Bændablaðið - 12.05.2021, Side 42

Bændablaðið - 12.05.2021, Side 42
Bændablaðið | Miðvikudagur 12. maí 202142 Samkvæmt mælingum Hagstofu Íslands hækkaði vísitala neysluverðs um 0,7% í apríl. Ársverðbólga mælist nú 4,6% en var 4,3% í mars og hefur ekki mælst meiri síðan í ársbyrjun 2013. Þessi hækkun er meiri en flestir greiningaraðilar höfðu spáð. Það er vissulega áhyggjuefni ef verðbólgan er að ná sér á strik núna á vordögum 2021. En að sama skapi er nauðsynlegt að draga fram aðalatriði í málinu. Skoðanir greiningaraðila Sama dag og fréttir um hækkun vísitölunnar birtust tjáðu helstu greiningaaðilar sig um stöðuna. Á vefmiðlinum visir.is var t.d. haft eftir hagfræðingi Íslandsbanka að orsakir hækkunar vísitölu neysluverðs væru: „Fyrst og fremst er það mjög hröð hækkun íbúðaverðs milli mánaða sem er sú mesta sem við höfum séð síðan 2016. Langt umfram það sem allir bjuggust við. Ein og sér ýtir [hún] verðlagi upp um 0,4 prósent í mælingum Hagstofunnar. Þar á eftir voru matvörur að hækka talsvert meira en við áttum von á, sér í lagi mjólkurvörur.“ Síðan segir hann og er að vísa til mjólkurverðs: „Það er ákveðið umhugsunarefni, þar sem það er ekki markaðsverð þar, heldur verð ákveðið af miðlægri nefnd.“ Nú er það svo að vaxtalækkanir Seðlabankans sem margir telja að eigi ríkan þátt í hækkun húsnæðisverðs og sem að sögn hagfræðingsins útskýra þorra veðlagshækkunarinnar, er einnig ákveðnar af „miðlægri nefnd“, þ.e. peningastefnunefnd Seðlabankans. Sú hugsun læðist að hvort ekki sé sama hver „miðlæga nefndin“ er að hans áliti. Verðlagsnefnd búvara sem ákvað umrædda hækkun á verði mjólkurvara hefur starfað áratugum saman á grundvelli laga nr. 99/1993. Hlutverk hennar er að tryggja að kjör bænda dragist ekki aftur úr kjörum viðmiðunarstétta. Í því skyni tekur hún ákvarðanir um breytingar á mjólkurverði í samræmi við þær kostnaðarhækkanir sem bændur hafa þurft að mæta. Þetta gerir hún eftir á, það er eftir að kostnaðarhækkanir hafa átt sér stað. Þessar verðleiðréttingar eru því viðbrögð við liðinni verðbólgu. Sama á við hækkanir á heildsöluverði. Þessar hækkanir geta því ekki verið sjálfstæður verðbólguhvati eins og hagfræðingur Íslandsbanka virðist telja. Hvað orsakir verðbólgunnar snertir, miklu fremur að horfa til „miðlægra“ ákvarðana Seðlabankans, ríkis og sveitarfélaga um fjölmarga verðlagsþætti og launakjör sem vissulega hafa verið sjálfstæðir verðbólguhvatar á liðnum misserum. Hækkun á verði mjólkurvara 1. apríl þurfti tæpast að koma á óvart. Eins og fyrr greinir er hækkunin eftir á og er til að mæta áföllnum kostnaðarhækkunum undanfarna mánuði. Hún var síðan auglýst opinberlega þann 1. apríl. Mjólkurvörur nema 2,6% í vísitölu neysluverðs Mikilvægt er að átta sig á því að mjólkurvörur eru mjög lítill hluti af vísitölu neysluverðs og hefur sá hluti farið lækkandi yfir tíma. Á síðastliðnu ári var hlutdeild mjólkurvara í vísitölunni aðeins 2,7% (sjá heimasíðu Hagstofu Íslands). Frá og með 1. apríl sl. var hlutdeild þeirra svo lækkuð í 2,6%. Af þessari ástæðu er afar langsótt svo ekki sé nú meira sagt að reyna að útskýra vaxandi verðbólgu með hækkun í verði mjólkurvara. Hefði til að mynda verð á mjólkurvörum alls ekki hækkað 1. apríl hefði ársverðbólgan numið 4,5% en ekki 4,6%. Sumir gengu svo langt að tiltaka sérstaklega hækkun á smjöri sem verðbólguvald. Hið rétta er að smjör vegur 19/10.000 í vísitölu neysluverðs (sjá heimasíðu Hagstofu Íslands). Hækkun á smjöri nú útskýrir því vel innan við 0,02% af hækkun vísitölunnar. Kjaraskerðing mjólkurframleiðenda er orðin Sú hækkun á verði mjólkurvara sem verðlagsnefnd búvara ákvað 1. apríl sl. er sú fyrsta síðan 1. júní 2020. Í millitíðinni hafa bændur orðið fyrir verulegri kjaraskerðingu vegna hækkana á verði þeirra aðfanga sem þeir þurfa að nota í búrekstrinum. Öfugt við flestar aðrar stéttir hafa kjör bænda því versnað á tímabilinu en ekki batnað. Sú hækkun á mjólkurverði sem varð 1. apríl miðar að því að færa kjör bænda aftur að kjörum viðmiðunarstéttanna. Tapið vegna kostnaðarhækkananna í millitíðinni verða þeir hins vegar að bera bótalaust. Vonandi tekst okkur að kveða verðbólgudrauginn niður en það eru skaðlegar grillur að kenna verðlagi á mjólkurafurðum um hann. Erna Bjarnadóttir, hagfræðingur og verkefnastjóri hjá MS Í fjölbýlu borgarsamfélagi sam­ tímans hafa margir lítil sem engin tengsl við náttúruna. Af þeim sökum minnkar einnig tengingin við jarðveginn, það efni sem er hvað mikilvæg­ ast fyrir lífsviðurværi okkar. Jarðvegurinn er hluti kerfis­ ins sem nærir lífið; náttúruleg kolefnisgeymsla sem líkt og loft og vatn gerir lífið á jörðinni mögulegt. Umhverfisvernd er stærsta sameiginlega ábyrgðarhlutverk okkar mannanna í dag og stór þáttur í að stuðla að umhverfis- vernd er að skila frá sér minni úrgangi. Endurvinnsla á hug okkar allan þessa dagana en hér ætlum við að fjalla um jarðgerð/ moltugerð. Jarðgerð er stýrt ferli Niðurbrot lífrænna efna gerist frekar hægt í náttúrunni. Með jarðgerð er leitast við að flýta ferlinu með því að skapa kjörað- stæður fyrir örverur og smádýr. Molta er mismikið niðurbrotið efni, stútfullt af næringarefnum. Jákvæð áhrif moltu eru einnig fólgin í aukinni heldni jarðvegs á næringarefni, loftun hans og vatnsbúskap. Athygli og áhugi almennings og sveitarfélaga hefur verið vakinn á mikilvægi þess að koma sem mestu af lífrænum úrgangi aftur í umferð. Ýmsar leiðir eru færar að því markmiði, skoðum þær aðeins betur. Jarðgerð er stýrt ferli og afurð hennar fer algjörlega eftir því sem sett er í kassann og eru margar breytur sem má hafa stjórn á. Þá er hægt að haga því þannig að jarð- gerðin klárist á nokkrum vikum upp í nokkra mánuði. Hefðbundið jarðgerðarferli sem flestir þekkja er að nota tunnur eða önnur ílát þar sem garðaúrgangi og mat- arleifum er safnað saman til að hraða niðurbroti. Hægt er að fara nokkrar leiðir við jarðgerðina. Heit jarðgerð fer fram í lokuðu einangruðu íláti, oftast úti í garði. Í ílátið má setja garðaúrgang og lífrænar leifar frá heimilinu. Önnur sambærileg aðferð kallast volg jarðgerð og fer fram í opnu íláti, trékassa eða tunnu, líka úti í garði. Að lokum má nefna kalda jarðgerð sem fer fram í lokuðu íláti þar sem ánamaðkar sjá alfarið um niðurbrotið. Það getur farið fram innan dyra eða utan. Ánajarðgerð í eldhúsinu Ein leið til að breyta eldhúsúr- gangi í áburð er með ána-/orma- jarðgerð. Hér á landi hefur fólk verið með box eða fötu inni hjá sér í þvottahúsi, bílskúr eða jafn- vel í eldhúsinu. Ormarnir sem notaðir eru í ferlið eru sérstakir rauðir haugánar. Til að byrja með ormabú þarf eftirfarandi: Uþb. 40 lítra dökkt plastbox (því ormarnir vilja vera í myrkri), jarðveg í botn- inn, niðurrifinn dagblaðapappír og rauða haugána. Á boxið þarf að setja súrefnisgöt og passa að þau séu ekki svo stór að ormarnir komist út um þau. Þeir geta annað um það bil þyngd sinni hvern dag. Raki þarf að vera hæfilegur í kass- anum, ef hann er of lítill má úða aðeins með vatni en ef hann er of mikill þarf að bæta við dag- blaðapappírsræmum. Þessi jarð- gerð byggist á loftháðu ferli, þ.e. ormarnir þurfa súrefni til að vinna og þrífast. Það má ekki hitna of mikið í hrúgunni og þeir þurfa að ná að anna niðurbrotinu svo ekki komi lykt af öllu saman. Ferlið er einfalt og lyktarlaust ef fylgt er leiðbeiningum. Bokashi-ferlið Önnur áhugaverð innanhúss jarðgerð er svokölluð Bokashi- aðferð. Bokashi þarf ekki mikið pláss frekar en ormajarðgerðin. Henni má koma fyrir í bíl- skúrnum, þvottahúsinu eða undir eldhúsvaskinum. Smátt skornum matarafgöngum og lífrænu efni er safnað í fötuna, sérstökum hvata stráð yfir, þjappað lítillega og lokað og hefst þá ferlið. Smám saman fyllist fatan og þá er hún látin standa í mánuð á meðan fata númer tvö er fyllt. Við þetta fellur til vökvi, mismikill eftir hráefninu sem í fötuna fer. Vökvanum má tappa af og nýta sem blómaáburð ef hann er þynntur með vatni eða niðurfallshreinsi ef notaður einn og sér. Gott er að grafa holu til að tæma úr fötunni í eða beint ofan á beð en vegna þess hve afurðin er súr er ekki æskilegt að setja hana strax við rætur plantna. Bokashi brýtur lífræna efnið ekki niður heldur sýrir það svo það brotnar auðveldlega niður þegar það kemur út í náttúruna. Þetta er loftfirrt ferli og leysir úr- gangurinn hvorki kolefni né nitur út í andrúmsloftið líkt og gerist í hefðbundinni moltugerð og skilar að lokum kolefnunum aftur í jarð- veginn. Lokaorð Jarðgerð er fyrir alla, konur og kalla. Hægt að stunda hana hvar sem er, í íbúð eða húsi, uppi í sveit eða í bæ og borg. Jarðgerð/ safnhaugagerð er ferli þar sem maðurinn notast við náttúrulega ferla, breytir lífrænu hráefni í moldarkennt efni eða afurð sem kallast molta. Lífrænn úrgangur eru verðmæti sem á að nýta en ekki losa sig við. Úrgangur er auðlind. Brynja Þórarinsdóttir, Sigrún Eir Þorgrímsdóttir, Skírnir Þór Sigfússon, Þóranna Dögg Björnsdóttir og Guðrún Kristín Svavarsdóttir, nemendur í Garð yrkju skólanum á Reykjum haustið 2020. GARÐYRKJUSKÓLI LBHÍ REYKJUM Hefðbundin heimajarðgerð og aðrar óhefðbundari Jarðgerð. SAMFÉLAGSRÝNI Hlutur mjólkurvara fer lækkandi í vísitölu neysluverðs Erna Bjarnadóttir. Hvaða lán eru „rétt lán“ fyrir heimilin? Fyrir utan alvarleg áföll og veik­ indi, er fátt sem skekur heimilin jafn mikið og fjárhagslegt óöryggi en því miður er þjóðfélagið okkar þannig upp byggt að fjárhagslegt óöryggi er viðvarandi ástand hjá mjög stórum hluta heimila á Íslandi. Það eru fáir sem komast hjá því að taka húsnæðislán til að koma sér þaki yfir höfuðið og það er þar sem ballið byrjar fyrir alvöru því íslensk heimili hafa allt of lengi búið við einhver verstu lánakjör í okkar heimshluta. Jú, það er rétt að vextir eru í sögu- legu lágmarki á Íslandi um þessar mundir og því auðveldara en yfirleitt áður að taka hagstæðustu lánin, sem eru óverðtryggð lán sem eru ALLTAF betri kostur en verðtryggð lán. En þessi „hagstæðu óverðtryggðu lán“ eru engu að síður á breytilegum vöxtum og yfir vofir alltaf sú ógn að þeir muni hækka og greiðslubyrði verða óviðráðanleg, því það er stað- reynd að lánastofnanir eru fljótar að taka en lengi að skila. Ef Seðlabankinn hækkar vexti skilar það sér hratt inn í lánasamn- inga, en ef vaxtaviðmið Seðlabankans lækka er annað upp á teningnum og þá tekur allt mikið lengri tíma. Það er t.d. staðreynd að vaxta­ lækkanir Seðlabankans hafa ekki skilað sér nema að litlu leyti til heimilanna. Núverandi vextir eru þannig um 230% hærri en þeir gætu verið sé tekið mið af stýri­ vaxtalækkunum undanfarinna tveggja ára. Þetta eru engar smá upphæðir fyrir hvert heimili. En svo um leið og ljóst var að stýri- vextir Seðlabankans myndu hækka aðeins fór fjármálaráðherra að hafa áhyggjur af því að heimilin sem væru með óverðtryggð lán myndu ekki ráða við greiðslubyrðina sem kæmi í kjölfar vaxtahækkana. Við hjá Hagsmunasamtökum heim ilanna sendum þá frá okkur yfirlýs ingu, þar sem við bentum á alla þá lækkun sem heimilin ættu enn þá inni hjá bönkunum, en fátt varð um svör. Hræðsluáróðurinn gegn óverð- tryggðum lánum hélt áfram. Það má færa rök fyrir því að hræðslu áróðurinn eigi rætur í sérhags- munagæslu því verðtryggð lán heim­ ilanna eru ein helsta mjólkurkú fjár­ málafyrirtækjanna. Verð tryggingin er gullgæs sem verpir vel. Það fór því um menn þegar heim- ilin tóku að flýja verðtrygginguna í stórum stíl. Hagsmunir fjármálaráðherra og vina hans hjá hagsmunasamtökum fjármálafyrirtækja (SFF) fara engan veginn saman við hagsmuni heim- ilanna. Verðtryggð lán eru verstu lán sem heimilin geta tekið. Þau eru e.k. „hun- angsgildra“ þar sem bráðin er tæld inn með lægri afborgunum en áður en langt um líður fara þær að hækka og hægt en örugglega lokast gildran og bráðin er föst. Óverðtryggð lán eru ALLTAF betri en verðtryggð en engu að síður varasöm vegna þess að þá hafa fjár- málafyrirtækin sína tryggingu í breyti- legum vöxtum sem þau hafa á stund- um hækkað með ólögmætum hætti án þess að nánar sé farið í þá sögu hér. Það er sorgleg staðreynd að í raun eiga neytendur ekki kost á „réttum lánum“ á Íslandi og að ekkert er að marka ráðleggingar fjármálaráðherra eða annarra spekinga sem haga segl- um eftir vindi sérhagsmuna. Á síðasta ári ráðlagði fjármálaráð- herra, sá sem stjórnar ríkisfjármálun- um, fólki að taka óverðtryggð lán, en nú virðist hann vara fólk við þeim. Hvenær eigum við að trúa honum? Nú eða þá? Hvernig væri að taka upp al ­ menni lega efna hagsstjórn hérna sem byggir ekki á því að féfletta og blóð mjólka heimili landsins? Almenningur er ekki fóður fyr ir bankana! Fólkið fyrst og svo allt hitt. Ásthildur Lóa Þórsdóttir Formaður Hagsmunasamtaka heimilanna og frambjóðandi Flokks fólksins Ásthildur Lóa Þórsdóttir.

x

Bændablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Bændablaðið
https://timarit.is/publication/906

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.