og heillar mig sömuleiðis.“
Húðin er mikilvægt líffæri
Eftir útskrift úr förðunarskólanum
byrjaði Maríanna strax að vinna
við alls kyns förðunarstörf fyrir
fegurðarsamkeppni, tískusýningar,
tímarit og árshátíðir auk þess að
vera sjálfstætt starfandi förðunar
fræðingur. Síðan lá leiðin í Snyrti
skólann í Kópavogi og lauk hún
námi þaðan sem snyrtifræðingur.
„Þetta eru að vissu leyti ólík störf.
Snyrtifræðin byggir meira á því að
láta fólki líða vel í stólnum og kenna
því að hugsa vel um húðina, sem
er eitt okkar mikilvægasta líffæri.
Húðin getur verið misjöfn, þurr,
feit, viðkvæm eða blönduð. Um leið
og fólk fer að nota réttu snyrtivör
urnar sem henta húðinni sést fljótt
munur. Góð krem eru nauðsynleg
fyrir húðina, sérstaklega þar sem
við búum í landi þar sem veðrið
er svo mismunandi, loftið getur
verið frostkalt, heitt, rakt og í raun
allur skalinn,“ útskýrir Maríanna
og bendir á mikilvægi þess að nota
sólarvörn yfir sumartímann. „Allir
ættu að nota sólarvörn því hún ver
húðina fyrir útfjólubláum geislum
sólarinnar.“
Hreinsun húðarinnar mikilvæg
Í starfi sínu á Hringbraut tekur
Maríanna á móti miklum fjölda
gesta sem þarf að farða fyrir
útsendingu. „Þegar ég ræði við fólk
af báðum kynjum kemur í ljós að
það vita ekki allir hversu mikilvæg
húðumhirða er og nauðsynleg
til að viðhalda heilbrigði hennar.
Hreinsun húðarinnar er jafn mikil
væg og að bursta tennurnar. Það er
mikil mengun í umhverfinu sem
sest í húðina og þess vegna er ekki
nægilegt að nota eingöngu vatn.
Það þarf að nota vandaðar hreinsi
vörur á andlitið og góð krem.
Þetta á jafnt við um karla og
konur. Ég hef fundið að andlits
krem eru ekki lengur tabú hjá
mörgum karlmönnum eins og
áður. Ég farða mikinn fjölda karl
manna sem eru gestir á Hringbraut
Allt er kynningarblað sem býður auglýsendum
að kynna vörur og þjónustu í formi viðtala og
umfjallana. Í blaðinu er einnig hefðbundið rit-
stjórnarefni. Blaðið fylgir Fréttablaðinu daglega.
Umsjónarmenn efnis: Elín Albertsdóttir, elin@frettabladid.is, s. 550 5761 | Hjördís Erna
Þorgeirsdóttir | hjordiserna@frettabladid.is s. 550 5767 | Oddur Freyr Þorsteinsson, oddurfreyr@
frettabladid.is s. 550 57686 | Sandra Guðrún Guðmundsdóttir, sandragudrun@frettabladid.is, s.
550 5762 | Þórdís Lilja Gunnarsdóttir, thordisg@frettabladid.is, s. 550 5768
Útgefandi:
Torg ehf
Ábyrgðarmaður:
Björn
Víglundsson
Sölumenn: Arnar Magnússon, arnarm@frettabladid.is, s. 550 5652, Jón Ívar Vilhelmsson, jonivar@frettabladid.is, s. 550
5654, Jóhann Waage, johannwaage@frettabladid.is, s. 550 5656, Ruth Bergsdóttir, ruth@frettabladid.is, s. 694 4103.
Elín
Albertsdóttir
elin
@frettabladid.is
Íslendingar
þurfa að huga
sérstaklega vel
að húðinni þar
sem veðrabrigð-
in eru svo mikil,
segir Maríanna.
Þannig verða vinsælustu förðunar-
litirnir í sumar. MYND/AÐSEND
Uppáhaldslitur Maríönnu sem
verður einmitt mjög vinsæll í sumar.
vera ánægð með hvernig hefur ræst
úr hópnum, elsta dóttirin er að
útskrifast úr menntaskóla. „Ég finn
að minn tími er kominn til að gera
eitthvað nýtt og spennandi.
Ég varð móðir 19 ára og hef lagt
allt í sölurnar fyrir börnin mín.
Núna hef ég meira frjálsræði til að
skapa og gera það sem mig langar
til. Meðal þess er að setja upp eigin
snyrtistofu, MPStudio, förðunar
stúdíó, verslun og snyrtistofu, sem
ég stefni á að opna í júní. Ef maður
er sáttur við líf sitt, hugar að heil
brigðu lífi, hugleiðir og stundar
einhvers konar líkamsrækt eru
allir vegir færir. Ég hef mikið
stundað jóga, drekk mikið vatn og
borða hollt og gott fæði.
Karlar velkomnir
Stundum geri ég óraunhæfar
kröfur á sjálfa mig en það er í raun
samfélagslegt mein. Ég elti þó ekki
tískustrauma heldur fer eigin leiðir.
Engu að síður hef ég gaman af því
að skoða tísku en kaupi ekki dýran
fatnað. Ég er hrifin af fötunum í
Zöru, það er ákveðinn glæsileiki
yfir þeim og verðlagið er hagstætt.
Ég kaupi líka notað á netinu ef það
hentar mér. Í snyrtivörum vel ég
Comfort Zone en ég er mjög ánægð
með þær vörur. Comfort Zone er
með afbragðs krem sem henta
hverri húðtegund fyrir sig.
Ef fólk er í vafa um sína húð
tegund ætti það hiklaust að leita til
snyrtifræðinga og fá leiðbeiningar.
Það er okkar starf að gefa ráð
leggingar. Konur eru í meirihluta
þeirra sem koma á snyrtistofu en
ég hvet karla til að læra umhirðu
húðarinnar,“ segir Maríanna. „Það
eru til sérstakar hreinsivörur sem
eru hannaðar fyrir karlmenn og ég
mæli líka með að þeir noti sólar
vörn, til dæmis á golfvellinum.“
Bjartsýni og draumar rætast
Maríanna hefur mikinn áhuga
á alls kyns litasamsetningum.
Litir skipta hana miklu máli.
Hennar uppáhaldslitir í sumar
eru dimmkoparrauðir og mildir
jarðlitir. Hún hefur dálæti á hvers
kyns blómum og hefur skreytt
heimili sitt með þeim. „Ég tala við
þau,“ segir hún. „Veit ekki hvort
það hefur þýðingu en þau virðast
hafa það gott og dafna vel,“ segir
Maríanna og segist finna vel
fyrir því hversu lífið getur verið
skemmtilegt og hvetur alla til að
láta drauma sína rætast. n
Opnum fljótlega á
Laugavegi 20
Hárlengingar og fléttur
Hægt er að bóka tíma
í síma 865 0078
2 kynningarblað A L LT 27. maí 2021 FIMMTUDAGUR