Víkurfréttir


Víkurfréttir - 13.01.2021, Blaðsíða 2

Víkurfréttir - 13.01.2021, Blaðsíða 2
HREINSUM RIMLAGARDÍNUR OG MYRKVUNARGARDÍNUR NÁNARI UPPLÝSINGAR Á ALLTHREINT.IS FINNDU OKKUR Á FACEBOOK DAGLEGAR FERÐIR ALLA VIRKA DAGA S U Ð U R N E S - R E Y K J A V Í K 845 0900 FERÐIR Á DAG ALLTAF PLÁSS Í BÍLNUM „Þið megið þá bara eiga hann. Þetta er ykkar bæjarstjóri“ – sagði Margrét Sanders, oddviti Sjálfstæðisflokksins á bæjarstjórnarfundi í Reykjanesbæ. Margrétarnar í bæjarstjórn ósáttar og fóru mikinn. „Ég sagðist styðja Kjartan Má Kjartansson sem bæjarstjóra á sínum tíma. Við studdum ráðningu hans, að hann yrði ráðinn yrði ópólitískur bæjarstjóri og yrði hafinn yfir pólitískt karp sem framkvæmdastjóri okkar allra. Núna er ég gersamlega miður mín yfir því að hafa verið höfð að fífli. Nú er hann búinn að setja sig í gír með meirihlutanum en þið megið þá bara eiga hann. Þetta er ykkar bæjarstjóri,“ sagði Margrét Sanders, oddviti Sjálfstæðis- flokksins í Bæjarstjórn Reykjanesbæjar, á bæjarstjórnarfundi 5. janúar. Þar gagnrýndi hún ummæli bæjar- stjórans í Facebook-færslu á gaml- ársdag og sagðist taka undir gagn- rýni Margrétar Þórarinsdóttur, bæjarfulltrúa Miðflokkins, á bæjar- stjóra en hann svaraði spurningum hennar á bæjarráðsfundi fyrr í desember með því að senda henni spurningar um hvernig hún teldi rétt að forgangsraða í frekari hag- ræðingum. Í færslu bæjarstjóra á gamlársdag sem fylgdi með deilingu fréttar af Víkurfréttum um umræður frá bæjarstjórnarfundi við afgreiðslu fjárhagsáætlunar 2021 sagði hann að minnihlutinn hafi ekki komið með neinar tillögur til hagræðingar. Minnihlutinn sagði í þessum um- ræðum á bæjarstjórnarfundinum um fjárhagsáætlun að aðhald væri ekki nógu mikið og um það var fjallað í þessari frétt. Þessi ummæli féllu í grýttan jarðveg hjá Margréti Sanders og Margréti Þórarinsdóttur sem sögðu þetta ekki rétt og svöruðu þær bæjarstjóra á Facebook. Þær fylgdu því eftir á bæjarstjórnarfundi 5. janúar 2021 og voru vægast sagt ósáttar. Á bæjarstjórnarfundi 5. janúar sögðust sjálfstæðismenn ætla að hafa sem flestar tillögur skrifaðar í framtíðinni. Ekki þýddi að ræða neitt við meirihlutann nema að það kæmi fram skriflegt. Sjálfstæðismenn báru upp nokkrar tillögur á fundinum, m.a. um að leggja niður Framtíðar- nefnd og að fresta ritun sögu Kefla- víkur um eitt ár. Þær voru studdar af minnihlutanum en felldar af meiri- hlutanum. Fréttir um þessar tillögur má sjá hér til hliðar. Minnihlutinn vill leggja niður framtíðarnefnd Bæjarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins lögðu fram tillögu á bæjarstjórnar- fundi 5. janúar að framtíðarnefnd Reykjanesbæjar verði lögð niður. „Þessari hugmynd hefur verið haldið á lofti allt frá því að þær skipu- lagsbreytingar sem meirihlutinn stóð fyrir voru kynntar. Einnig var það kynnt í ræðum undirritaðra bæjarfulltrúa við undirbúning fjárhagsá- ætlunar. Með þessari bókun viljum við fylgja eftir okkar margræddu tillögu með formlegum hætti,“ segir í bókun bæjarfulltrúa Sjálfstæðis- flokksins á fundi bæjarstjórnar. Tillagan var felld með sex atkvæðum Samfylkingar, Framsóknar- flokks og Beinnar leiðar gegn fimm atkvæðum Sjálfstæðisflokks, Frjáls afls og Miðflokks. Framtíðarnefndin ásamt lýðheilsuráði er hluti af málefnasamningi meirihlutans sem gerður var eftir síðustu bæjarstjórnarkosningar. Báðar nefndir hafa starfað síðan þá og haldið fjölda funda. Vilja fresta ritun sögu Keflavíkur Bæjarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins í Reykjanesbæ lögðu fram tillögu á fundi bæjarstjórnar 5. janúar að ritun sögu Keflavíkur verði slegið á frest um eitt ár. Tillagan hlaut ekki brautargengi og var hún felld með sex atkvæðum Samfylkingar, Framsóknarflokks og Beinnar leiðar gegn fimm atkvæðum Sjálfstæðisflokks, Frjáls afls og Miðflokks. Í bókun með tillögunni segir: „Á fundi bæjarráðs þann 10. desember voru lagðar fram nokkrar við- bætur við fjárhagsáætlun og þar á meðal var framlag í umrætt verkefni. Fulltrúar minnihlutans ræddu þann möguleika að fresta ritverkinu og fékk það ekki hljómgrunn meirihlutans. Þar sem meirihlutinn í Reykja- nesbæ og nú síðast hinn ópólitíski bæjarstjóri hafa fullyrt það í ræðu og riti að engar hagræðingartillögur hafi borist frá minnihlutanum í fjárhagsáætlanagerðinni er tillaga um að fresta ritun sögu Keflavíkur nú lögð fram.“ Í máli bæjarstjóra á fundinum kom fram að búið væri að ráða ritstjóra í verkið og setja fram tímaáætlun. Bæjarstjórn samþykkti á 25 ára af- mælisfundi hennar 2019 að fara í ritun sögu Keflavíkur. Ragnheiður Elín ráðin fram- kvæmdastjóri Alor ehf. Ragnheiður Elín Árnadóttir, fyrrum iðnaðar- og viðskiptaráðherra, hefur verið ráðin framkvæmda- stjóri nýsköpunarfyrirtækisins Alor ehf. Fyrirtækið var stofnað á síðasta ári og vinnur að því að þróa og framleiða umhverfisvænar raforkugeymslur úr áli sem nýttar verða til þess að safna og geyma umfram framleidda raforku og stuðla að betri nýtingu hennar. Hagnýtingarmöguleikar raf- orkugeymslna úr áli eru fjölmargir og má þar nefna; að stuðla að sam- drætti losunar koltvísýrings í sjávar- útvegi, landbúnaði og iðnaði auk þess að tryggja raforku á afskekktum svæðum og á hamfarasvæðum. „Framundan hjá Alor eru spenn- andi tímar við uppbyggingu fé- lagsins. Það er mikill fengur að hafa fengið Ragnheiði Elínu til liðs við okkur enda býr hún yfir dýrmætri reynslu og þekkingu sem mun nýtast vel í verkefnum félagsins,“ segir Val- geir Þorvaldsson, stjórnarformaður og einn stofnenda Alor. Fyrirtækið er nú þegar í sam- starfi við Háskóla Íslands og Albu- fera Energy Storage á Spáni sem er leiðandi í þróun á álrafhlöðum í Evrópu. Þessu til viðbótar er unnið að samstarfssamningum við fleiri aðila bæði hér á landi og erlendis. Ragnheiður Elín telur framtíðar- möguleikana mikla og hlakkar til að takast á við þau verkefni sem bíða hennar: „Það er brýnna en nokkru sinni fyrr að finna lausnir til þess að draga megi úr losun gróðurhúsa- lofttegunda og þannig stuðla að því að markmið Parísarsamkomu- lagsins náist, sem og Heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna. Ísland hefur tækifæri til þess að verða leiðandi í baráttunni við loftslagsvandann og skapa sér enn frekari sérstöðu á þessu sviði. Með nýjum lausnum má m.a. hraða brýnum orkuskiptum skipaflotans og rafvæðingu hafna. Alor ehf. gegnir þarna lykilhlutverki og er ég full eftirvæntingar að leiða félagið.“ Valgeir Þorvaldsson stjórnarformaður og einn stofnenda Alor býður Ragnheiði Elínu velkomna. á timarit.is ÖLL BLÖÐIN FRÁ 1980 OG TIL DAGSINS Í DAG 2 // vÍkurFrÉttir á SuðurnESjuM Í 40 ár

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.