Fréttablaðið - 27.05.2021, Blaðsíða 23
Heimsferðir hófu nýlega
samstarf við ítalska flug-
félagið Neos, sem mun sinna
flugi til áfangastaða ferða-
skrifstofunnar. Þar er nú
boðið upp á mikið úrval af
alls kyns ferðum til ólíkra
áfangastaða svo allir geta
fundið ferð sem hentar þeim
og þeirra áhugasviði.
Heimsferðir hafa gengið frá
samningi við ítalska flugfélagið
Neos, sem mun sinna flugi til allra
áfangastaða ferðaskrifstofunnar í
sumar og næsta vetur. Flugvél frá
Neos kemur til Íslands 11. júní og
það verður flogið til Krítar, Verona
á Ítalíu, Malaga, Alicante og Tener-
ife. Þá hafa Heimsferðir einnig gert
samning um sölu á tvö þúsund
sætum til ítalskra ferðaskrifstofa
fyrir sumarið og er talið að þetta
geti opnað fyrir mögulega fjölgun
ítalskra ferðamanna til Íslands.
Samningurinn er ekki sá fyrsti
sem ferðaskrifstofan gerir við flug-
félagið, útskýrir Tómas J. Gestsson,
framkvæmdastjóri Heimsferða.
„Fyrsti samningurinn við Neos var
gerður fyrir tveimur árum síðan og
það gekk vel hjá okkur sumarið og
haustið 2019 og þeir eru áhuga-
samir um frekari samvinnu á
næstu misserum og vilja helst auka
þetta ár frá ári. Þessi samningur er
aðeins stærri en sá síðasti en við
viljum ekki fara of geyst í þetta,
heldur taka þetta skref fyrir skref.“
Hann segir Neos mjög spennt fyrir
Íslandi og að félagið hafi áhuga á
því að fljúga meira til Íslands með
ítalska farþega í framtíðinni.
Þegar Tómas er spurður hvers
vegna þetta flugfélag hafi orðið
fyrir valinu hjá Heimsferðum
segir hann að Neos skilji vel þarfir
ferðaskrifstofa, enda er félagið í
eigu stærstu ferðaskrifstofu Ítalíu,
Alpitours. „Þó að þeir séu einnig í
áætlunarflugi, þá eru þeir skiln-
ingsríkir og hafa mikla þekkingu
á ferðaskrifstofumarkaðnum. Þess
vegna erum við mjög ánægð með
þá og ég á von á því að þetta sam-
starf haldi áfram.“
Fimm daga í viku í sumar
Neos flugfélagið þjónustar Heims-
ferðir fimm daga í viku í sumar.
„Vélin kemur til landsins á mánu-
dagskvöldum og við fljúgum henni
hérna hjá okkur þriðjudag, mið-
vikudag, fimmtudag og föstudag,“
segir Tómas. Flogið verður með
Boeing 737-800 flugvél og eru 186
farþegasæti í boði. „Þessi flugvéla-
tegund hefur reynst okkur mjög
vel og við höfum notað slíkar flug-
vélar mikið í gegnum árin. Með
haustinu mun framboðið á ferðum
aukast og flugvélin verður hjá
okkur alla daga vikunnar.“
Tómas segir áherslurnar í ferða-
lögum á haustin í takti við þær
breytingar sem verða á lífi landans
á þessum árstíma. „Í lok sumars,
þegar skólar byrja, fækkar almennt
fjölskylduferðunum. Sumarið er
yfirleitt tími fjölskylduferða og í
gegnum árin höfum við boðið upp
á ferðir til allt að 17 sólaráfanga-
staða. Á haustin eru viðskipta-
vinir aðallega pör, einstaklingar og
minni hópar sem ferðast á sólar-
strandir á stöðum eins og Tenerife,
Kanarí á Spáni, Sikiley á Ítalíu og
portúgölsku eyjunni Madeira.“
Vetrarflug til Alicante
„Alicante hefur selst mjög vel
í haust og við verðum með tvö
morgunflug á viku þangað í sept-
ember og október. Síðan verðum
við í fyrsta sinn með vikuleg flug
þangað allan næsta vetur,“ segir
Tómas. „Gríska eyjan Krít og Costa
del Sol á Spáni eru áfangastaðir
sem eru vinsælir í september.
Einnig bjóðum við upp á beint flug
til Sikileyjar í byrjun október. Um
Heimsferðir koma þér þangað sem þig langar
Tómas J. Gests-
son, fram-
kvæmdastjóri
Heimsferða.
FRÉTTABLAÐIÐ/
ANTONBRINK
Heimsferðir verða með ferðir til Ljubljana, höfuðborgar Slóveníu. Boðið verður upp á borgarferðir til ítölsku borgarinnar Verona í beinu flugi.
Ferðir til portúgölsku eyjunnar Madeira eru ávallt vinsælar, enda eyjan fögur.
Það verða tvö morgunflug á viku til
Alicante í september og október.
Costa del Sol á Spáni er áfanga-
staður sem er vinsæll í september.
miðjan október byrjar svo flug
til Kanaríeyja, en þangað verður
flogið í allan vetur. Tenerife verður
sífellt vinsælli staður og það er
eini áfangastaðurinn sem boðið er
upp á flug til allt árið. Við verðum
einnig með tvær ferðir þangað frá
Akureyri í haust eins og undan-
farin ár. Við vorum líka að bæta
við þremur aukaferðum um jólin
til Tenerife vegna mikillar eftir-
spurnar. Madeira er síðan á dag-
skrá 28. september, en sú ferð er
ávallt vinsæl, enda er eyjan fögur.“
Margar borgarferðir í boði
Tómas segir að áhugi erlendra
gesta á Íslandi hjálpi líka til við
að auka framboðið, en Heims-
ferðir bjóða upp á margar borgar-
ferðir í haust. „Við verðum meðal
annars með ferðir til Ljubljana,
höfuðborgar Slóveníu, einnar af
leyndum perlum Evrópu. Lissabon
er önnur mjög áhugaverð borg og
falleg og samkvæmt öllum könn-
unum er hún mjög hagkvæmur og
ódýr áfangastaður. Við fljúgum
þangað á þeim tíma ársins þegar
reikna má með mjög þægilegu
hitastigi,“ útskýrir Tómas.
Þá eru einnig í boði borgarferðir
til Porto og Verona í beinu flugi. Í
nóvember verður svo ferð til Edin-
borgar frá Akureyri og til Glasgow
frá Egilsstöðum.
Sérferðir sífellt vinsælli
„Eftirspurn eftir ferðum eins og
golfferðum, hjólaferðum, göngu-
ferðum og fleiri ferðum sem tengj-
ast áhugamálum viðskiptavina
okkar hefur aukist mikið á undan-
förnum árum og við höfum selt
mikið af ferðum í golf til Spánar í
sumar,“ segir Tómas. „Í haust verður
svo golfsvæðið Las Colinas í boði
í fyrsta sinn, en þar er afskaplega
glæsileg aðstaða til golfiðkunar.
Fleiri sérferðir njóta sífellt meiri
vinsælda, en þar má helst nefna
gönguferðir til Cinque Terre, en
undanfarin ár hafa Heimsferðir
boðið upp á 4-5 ferðir þangað
sem ávallt seljast upp. Þá er einn-
ig í boði 10 daga gönguferð til
Vindeyja í október og níu daga
gönguferð á Madeira í lok septem-
ber, ásamt vikuferð til Toskana í
september,“ segir Tómas. „Síðast
en ekki síst erum við með ferð til
Sorrento á Ítalíu í október. Sorr-
ento kúrir í hlíðum við safírbláan
Napolíflóann innan um vínekrur
og sítrustré. Frá Sorrento er stór-
kostlegt útsýni yfir flóann með
eyjarnar Capri á vinstri hönd og
Ischia beint af augum. Umgjörðin
er stórkostleg um þennan fallega
bæ, en miðpunktur Sorrento er í
kringum Tasso-torgið. Þar koma
íbúar og ferðamenn saman og
sitja á kaffihúsum og virða fyrir
sér mannlífið. Litlar hellulagðar
hliðargötur ganga svo út frá torg-
inu með úrval af veitingastöðum,
börum, ísbúðum og kaffihúsum.“
Eftirspurn eftir siglingum eykst
„Eftirspurn eftir siglingu á
skemmtiferðaskipum hefur verið
vaxandi og æ fleiri láta það eftir
sér að fara í slíka siglingu,“ segir
Tómas. „Heimsferðir selja árlega
um 300 manns siglingar hingað
og þangað um heiminn. Í vetur
eru meðal annars í boði ferðir um
Karíbahafið og einnig er mjög
vinsælt að sigla um Miðjarðar-
hafið. Vaxandi vinsældir slíkra
ferða skýrast meðal annars af því
að íslenskir ferðalangar hafa lært
að þessar ferðir eru ódýrari en fólk
almennt heldur.
Það má segja að um borð í stóru
skemmtiferðaskipi finnist allt
sem hugurinn girnist. Það er hægt
að ganga að því vísu að þar séu
góðir veitingastaðir, líkamsrækt
og heilsurækt og um borð eru
líka kvikmyndasalir, leikhús og
á hverju kvöldi eru tónleika- og
skemmtidagskrár með völdum
listamönnum,“ segir Tómas. „Hægt
er að slaka á á sólbekk, taka sprett
í sundlauginni, dansa við lif-
andi tónlist á kvöldin eða freista
gæfunnar í spilavíti. Sum skipanna
eru nánast eins og fljótandi borgir
með 3-4.000 manns um borð.
Það má segja að Heimsferðir
bjóði upp á ferðir fyrir alla og fólk
getur fundið ferðir við sitt hæfi,
hvort sem það er afslöppun með
fjölskyldunni á sólarströnd eða
ferð þar sem áhugamálin eru ráð-
andi í dagskránni. Við hlökkum
til að sjá ykkur sem flest í ferðum
hjá okkur og munum gera allt sem
í okkar valdi stendur til að gera
ferðir ykkar sem ánægjulegastar,“
segir Tómas að lokum. n
Eftirspurn eftir
ferðum eins og
golfferðum, hjólaferð-
um, gönguferðum og
fleiri ferðum sem tengj-
ast áhugamálum við-
skiptavina okkar hefur
aukist mikið.
Tómas J. Gestsson
FIMMTUDAGUR 27. maí 2021 UTANLANDSFERÐIR kynningarblað 3