Fréttablaðið - 27.05.2021, Blaðsíða 48

Fréttablaðið - 27.05.2021, Blaðsíða 48
RITSTJÓRN ritstjorn@frettabladid.is AUGLÝSINGADEILD auglysingar@frettabladid.is PRENTUN Torg ehf. DREIFING Póstdreifing ehf. dreifing@postdreifing.is 550 5000 Verslaðu á netinu byko.is B ir t m eð fy ri rv ar a um p re nt vi ll ur o g/ eð a m yn da br en gl . T ilb oð g ild a ti l 2 . j ún í e ða á m eð an b ir gð ir e nd as t Timburverslun Breidd Opið til alla í sumar 21:00 fimmtudaga GÁMA- SALA! Þrjár vörur á frábæru verði! 28% Tilboðsverð Bensínsláttuvél Fjórgengis OHC vél með drifi og 1,6kW. Sláttubreidd 46cm. 7 þrepa hæðarstilling. 55l. safnpoki. 49.995 7133004344 Almennt verð: 69.995 Þú sparar: 20.000 Þú sparar: 10.000 18% Tilboðsverð Hekkklippur 18V, ONE+ 60cm hekkklippur með tvöföldu sagarblaði og kolalausum mótor. Klippurnar eru auðveldar í notkun og aðeins 2,5kg án rafhlöðu. Hlíf fylgir með en rafhlaða fylgir ekki. 34.995 7133004906 Almennt verð: 42.995 x0 Þú sparar: 8.000 Tilboðsverð Sláttuorf Rafhlöðu sláttuorf með 25cm skurðarbreidd. Orfið notar 18v rafhlöður og passa allar rafhlöður úr ONE+ línunni frá RYOBI. Rafhlaða fylgir með (1x1,5ah). 24.995 7133005015 Almennt verð: 34.995 28% x1 1 3 2 Kolbeins Marteinssonar n Bakþankar Fyrir nokkrum árum uppgötvaði ég dásemdir sánabaða. Eftir reglu- legar heimsóknir í sundlaugina var ákveðið að fórna einni geymslunni heima fyrir sánu. Þetta var fyrir tveimur árum og er þetta ein besta ákvörðun og framkvæmd sem ráðist hefur verið í á mínu heimili. Talið er að í Finnlandi, landi þar sem búa 5,3 milljónir manna, séu 3,3 milljónir sánaklefa. Sánan er órjúfanlegur hluti af menningu og sjálfsmynd þessarar þjóðar sem jafnframt mælist sú hamingju- samasta í heimi. Samhliða þessari miklu notkun á sánaböðum hafa jákvæð áhrif sánabaða á heilsu fólks í Finnlandi verið rannsakaðar. Með reglulegum sánaböðum (2-3 sinnum í viku) í að lágmarki 70 gráðu heitri sánu, má minnka líkur á hjartaáfalli um allt að 23%. Sé tíðnin aukin í 5-7 sinnum í viku minnka líkurnar í 58%. Er þá miðað við að setið sé í um 12-15 mínútur. Við sánaböð eykst blóð- flæði um líkamann og um leið geta hjartans til að flytja súrefni. Við það lækkar blóðþrýstingur og þol eykst. Hitinn hefur fleiri jákvæð áhrif, þannig má draga verulega úr niðurbroti vöðvamassa, þar sem líkaminn eykur framleiðslu vaxtar- hormóna verulega við hitaálagið. Svitinn sem líkaminn framleiðir til kælingar hjálpar um leið líkam- anum til að losna við þungmálma sem safnast geta upp í líkamanum og valdið ómældum skaða. Rann- sóknir hafa einnig sýnt fram á jákvæð áhrif á starfsemi heila og minnkandi líkur á heilablóð- föllum. Og loks hafa sánaböð mjög góð áhrif á ónæmiskerfið. Að öllu ofantöldu tel ég þó stund- ina þegar ég sest á brennheitan asparbekkinn og loka dyrunum að sánaklefanum hápunkt hvers dags. Með lokuð augun finn ég þakk- lætið renna heitt um æðarnar fyrir að hafa kynnst finnskri sánu. n Sána

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.