Fréttablaðið - 27.05.2021, Blaðsíða 44
Í LOFTINU
REYKJAVÍK SÍÐDEGIS
VIRKA DAGA 16:00-18:30
Sækja frá
SÆKTU NÝJA APPIÐ!
Sýning á verkum grínistans og
myndlistarmannsins Ladda
verður opnuð í Ármúlanum í
dag. Laddi segist hafa byrjað
að mála fyrir um áratug, þegar
konan hans byrjaði að mála.
Hann nýtti tímann í heims-
faraldrinum í myndlistina.
Í dag verður opnuð sýning á verkum
Þórhalls Sigurðssonar, betur þekkts
sem Ladda, eins ástsælasta leikara
landsins. Hann segist spenntur enda
hefur hann þurft að bíða í marga
mánuði eftir að halda sýninguna
vegna heimsfaraldursins.
„Það eru komin tvö ár frá síðustu
sýningu, lítið verið hægt að gera
síðan. Ég ætlaði að hafa hana í febrú-
ar en svo erum við bara búin að bíða.
Í kvöld fer fram opnun á sýningunni
og hún stendur yfir út 10. júní,“ segir
hann.
Nýtti tímann vel
Hann segir verkin í súrrealískum
stíl og portettmyndir inni á milli, af
skemmtilegum fígúrum.
„Svo kemur expressjónisminn inn
í þetta. Súrrealískt og skemmtilegt,
alls ekki abstrakt.“
Laddi nýtti tímann vel í Covid-19
til að sinna listinni.
„Já, klárlega, maður hafði meiri
tíma og gat meira verið að mála.
Ég prufaði líka ýmislegt nýtt. Þetta
eru fleiri verk núna en ég var með á
síðustu sýningu, þannig að maður
kom þeim nú ekki öllum upp í einu.
En það verður þá hægt að bæta á ef
að þess þarf.“
Hann byrjaði að mála fyrir alvöru
fyrir áratug.
„Ég hef verið að teikna mikið í
gegnum tíðina en byrjaði að mála
um það leyti sem ég varð sextugur.
Þá fannst mér vera kominn tími á
það og byrjaði að fikta mig áfram.
Það stóð alltaf til að verða mynd-
listarmaður en ég mátti aldrei vera
að því, þar sem það kom alltaf eitt-
hvað annað upp á. Tónlist og grín,
Stóð alltaf til að verða myndlistarmaður
Laddi lýsir
verkum sínum
sem nokkuð
súrrealískum.
Hann málar alls
konar fígúrur
að eigin sögn.
FRÉTTABLAÐIÐ/
ERNIR
Eitt af verkunum sem verða á sýningunni.
Steingerður
Sonja Þórisdóttir
steingerdur
@frettabladid.is
og maður fór í þann bransa, hljóm-
sveita- og skemmtibransann,“
útskýrir Laddi.
Kom með sprengingu
En hvað kom til að þú gafst þér loks-
ins tíma til að byrja að mála?
„Á þessum tíma var ég með sýn-
inguna Laddi 6-tugur, sem gekk nú
í tvö ár. Þá byrjaði konan mín allt í
einu að mála af því ég var svo mikið
í burtu öll kvöld. Ég hafði ekki einu
sinni hugmynd um að hún hefði
áhuga á þessu. Þá fór ég að mála með
henni. Hún kom mér af stað.“
Það eru eflaust ekki margir sem
vita af þessu áhugamáli Ladda.
„Fólk veit fæst af því, að ég sé að
mála og hafi alltaf teiknað mikið. Ég
fór voðalega leynt með þetta,“ segir
hann sposkur. „Svo bara kom þetta
svolítið með sprengingu, eins og ég
sagði áðan, þá stóð þetta alltaf til. Ég
sagði alltaf að ég yrði að bíða með
þetta þar til að ég yrði gamall. Og svo
þegar konan byrjaði þá hugsaði ég
bara ókei, nú er kominn rétti tíminn
og ég hef verið að mála síðan,“ segir
hann.
Sýningin er í Smiðjunni Galleríi,
Ármúla 36, og opnunin hefst klukk-
an 20.00. Sýningin stendur yfir til 10.
júní. n
Ég hef verið að teikna
mikið í gegnum tíðina
en byrjaði að mála um
það leyti sem ég varð
sextugur.
28 Lífið 27. maí 2021 FIMMTUDAGUR