Fréttablaðið - 27.05.2021, Blaðsíða 34

Fréttablaðið - 27.05.2021, Blaðsíða 34
Tímabilið hefur verið frábært hjá Hörpu Rut Jónsdóttur og liðsfélögum hennar hjá svissneska liðinu Zug, en liðið varð tvöfaldur meistari á ný­ afstöðnu keppnistímabili. Þá kemur Harpa Rut til greina í kjöri um besta leikmann leik­ tíðarinnar. hjorvaro@frettabladid.is HANDBOLTI Harpa Rut Jónsdóttir varð í upphafi vikunnar svissneskur meistari í handbolta kvenna með liði sínu Zug, en fyrr á þessu ári varð liðið bikarmeistari. Harpa Rut fluttist til Sviss fyrir fjórum árum og hefur leikið með Zug síðastliðin tvö keppnistímabil. Harpa Rut lék síðast hér á landi með KA/Þór keppnistímabilið 2014 til 2015. Síðan þá hefur hún leikið erlendis, fyrst í Danmörku og svo á svissneskri grundu. „Ég var í lýðháskóla í Danmörku og kynntist þar svissneskum strák. Við fluttum saman til Sviss og fyrir tveimur árum gekk ég til liðs við Zug. Þar hefur mér liðið mjög vel og ég bætt mig mikið inni á handbolta­ vellinum,“ segir hún. Harpa Rut er ein af þeim sem koma til greina í kjöri á besta leik­ manni svissnesku efstu deildar­ innar á nýlokinni leiktíð, en kjörið stendur yfir til 30. maí. „Við erum með ungt lið og stefnan fyrir tímabilið var að vera í topp­ baráttu, en okkur var ekki spáð titlinum. Við byrjuðum tímabilið ekkert sérstaklega vel en við þéttum raðirnar eftir áramót og höfum haft betur í síðustu tólf leikjum okkar í deild og bikar,“ segir línumaðurinn um tímabilið. „Það var geggjað að ná að landa titlinum og ég er eiginlega enn þá í skýjunum. Að vinna tvöfalt var ekki í kortunum um áramótin, en þetta hefur heldur betur þróast í skemmti­ lega átt. Það var líka frábært að stuðningsmenn okkar gátu mætt á leikina í úrslitaviðureigninni. Tíu stuðningsmönnum hvors liðs var heimilt að mæta á leik­ ina. Það er hefð fyrir því í Sviss að stuðningsmenn skapi stemmingu með kúabjöllum og okkar frábæru stuðningsmenn bjuggu til geggjað andrúmsloft með kúabjöllunum og trommuslætti. Það var frábært að geta fagnað með þeim loksins,“ segir línumaðurinn sterki. „Það er spilaður mjög hraður handbolti hérna í svissnesku deild­ inni og mikil áhersla á líkamlegan styrk þar að auki. Það eru fimm sterk lið í deildinni og baráttan í úrslitakeppninni var mjög hörð,“ segir hún. „Ég sé alls ekki eftir því að hafa flutt til Sviss. Hér hef ég komið mér mjög vel fyrir og mér finnst eins og ég sé orðin ein af fjölskyldunni hjá Zug. Það er mjög góð umgjörð í kringum liðið og ég sé fram á að vera hérna áfram næstu árin,“ segir norðankonan. Handboltavertíðin hefur gengið afar vel hjá fjölskyldu Hörpu Rutar en sama dag og Zug varð bikarmeist­ ari varð systir hennar, Anna Mary Jónsdóttir, deildarmeistari með uppeldisfélagi Hörpu Rutar, KA/ Þór. Það var fyrsti deildarmeistara­ titillinn í sögu félagsins. n Voru ósigrandi þegar mest á reyndi Handbolta- konan Harpa Rut Jónsdóttir og samherjar hennar hjá Zug fagna hér vel og innilega meistaratitl- inum sem liðið landaði fyrr í þessari viku. MYND/AÐSEND kristinnpall@frettabladid.is ÍÞRÓTTIR Ári eftir að Naomi Osaka bætti met Serenu Williams sem tekjuhæsta íþróttakona heimsins, setti Osaka ný viðmið á síðasta ári þegar tekjur hennar jukust um tæplega helming. Tennisstjarnan var samkvæmt útreikningum við­ skiptatímaritsins Sportico í 15. sæti yfir launahæsta íþróttafólk heims með 55,2 milljónir dala í tekjur á síðasta ári, eða rúmlega 6,7 millj­ arða króna. Osaka hafði bætt met Serenu árið 2019 þegar hún var með rúmlega 37,4 milljónir dala í heildartekjur, en á síðasta ári vann Naomi tvo risa­ titla og var með fimmtíu milljónir dala í aðrar tekjur. Með því jukust heildartekjur Naomi um tæplega 47,6 prósent upp í rúmlega 55 millj­ ónir dala. Líkt og í fyrra eru Serena og Naomi einu konurnar á listanum yfir þá hundrað tekjuhæstu meðal íþróttamanna í heiminum. n Osaka sér á báti Osaka hefur unnið fjóra risatitla á ferlinum. FRÉTTABLAÐIÐ/GETTY Arkitektar óskast til að hanna með okkur vinnustað framtíðarinnar Nýjar höfuðstöðvar Við leitum að arkitektum til að skapa með okkur vinnustað framtíðarinnar – vinnustað sem veitir innblástur og uppfyllir fjölbreyttar þarfir starfsfólks. Nýjar höfuðstöðvar okkar munu rísa á Flugvöllum 1 í Hafnarfirði og við stefnum á flutning fyrir lok árs 2023. Óskað er eftir frumhugmyndum og skissum sem skal skila eigi síðar en 21.júní nk. Hefur þú áhuga? Sendu tölvupóst á hq@icelandair.is og við sendum þér nánari upplýsingar. icelandair.is ÍÞRÓTTIR 27. maí 2021 FIMMTUDAGUR

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.