Bændablaðið - 12.05.2021, Qupperneq 18

Bændablaðið - 12.05.2021, Qupperneq 18
Bændablaðið | Miðvikudagur 12. maí 202118 LANDSJÁ Rauða drottningin í Lísu í Undralandi drottnaði yfir furðulegu konungsríki. Hún segir við Lísu að „í mínu kon- ungsríki þarftu að hlaupa eins hratt og þú getur til þess að standa kjurr“. Það má segja að konungsríki Rauðu drottn- ingarinnar sé víða. Það er í það minnsta staðan við framleiðslu landbúnaðarafurða. Sífelldar tæknibreytingar draga úr kostnaði við framleiðslu sem aftur skilar sér í að raunverð matvæla lækkar og bændur þurfa að hlaupa hraðar til að vera á sama stað. Vatnshalli í stuðningi og vöxtur Um áratugaskeið hefur verið vatnshalli í stuðningi við framleiðslu landbúnaðarafurða. Sá halli hefur leitt til þess – ásamt vexti hagkerfisins – að á síðustu þrjátíu árum hefur stuðningurinn farið úr því að vera um 5% af landsframleiðslu í að vera 0,5%. Í myndinni hér að ofan sést hvernig þetta hefur haft áhrif á afurðaverð og stuðning við framleiðslu á mjólk. Raunverðið hefur lækkað í takt við lækkandi framleiðslukostnað vegna framfara. Þessi samanburður byggir á því að taka greiðslur skv. mjólkursamningi og setja í samhengi við greiðslumark hvers árs. Það er ónákvæmt, hluti greiðslna sem bundið er við greiðslumark hefur breyst í gegnum árin. Þó gefur þetta hugmynd um hver þróunin hefur verið. Smám saman dregst saman vægi stuðningsins – vegna vatnshallans og vegna þeirra miklu aukningar sem hefur orðið á framleiðslu, greiðslumark ársins 2004 var 105 m. lítra á meðan það er 145 m. lítra á þessu ári. Á sama tíma hafa íslensk stjórnvöld búið þannig um hnútana að sífellt eykst samkeppni við erlenda framleiðslu með gerð viðskiptasamninga við ESB og þá staðreynd að tollarnir rýrast af verðgildi með árunum. Hlauptu hraðar, segir rauða drottningin. Ný markmið í búvörusamningum Aukið vægi á loftslagsmál hefur gert það að verkum að í búvörusamningum eru komin ný markmið, um að kolefnisjafna mjólkurframleiðslu fyrir árið 2040. Það er metnaðarfullt verkefni sem kallar á að hver einasti bóndi fari yfir sinn búrekstur og reyni að átta sig á því hvar hægt sé að bæta árangur. En það er fyrirsjáanlegt að verkefnið muni koma til með að auka framleiðslukostnað. Það kallar á að greinin fari enn upp um gír og hlaupi hraðar en nokkru sinni fyrr. Það hefur þó náðst árangur í því að stjórnvöld hafa viðurkennt að tollaumhverfið er hluti af starfsumhverfi landbúnaðarframleiðslu, viðræður eru hafnar við ESB um að endurskoða tollasamninginn og í drögum að landbúnaðarstefnu var það sérstaklega dregið fram að meta þyrfti bindingu bænda á kolefni til fjár með einhverjum hætti. Þetta er mjög mikilvægt atriði. Vegna þess að sé það ekki gert þá mun kostnaðurinn við að kolefnisjafna greinina leka út í verðlagið og skerða samkeppnishæfni mjólkurframleiðslunnar – eða draga úr afkomu bænda. Spurningar til þingmannsefna Þeir þingmenn sem veljast inn á Alþingi í haust munu væntanlega afgreiða næstu endurskoðun búvörusamninga. Fullt tilefni er til þess að spyrja þingmannsefni út í afstöðu til þessara mála. Hvaða sýn hafa þeir? Taka þeir undir með Rauðu drottningunni um að bændur eigi að hlaupa sífellt hraðar til þess að standa kyrrir? Kári Gautason, sérfræðingur hjá BÍ Hlauptu hraðar, segir Rauða drottningin Kári Gautason. Þróun í stuðningi og afurðaverði síðan 2004 á föstu verðlagi ársins 2020. Samanburðurinn er ónákvæmur þar sem að upphæðum búvörusamninga er deilt niður á greiðslumark til þess að gefa hugmynd um umfang stuðnings m.v. framleiðslu. Útreikningar höfundar eru byggðar á gögnum frá Hagstofu Íslands og fjárlögum áranna 2004–2020. Uppbygging ljósleiðarakerfisins á Íslandi: Nýr strengur til Írlands í burðarliðnum Staða ljósleiðaratenginga á Íslandi er í dag með því allra besta sem þekkist á heimsvísu. Þá hefur rík áhersla verið lögð á það á undanförnum árum að tryggja öryggi í fjarskiptatengingum við útlönd um fleiri sæstrengi. Eldgos gætu þó haft talsverð áhrif á þennan öryggisþátt landsins. Þó ljósleiðari hafi verið lagður að stórum hluta um allt land, þá eiga símafyrirtækin eftir að ljúka lagningu á ljósleiðara síðasta spott- ann inn á fjölmörg heimili. Hefur skapast kurr í fólki víða um land út af þessu. Um þrettán þúsund heimili í þorpum og bæjum eru enn án tenginga. Þar hafa menn borið við þeirri afsökun að slíkar tengingar séu ekki nógu arðbærar. Þá á enn eftir að bæta í grunnnetið og tryggja hringtengingar og rekstr- aröryggi á einstökum svæðum með lagningu strengja á Suðausturlandi, Austurlandi og á sunnanverðum Vestfjörðum. Haraldur Benediktsson, bóndi og alþingismaður, hefur verið ötull talsmaður uppbyggingar ljós- leiðarakerfisins. „Ég þekki til hundruð starfa sem hafa verið flutt í íslenskar sveitir eftir að tengingar bötnuðu. Ísland á að taka forustu í að leiða umræðu um þessa þróun og láta sig hana varða. Við erum líklega fyrsta landið í heiminum sem geng- ur jafn hraustlega til verks,“ sagði Haraldur í viðtali í Bændablaðinu 15. apríl síðastliðinn. Hvatti hann Bændasamtökin til að leiða áfram umræðuna um þessi mál og láta sig hana varða. Tveir fjarskiptastrengir til landsins en gert ráð fyrir þrem Í stefnu fyrir fjarskipti fyrir tímabilið 2019-2033 sem samþykkt var á Alþingi 2019 kemur fram að þrír virkir fjarskiptasæstrengir skuli tengja Ísland við Evrópu á hverjum tíma. Rökin eru margþætt en ör- yggissjónarmiðin þó mikilvægust. Jafnframt hefur atvinnulífið lagt þunga áherslu á að nýr fjarskiptasæ- strengur verði lagður á næstu árum og að hann verði að fullu fjármagn- aður af ríkissjóði. Í dag erum við með tvær tengingar, þ.e. Farice 1, sem tekin var í notkun 2003 og er strengurinn tekinn á land á Seyðisfirði og Danice 1 sem komst í gagnið 2009 og var tekinn í land á Suðurlandi. Þessir strengir tengja Ísland við Skotland og Danmörku. Nýr ljósleiðarastrengur frá Írlandi Til stendur að leggja þriðja strenginn milli Írlands og Íslands sem lagður verður næsta sumar með landtöku við Grindavík. Eldgos á Reykjanesi vekur spurningar um hvort land- taka strengsins á þessum stað sé heppileg. Tengingar þaðan inn á meginkerfi landsins munu liggja þvert yfir sprungur í brotabelti Reykjanesskagans. Væntanlega er í þessu áhætta sem erfitt er að kom- ast hjá. Mikilvæg gagnaver eru t.d. í Reykjanesbæ. Ef landtaka strengs frá Írlandi yrði á svipuðum slóðum og Danice strengurinn á Suðurlandi, yrði tengingar inn á Reykjanesið líka yfir sprungukerfi. Lagnir til höfuð- borgarsvæðisins eru sama marki brenndar, nema mögulega þær sem koma hringleiðina að norðan. Fjármögnun á nýjum sæstreng til Írlands tryggð Á ríkisstjórnarfundi í september 2020 var samþykkt tillaga sam- göngu- og sveitarstjórnarráðherra og fjármála- og efnahagsráðherra þess efnis að tryggja fjármögnun nýs fjarskiptasæstrengs milli Íslands og Írlands. Strengurinn, sem hlotið hefur nafnið ÍRIS, mun liggja milli suðvesturhluta Íslands (Grindavík) og Galway á Írlandi og verður þriðji fjarskiptastrengurinn sem tengir Ísland við Evrópu. Ýmis tæki- færi eru talin geta falist í beinni tengingu milli Íslands og Írlands fyrir íslensk fyrirtæki og almenning enda er Írlands ein helsta netmiðja Evrópu. Stefnt er að því að taka nýja strenginn í gagnið fyrir lok árs 2022 og árið 2023 hið síðasta. Farice áætl- aði stofnkostnað við strenginn um 50 milljónir evra. Undirbúningur hófst með samn- ingi fjarskiptasjóðs við Farice ehf. í árslok 2018 um fyrsta fasa verkefn- isins sem er botnrannsókn og hefur sleitulaust síðan verið unnið skipu- lega að margvíslegum undirbúningi. Farice vann að undirbúningi verk- efnisins á árunum 2019 og 2020 með samningi við Fjarskiptasjóð. Farice hefur samið við Subcom LLC um framleiðslu og lagningu strengsins. Félagið er leiðandi í framleiðslu og framkvæmdum við neðansjávar fjarskiptasæstrengi í heiminum og hefur komið að slíkum verkefnum víða um heim. Farice ehf., sem nú er í fullri eigu ríkisins, á og annast rekstur strengjanna. Frá því að FARICE-1 og DANICE strengirnir voru teknir í notkun hefur samfélagið orðið enn háðara öruggum fjarskiptatenging- um við útlönd. Rof á fjarskiptasambandi getur valdið miklu tjóni Rof á fjarskiptasambandi, hvort sem er stutt eða langt, getur haft í för með sér verulegt tjón og óhagræði fyrir einstaklinga, fyrirtæki og efnahag landsins. Stjórnvöld hafa því lagt áherslu á að fjarskiptatengingar við Evrópu verði í gegnum þrjá sæstrengi sem koma á land á mis- munandi landtökustöðum. „Það er nauðsynlegt að endurnýja kerfið tímanlega þar sem Farice- strengurinn er kominn til ára sinna. Að auki er skjót uppfærsla útlanda- sambanda jafnvel enn brýnni nú þegar samgöngur í heiminum eru takmarkaðar um ófyrirséðan tíma vegna Covid-19,“ sagði Sigurður Ingi Jóhannsson samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra á síðastliðnu hausti. „Til lengri tíma litið er enn fremur mikilvægt út frá viðskipta- sjónarmiðum og samkeppnishæfni, að tryggja fullnægjandi tengingar við umheiminn sem þjónað geta kröfuhörðum og eftirsóknarverðum viðskiptavinum. Betri tengingar við landið styðja jafnframt við nýsköp- un, þekkingariðnað og ýmis önnur tækifæri til atvinnu-, menningar- og verðmætasköpunar.“ /HKr. Núverandi og fyrirhugaðar ljósleiðaratengingar Íslands við útlönd. FARICE 1 var tengdur árið 2003. DANICE var tengdur 2009 og fyrirhugað er að tengja IRIS 2022. FRÉTTIR Alþingi samþykkir gerð iðnaðarstefnunnar fyrir Ísland Ísland mun í fyrsta sinn í sögunni setja sér sjálfbæra iðnaðar- og atvinnustefnu, eftir að þings- ályktunartillaga Pírata og tveggja þingmanna Framsóknar þess efnis var samþykkt á Alþingi fimmtudaginn 6. apríl. Markmið stefnumótunarinnar verður ekki aðeins að bregðast við fyrirséðum áskorunum framtíðar, eins og aukinni sjálfvirknivæðingu. Markmið hennar verður jafnframt að styrkja og fjölga stoðum íslensks atvinnulífs og styðja þannig við fjölbreyttan og sjálfbæran iðnað. Íslenskur iðnaður byggist í mörg- um tilfellum á tiltölulega fáum stoð- um. Það skapar hins vegar hættu á kerfishruni við einstök áföll og dregur slíkt fyrirkomulag úr sjálf- bærni viðkomandi greinar. Smári McCarthy, þingmaður Pírata og fyrsti flutningsmaður tillögunnar, segir Íslendinga hafa stuðst við það sem hann kallar „haglabyssuaðferðina“. Stjórnvöld hafi hlaðið hagkerfið „ómarkvissum tækifæriskornum og láta það skjóta hingað og þangað. Vissulega mun það stöku sinnum hæfa og jafnvel skilja eftir sig varanlegt spor, en það vita samt allir að hægt er að ná meiri árangri með því að miða,“ segir Smári. Fleiri stoðir, meiri sjálfbærni Að mati Smára þarf að hverfa frá óbilandi trú stjórnvalda á áfram- haldandi vænleika „hvalreka- hagkerfisins“ sem bar til Íslands stórútgerðir, áliðnað, bankabransa, makríl og nú nýlega ferðamanna- straum. Slíkri handahófskenndri nálgun megi ekki rugla saman við hagstjórn. Einn helsti tilgangur sjálfbærrar iðnaðarstefnu er því að dreifa fram- leiðni með þeim hætti að til verði sveigjanleg framleiðslunet margra smárra aðila frekar en fárra stórra fyrirtækja. Slík tilhögun iðnaðar stuðlar að byggðafestu og minni hagsveiflum og dregur úr stað- bundnum áföllum vegna samdráttar í einstökum geirum eða gjaldþrot- um einstakra fyrirtækja. Hér á landi hefur fengist nokkur reynsla af þess konar stuðningi við einstök byggðarlög sem byggist á stuðningi við tiltekna starfsemi. Hins vegar er vænlegra að mati flutningsmanna tillögunnar að styrkja atvinnulíf byggðarlaga almennt, frekar en afmarkaðar atvinnugreinar. Það dragi úr áhættu á að meginstoðir atvinnulífs í viðkomandi byggðarlögum hrynji vegna einstakra atburða. /HKr. Bænda Smáauglýsingar 56-30-300

x

Bændablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.