Víkurfréttir


Víkurfréttir - 13.01.2021, Blaðsíða 12

Víkurfréttir - 13.01.2021, Blaðsíða 12
Sólborg Guðbrandsdóttir er 24 ára tónlistarkona, fyrirlesari og laganemi. Hún gerðist einnig bókaútgefandi á nýliðnu ári og þá er hún líka aktívisti sem lætur hlutina gerast. Bætt kynfræðsla í grunn- og framhaldsskólum á Íslandi er málefni sem hefur brunnið á henni. Sólborg tók því til sinna ráða og hvatti fólk til að senda hvatningu á tölvupóst menntamálaráð-herra um bætta kynfræðslu í skólum. Lilja Alfreðsdóttir, ráðherra, greip boltann á lofti, fékk Sólborgu og Siggu Dögg, kynfræðing, til fundar við sig í ráðuneytinu og hefur nú skipað Sólborgu sem formann í starfshópi sem á að skila til- lögu um kynfræðslu í skólakerfinu. Sólborg hefur einnig verið ötul baráttukona gegn staf- rænu kynferðislegu ofbeldi og haldið úti síðunni Fávitar á Instagram sem m.a. hefur varpað ljósi á stafræna kynferðisofbeldið á internetinu. Víkurfréttir hafa valið Sólborgu mann ársins á Suðurnesjum 2020 fyrir baráttu hennar fyrir aukinni kynfræðslu í grunn- og fram- haldsskólum. Blaðamaður Víkurfrétta settist niður með Sólborgu fyrir framan sjón- varpsvélarnar í myndveri Víkurf- rétta og fyrst var rætt um bókina Fávitar sem Sólborg gaf út fyrir ný- liðin jól. Bókin er í ellefta sæti á met- sölulistum eftir jólin og útgefandinn ungi frá Keflavík er sögð vera nýliði ársins í bókaútgáfunni. „Þetta eru algjörar kanónur sem eru á rithöfundalistanum og það er frekar mikill heiður að fá að vera þarna með öllum þessum snillingum með bók sem heitir Fávitar,“ segir Sólborg. – Gastu ímyndað þér að þú yrðir með elleftu mest seldu bókina á Íslandi? „Ég fékk mjög góðar viðtökur í ferlinu þegar ég var að klára bókina en þegar ég lít til baka þá hefði mig ekki grunað að ég fengi svona góðar viðtökur, þó svo ég hafi vitað að eftirspurnin eftir svona fræðslu er mikil. Nei, ég bjóst eiginlega ekki við þessu og það kom mér eigin- lega á óvart að Fávitar kæmust inn á einhverja svona lista. Það eru líka svo margir sem gáfu út frábærar bækur um jólin og það var metsala í bókum.“ Ekki verið gefin út svipuð bók á Íslandi áður – Þú ert líka að gefa út eitt- hvað allt annað. Þú ert ekki með glæpasögu. Þú ert með eitthvað sem er ekki mjög algengt í bókum í dag. „Ég var ekki beint með samkeppni við aðra með þessari bók núna um jólin og ég er ekki viss um að það hafi verið gefin út svipuð bók á Íslandi áður, sem hefur tekið saman spurn- ingar frá unglingum og svör við þeim eingöngu. Þetta var eitthvað nýtt.“ – Segðu okkur í stuttu máli frá efni bókarinnar. „Fávitar er samansafn af spurn- ingum sem ég hef fengið frá ungu fólki á samfélagsmiðlum og á fyrir- lestrum sem ég hef haldið undan- farin ár um kynlíf, ofbeldi, fjölbreyti- leika, líkamann og ýmislegt fleira. Ég tók þetta saman og setti spurning- arnar og svörin í eina bók.“ – Hvenær fæddist þessi hugmynd hjá þér? „Fyrir einu og hálfu ári var ég farin að velta þessari bók fyrir mér. Svo hafði ég samband við listamanninn Ethorio úr Keflavík og spurði hvort hann væri til í að myndskreyta og um hálfu ári síðar fór ég að vinna þetta af alvöru og fór að taka saman pælingar um hvernig ég ætti að gera þetta.“ – Var mikil vinna að gera efnið tilbúið fyrir bók? „Nei, svo sem ekki. Ég veit að margir höfundar eru ár og jafnvel mörg ár að skrifar bækur en af því að þetta var sett upp í auðskiljanlegt form sem spurningar og svör þá var ég fljótari að þessu en ef þetta hefði verið samfelldur texti. Ferlið við að skrifa bókina var nokkrir mánuðir í heildina en ég var ekki að skrifa upp á hvern einasta dag og var að sinna ýmsu öðru á meðan þetta var í gangi.“ – Þetta er mjög sérstök upp- bygging á bók. Þarna er litadýrð og teikningar og bókin er auðlæsileg. „Ég vildi líka hafa þetta þannig, því markhópurinn minn er fyrst og fremst börn og unglingar en bókin er miðuð við að vera fyrir tólf ára og eldri. Við vitum það á tímum sam- félagsmiðla og allt það sem snjall- símar hafa upp á að bjóða að krakkar eru kannski ekki rosalega mikið að lesa bækur. Ég vildi að þetta væri hnitmiðað og liti vel út með allar myndirnar og litina. Þetta mátti heldur ekki vera fráhrindandi fyrir fullorðið fólk sem ég veit að hefur líka gaman af að lesa svona auð- skiljanlegt efni.“ Dýrmætt að setja efnið í bók – Þú ert að ná til markhóps sem er mjög mikið í símanum og er ekki mikið að lesa bækur. Var markmiðið að hvetja þau til þess? „Markmiðið með bókinni var ekkert endilega að fá ungt fólk til að lesa sérstaklega. Ég var búin að svara mörgum af þessum spurningum inni á Fávita-Instagraminu á síð- ustu árum. Efnið þar er hins vegar meira falið og dettur jafnvel út eftir 24 tíma í Story á Instagram. Að taka þetta saman í bókarform var svo dýrmætt. Þetta er svo dýrmæt heimild um það sem unglingar eru að velta fyrir sér.“ – Og þetta eru spurningar sem þú hefur fengið frá ung- mennum á fyrirlestrum sem þú hefur verið að halda. „Já og á samfélagsmiðlum. Ég hef alltaf boðið upp á nafnlausar spurn- ingar í lokin á öllum mínum fyrir- lestrum og þar eru krakkarnir ekkert feimnir við að spyrja mig, því þau fá að spyrja í gegnum símana. Þar er nafnleynd og þá þora þau frekar að spyrja að því sem þau vilja raunveru- lega fá svar við og bókin sýnir að krakkarnir eru ófeimnir við að spyrja um það sem þeim dettur í hug. Alls konar áhugaverðar og skemmtilegar spurningar.“ – Þú ert að vinna með orð í þessari bók sem mörg hver eru tabú hjá fólki í kynfræðslunni. „Alveg 100%. Ég þurfti meira að segja að æfa mig sjálf í að tala um þessa hluti upphátt. Um leið og maður er mættur upp á svið fyrir framan hundrað, fimmhundruð eða þúsund manns að svara spurningum um hluti sem mér finnst meira að segja sjálf vera tabú, það getur verið krefjandi. Ég þurfti að æfa mig í að svara þessu fyrir framan fullt af fólki og venja mig á þessi orð og þennan talsmáta, því þetta er svolítið feimn- ismál hjá okkur mörgum. Þetta má líka alveg vera áfram feimnismál en það verður samt sem áður að afmá þessa skömm sem er í kringum þetta.“ Skólarnir að vinna með bókina – Þú gerir þér vonir um að bókin seljist áfram. Þetta er ekki einungis jólabók. „Efni bókarinnar er viðeigandi á öllum tímum ársins og það er nóg til af henni ennþá og ég vona að fólk haldi áfram að kaupa bókina. Ég er í sambandi núna bæði við grunnskóla og framhaldsskóla og það er áhugi að fá bókina inn í þá marga hverja, hvort sem það er á skólabókasöfnin eða til kennslu en ég veit um nokkra skóla sem eru að vinna með bókina og það er rosalega skemmtilegt. Tónlistarkona og aktívisti í baráttu fyrir bættri kynfræðslu Sólborg Guðbrandsdóttir er maður ársins 2020 á Suðurnesjum Páll Ketilsson pket@vf.is 12 // vÍkurFrÉttir á SuðurnESjuM Í 40 ár

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.