Bændablaðið - 12.05.2021, Side 30

Bændablaðið - 12.05.2021, Side 30
Bændablaðið | Miðvikudagur 12. maí 202130 Félag garðplöntuframleiðenda, sem samanstendur af 14 fram­ leiðendum um allt land, fer senn af stað með átaksverkefnið Þinn garður – þín kolefnisbinding til að auka áhuga, þekkingu og þátttöku almennings á ræktun gróðurs með tilliti til kolefnisbindingar. Með því vill félagið vekja fólk til vitundar um að allur gróður og græn svæði binda kolefni og allir geta lagt sitt af mörkum. Það er von félagsins að með fræðslu og kynningu aukist áhugi fólks á að rækta meira á sínu heimasvæði og stuðla þannig að eigin kolefnisbindingu. „Við erum að fara af stað með þetta spennandi verkefni þar sem ætlunin er að fá almenning í lið með okkur til að virkja græna fingur landsins, fræða fólk um kosti þess að hlúa vel að eigin garði, svölum og sumarbústaðalöndum með því að planta meira af trjám og blómum ásamt því að rækta eigin matvæli. Það geta allir lagt sín lóð á vogar­ skálarnar til að hafa jákvæð áhrif á umhverfið og samfélagið í heild,“ segir Erla Hjördís Gunnarsdóttir, verkefnisstjóri verkefnisins, sem bendir jafnframt á að stærsta og fjölbreyttasta ræktunarverkefni á Íslandi sé ræktun gróðurs í þéttbýli og sumar bústaða löndum. Fræðsla og ráðgjöf við val á plöntum Inni á heimasíðu garðplöntu­ framleiðenda, gardplontur.is, getur almenningur fundið lista yfir garðplöntuframleiðendur og leitað að upplýsingum um plöntur, ræktunarskilyrði og fleira. Auk þess prýðir fjöldi mynda gagnagrunninn, notendum til glöggvunar. „Inni á síðunni má finna hvaða plöntur og tré er heppilegast að rækta miðað við þær aðstæður sem hver og einn býr við. Fræðsla og ráðgjöf um val á plöntum og ræktun mun standa til boða bæði með þjónustu sem veitt er við kaup á plöntum í garðplöntu­ stöðvum sem og á netinu,“ útskýrir Erla Hjördís og segir jafnframt: „Til að vekja athygli á átakinu munum við vera sýnileg í sumar á ýmsum miðlum og taka allir garð­ plöntuframleiðendur landsins þátt í átakinu með því að fræða gesti sína um hinar fjölmörgu tegundir sem í boði eru hérlendis og hvað henti fyrir hvern og einn með tilliti til aðstæðna. Ræktun í heimilisgarði hreinsar mengun og skaðleg efni úr umhverfinu og þar sem allar plöntur ljóstillífa og binda kolefni þá skipt­ ir framlag hvers og eins máli þegar kemur að kolefnisbindingu.“ LÍF&STARF Allar nánari upplýsingar veita starfsmenn Ríkiskaupa í síma 530 1400 eða í gegnum netfangið fasteignir@rikiskaup.isBorgartúni 7c, 105 Reykjavík | Sími 530 1400 | www.rikiskaup.is AUGLÝSA EFTIRFARANDI EIGN TIL SÖLU: VERKMENNTASKÓLINN Á AKUREYRI ÓSKAR EFTIR TILBOÐUM Í SUMARHÚS TIL FLUTNINGS Tilboð óskast í sumarhús til flutnings, staðsett á lóð Verkmennta­ skólans á Akureyri og byggt af nemendum í húsasmíði, rafvirkjun og pípulögnum. Um er að ræða timburhús, 53 m2 að grunnfleti með svefnaðstöðu og geymslu á lofti. Að utan er húsið klætt olíugrunnaðri band­ sagaðri vatnsklæðningu og bárujárni, örlítil vinna er eftir í frágangi klæðningar. Þak er bárujárnsklætt. Í húsinu eru timburgluggar og úthurðir. Lagt er fyrir rafmagni og neysluvatni í húsinu, búið er að leggja fyrir gólfhita, þá er eftir að setja gólfniðurföll í sturtu og í þvottahús. Húsið verður til sýnis eftirfarandi daga; miðvikudaginn 12. maí kl 16:30-18:30 og þriðjudaginn 18. maí kl. 15-18. Húsið er tilbúið til flutnings og þarf kaupandi að fjarlægja það eigi síðar en 15. ágúst 2021. Tilboðum skal skila rafrænt á heimasíðu Ríkiskaupa fyrir kl. 12:00 mánudaginn 24. maí n.k. merkt Sumarhús VMA 21445. Nánari upplýsingar á heimasíðu Ríkiskaupa: www.rikiskaup.is. Verð: Tilboð óskast. Erla Hjördís Gunnarsdóttir, verkefnastjóri verkefnisins Þinn garður – þín kolefnisbinding, ásamt gjaldkera Félags garðplöntuframleiðenda, Guð­ mundi Vernharðssyni, eiganda Gróðrarstöðvarinnar Markar í Fossvogsdal í Reykjavík. Inni á heimasíðu Félags garðplöntu­ framleiðenda má finna plöntuleit þar sem ítarefni er að finna með myndum um hátt í 1.200 plöntur sem til eru hérlendis. Hvetja almenning til að rækta garðinn sinn – Hvert framlag skiptir máli Bestu birkimyndböndin – Efnt til keppni meðal grunn- og framhaldsskólanema Átak til að auka útbreiðslu birkiskóga, með söfnun og sán- ingu á birkifræi, hófst á síðasta ári. Fjöldi fólks tók þátt í því og umtalsverðu magni af birkifræi var safnað. Til að glæða enn frekar áhuga landsmanna var ákveðið að efna til myndbandakeppni meðal grunn- og framhaldsskólanema. Keppnin hófst í lok apríl og lýkur 30. september. Ástæðan fyrir svona löngum keppnistíma er sú að án efa vilja einhverjir mynda birkið frá því að það lifnar að vori og þar til það stendur í haustlitum með fullþrosk­ að fræ. Keppt verður í tveimur flokkum, grunnskólaflokki og framhaldsskólaflokki. Í boði eru vegleg verðlaun sem fyrirtækin Heimilistæki og Tölvulistinn gáfu til keppninnar. Sjá nánar á heimasíðunni http://www.birkiskogur.is. Hver þátttakandi getur sent inn fimm myndir inn í sinn flokk. Engar hömlur eru settar hvað varðar tæki sem eru notuð við gerð myndbanda. Sama gildir um efnismeðferð. Hins vegar eru gerðar kröfur um að myndin/myndirnar frá hverjum og einum fjalli um birki á Íslandi, lengd innsendra myndbanda fari ekki yfir 60 sekúndur og að skráningarformið sé fyllt út. Einn höfundur skal skrif­ aður fyrir hverju myndbandi. Aldurstakmörk á samfélagsmiðl­ um eru 13 ár á Íslandi. Ef þátttakandi er yngri en 13 ára verður hann að hafa leyfi foreldra/forráðamanna til að taka þátt. Á síðunni www.birkiskogur.is er skráningarform sem þátttakandi þarf að útfylla. Þar þarf m.a. að koma fram nafn höfundar, heiti Instragram reiknings, sími, netfang og slóð inn á myndbandið. Hægt verður að skoða innsend myndbönd á síðunni www. birkiskogur.is. Hressir grunnskólakrakkar í Hafnarfirði.

x

Bændablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.