Bændablaðið - 12.05.2021, Síða 15

Bændablaðið - 12.05.2021, Síða 15
Bændablaðið | Miðvikudagur 12. maí 2021 15 KLETTUR / SALA OG ÞJÓNUSTA / KLETTAGARÐAR 8-10 104 REYKJAVÍK / 590 5100 / klettur.is LOFTPRESSUR Í HÆSTA GÆÐAFLOKKI Gerðu kröfur - hafðu samband við Gunnar í síma 590 5135 og kynntu þér þína möguleika. Við bjóðum upp á allar stærðir og gerðir af Ingersoll Rand loftpressum. Mjög hjóðlátar og einfaldar í viðhaldi. Bjóðum upp á þjónustusamninga og leggjum mikla áherslu á að veita góða viðgerðar- og varahlutaþjónustu. Gedduhöfði á Grímstunguheiði: Reisa nýjan 500 fermetra gangnamannaskála Nýr gangnamannaskáli verð- ur reistur við Gedduhöfða á Grímstunguheiði. Hann verður allt að 500 fermetrar að stærð og með gistiplássi fyrir 60 manns. Við hann verður 300 fermetra stórt hesthús og aðrar byggingar um 200 fermetrar að stærð. Skálanum er ætlað að þjóna gangnamönnum en gæti einnig nýst öðrum, svo sem ferðamönnum. Sagt er frá áformum um byggingu skálans á vefsíðu Húnavatnshrepps. Fram kemur í greinargerð vegna verkefnisins að nýi skálinn muni leysa tvo eldri af hólmi, Öldumóðuskála og Álkuskála. Þeir hafa verið í notkun í áratugi og eru mjög illa farnir. Þeir verða lagðir niður í kjölfarið. Tengist vegakerfi og reiðleiðum vel Markmið aðalskipulagsbreytingar­ innar er að bæta aðstöðu og nýtingu svæðisins en nýr gagnamannaskáli þjónar gangnamönnum en gæti nýst breiðari hópi svo sem ferða­ mönnum, eins og fram kemur í greinargerðinni. Þar kemur enn fremur fram að skálinn tengist vel við núverandi vegakerfi og reiðleiðum og staðsetningin sé góð sé tekið tillit til annarra skálasvæða. Húnavatnshreppur og Sveitarfélagið Skagafjörður eiga tvo gangnamannaskála skammt frá, Galtarárskála og Ströngukvíslarskála sem mikið eru notaðir vegna hestaferða. Um 500 manns gista í skálanum á ári Ekki er mikil umferð ferðamanna um Grímstunguheiði um þessar mundir og segir í greinargerðinni að ný skálabygging sé fyrst og fremst hugsuð til þess að koma í stað gömlu skálanna tveggja. Áætlaður heildarfjöldi þeirra sem gista í skálanum yfir árið er undir 500 manns. Breyta þarf aðalskipulagi Húnavatnshrepps vegna þessa verkefnis og hefur sú breyting þegar verið auglýst. Hægt er að gera athugasemdir við skipulagið fram til 4. júní næstkomandi. Tillögur liggja frammi á skrifstofu Húnavatnshrepps á Húnavöllum og á skrifstofu skipulagsfulltrúa á Blönduósi. /MÞÞ Íslenska nýsköpunarfyrirtækið Algalíf framleiðir astaxanthín úr örþörungum: Fær Alþjóðlegu líftækniverðlaunin 2021 Íslenska nýsköpunarfyrirtækið Algalíf hlýtur Alþjóðlegu líftækniverðlaunin 2021 sem besti framleiðandi á afurðum úr náttúrulegu astaxanthíni. Verðlaunin eru veitt árlega í nokkrum mismunandi flokkum af fagtímaritinu Global Health and Pharma. Algalíf er fyrsta íslenska fyrirtækið til að vinna þau. Þetta er í sjötta sinn sem Alþjóðlegu líftækniverðlaunin eru veitt. Algalíf framleiðir astaxanthín úr örþörungum sem ræktaðir eru í starfsstöð fyrirtækisins í Reykjanesbæ. Algalíf er langstærsta örþör­ ungafyrirtæki á Íslandi og í fararbroddi í Evrópu. Það hefur getið sér gott orð á alþjóðavettvangi fyrir sjálfbærni, gæði og afhendingaröryggi. „Starfsemin hefur gengið mjög vel að undanförnu og það er afskaplega ánægjulegt að fá viðurkenningu í formi þessara virtu verðlauna,“ segir Orri Björnsson, forstjóri Algalífs, í tilkynningu frá fyrirtækinu af þessu tilefni. Í lok síðasta árs var tilkynnt um fyrirhugaða fjögurra milljarða króna stækkun fyrirtækisins. Sérhæft og vel menntað starfsfólk heldur framleiðslukostnaði Algalífs í skefjum með nýsköpun og nýtingu hátæknilausna á öllum stigum. „Þessi verðlaun eru fyrst og fremst rós í hnappagatið fyrir starfsfólk Algalífs,“ segir Orri Björnsson forstjóri. Nýlega kynnti Algalíf metnaðar­ fulla umhverfisstefnu, en öll fram­ leiðslan fer fram í stýrðu hátæknium­ hverfi innanhúss. „Það hjálpar okkur mikið í markaðssetningu erlendis að vera í fararbroddi í umhverfismálum á alþjóðavísu,“ segir Orri Björnsson forstjóri. /MÞÞ

x

Bændablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.