Víkurfréttir


Víkurfréttir - 13.01.2021, Blaðsíða 20

Víkurfréttir - 13.01.2021, Blaðsíða 20
Lífsvenjur og bláu svæðin Eflaust hafa margir komið sér upp ákveðnum lífs- reglum í lífinu, meðvitað eða ómeðvitað. Þessar reglur hafa haldið sér í gegnum ár og áratugi meðan aðrar hafa stoppað stutt við og lognast út af. Í byrjun árs er ágætis tími til að fara yfir helstu lífsreglur, festa góðar reglur enn betur í sessi en ýta öðrum út sem hafa lítinn sem engan tilgang eins og reykingar eða kyrrsetu lífs- stíll. Margir hafa séð þætti Helgu Arnardóttur, Lifum lengur, sem fjallar um bláu svæðin (Blue Zones). Bláu svæðin eru Loma Linda í Kanada, Nicoya Peninsula í Kosta Ríka, Sardinía á Ítalíu, Ikaria við strendur Grikklands og á eyjunni Okinawa við Japan. Á þessum svæðum býr fólk við meira langlífi en gengur og gerist á öðrum stöðum í heiminum og margir íbúar verða yfir 100 ára gamlir. Sérfræðingar og almenningur velta þess vegna fyrir sér: Hver getur verið lykillinn að langlífi? Það sem er sameiginlegt með fólki sem býr á bláu svæðunum eru sérstaklega sex lífsstílseinkenni. Þessi eftirfarandi einkenni virðast stuðla að langlífi þeirra: • Fjölskyldan er sett í fyrsta sæti • Lítið er um reykingar • Meirihluti matar sem er neyttur er fenginn úr plönturíkinu • Stöðug dagleg hreyfing er óaðskiljan- legur hluti af daglegu lífi • Almenn félagsleg þátttaka fólks í samfélaginu er mikil • Belgjurtir eru mikið notaðar í matargerð Það er ekkert eitt atriði sem hentar öllum varðandi mat- aræðið. Leyndarmálið er að borða úrval af fersku og litríku fæði sem unnið er úr plönturíkinu, eins og ávexti, græn- meti, baunir og fleira. Hópar sem lifa að mestu á plöntu- fæði eru heilbrigðastir og lifa einna lengst. Íbúar á bláu svæðunum verja miklum tíma undir beru lofti. Þeir ganga og njóta fersks lofts og birtu allan daginn. Hreyfing er mjög áberandi á bláu svæðunum þar sem íbúar hreyfa sig mikið utandyra. Hreyfingin er þeim eins náttúruleg eins og borða eða sofa. Það sama á við um svefninn. Þau leggja mikla áherslu á að fá góðan svefn og taka jafnvel miðdegislúr. Fólk sem býr á þessum svæðum er meðvitað um ákveðinn tilgang með lífinu. Þau læra frá unga aldri að setja sér markmið, sýna ákveðni og temja sér þakklæti. Öll bláu svæðin hafa sterkar samfélagslegar fjölskylduhefðir sem eru leiðandi í gegnum allt þeirra líf. Góð vináttu- og fjöl- skyldusambönd hafa góð áhrif á heilsu þeirra og hamingju. Þetta er einn sá þáttur sem þau setja í forgang. Á bláu svæðunum er borin virðing fyrir þeim sem eldri eru. Þau taka þátt í samfélaginu og hafa hlutverk sem skipta máli þar sem reynsla þeirra miðlast til yngri kynslóða. Ákveðið viðhorf er ríkjandi á svæðunum og má nefna seiglu, jafnað- argeð, þolinmæði og kímni. Í því umhverfi sem við lifum í dag er bæði æskilegt og hollt að velta þessum þáttum fyrir sér, mynda okkur skoðun um lífsstíl sem æskilegt væri að fylgja eftir eða styrkja þann lífsstíl enn frekar sem við þegar búum við. Ef til vill inniheldur þinn lífsstíll eitthvað af þessum at- riðum. Ef svo er þá getur verið gott að festa þessi atriði enn betur í sessi samhliða því að finna ákveðinn tilgang með tilveru þinni. Hugmynd okkar með heilsueflingu eldri aldurshópa sem og yngri er að styrkja þá enn frekar í sínu jákvæða lífsstílsferli og efla einstaklinginn og hvetja til enn frekari dáða. Anna Sigríður Jóhannes- dóttir, BA sálfræði og MBA Janus Guð- laugsson, PhD-íþrótta- og heilsu- fræðingur Fjölmennasti fjarnámshópur Háskólabrúar Keilis Ásókn í fjarnám Háskólabrúar heldur áfram að aukast og hefja í janúar um eitt hundrað nýnemar nám við skólann sem eru umtals- vert fleiri en á sama tíma í fyrra. Bætast þeir við núverandi nemendahóp Háskólabrúar sem hóf nám síðastliðið haust en það var metár í umsóknum. Aldrei hafa því jafn- margir einstaklingar lagt stund á frumgrein- anám innan Keilis en í ársbyrjun 2021. Keilir hefur boðið upp á aðfaranám til há- skóla frá árinu 2007 og hafa á þeim tíma átt sér stað miklar framfarir í kennsluháttum samhliða breyttum þörfum og kröfum nem- enda. Nú geta nemendur því valið að sækja Háskólabrú í staðnámi eða fjarnámi, bæði með og án vinnu. Tekið er við nýnemum í fjarnám tvisvar árlega (í janúar og ágúst), bæði með og án vinnu, og einu sinni á ári í staðnám Há- skólabrúar (í ágúst). Boðið er upp á Háskólabrú í samstarfi við Há- skóla Íslands og gildir námið til inntöku í allar deildir háskólans. Keilir hefur markað sér sér- stöðu í að veita einstaklingsmiðaða þjónustu og stuðning við nemendur. Kennsluhættir taka mið af þörfum fullorðinna nemenda, miklar kröfur eru gerðar um sjálfstæði í vinnubrögðum og eru raunhæf verkefni lögð fyrir. Samkvæmt nýlegri eftirfylgnikönnun Keilis til útskrifaðra nemenda hefur mikill meirihluti nemenda Háskólabrúar hafið háskólanám og telja sig hafa fengið góðan undirbúning fyrir nám á háskólastigi að aðfaranámi loknu. Margrét hvarf Umræður á rafrænum bæjarstjórnar- fundi 5. janúar urðu mjög líflegar þar sem Margrétarnar Sanders og Þórarinsdóttir fóru nokkuð mikinn. Margrét Sanders afneitaði þar m.a. bæjarstjóranum en í miðri ræðu Margrétar Þórarinsdóttur, þar sem hún var að fjalla um ummæli bæjar- stjórans, slitnaði sambandið og hún komst ekki aftur í samband við fundinn fyrr en nokkru síðar. Þegar þetta gerðist „í beinni“ og ljóst að Margrét var dottin úr netsambandi sagði Guðbrandur Einarsson, forseti bæjarstjórnar og fundarstjóri: „Hvað varð um bæjarfulltrúann? Forseti bæjarstjórnar frestaði umræðum um þetta mál en þegar Margrét komst í ræðustól aftur sagðist hún ekki hafa meira um málið að segja. Skemmst er frá því að segja að ummæli Mar- grétar Þórarinsdóttur á bæjarstjórn- arfundi í desember urðu landsfræg en þá sagði hún á miðjum rafrænum bæjarstjórnarfundi svo allir heyrðu: „Krakkar – mig vantar hleðslutæki strax!“ Því er spurn? Hvernig stóð á því að bæjarfulltrúi Miðflokksins komst ekki í áramótaskaupið? Rafmagnað andrúmsloft Það er óhætt að segja að það hafi ekki ríkt eins góður andi á bæjar- stjórnarfundum í Reykjanesbæ að undanförnu eins og var kjörtíma- bilinu 2014–2018. Þá var snerist allt um að koma fjárhag Reykjanesbæjar í rétt horf og þá voru sjálfstæðis- menn miklu þægari enda þeir sem fengu skammirnar fyrir að koma bæjarfélaginu í slæma fjárhagsstöðu. Nú er ekki sama uppi á teningnum og óhætt að segja að andrúmsloftið á undanförnu rafrænu bæjarstjórnar- fundunum hafi verið rafmagnað. Nú er aðeins eitt ár í það að bæjar- pólitíkin fari að hreyfast meira enda kosningar áætlaðar vorið 2022. Hvað gerist þá? Guðbrandur á þing Meira um pólitíkina. VF heyrði nýlega frá sitjandi þingmönnum í Suðurkjördæmi og flestir eru að bjóða sig fram að nýju. Einn þeirra sem er að velta þingframboði fyrir sér er Guðbrandur Einarsson, for- seti bæjarstjórnar Reykjanesbæjar og oddviti Beinnar leiðar. Vitað er að Viðreisn hefur áhuga á að hann leiði lista þeirra í kjördæminu. Bubbi mun vera að íhuga málið. Störf í boði hjá Reykjanesbæ Skrifstofa fjármála – Rekstrarfulltrúi Velferðarsvið - Liðveisla Almenn umsókn - Reykjanesbær Umsóknir í auglýst störf skulu berast rafrænt gegnum vef Reykjanesbæjar, Stjórnsýsla: Laus störf. Þar eru jafnframt nánari upplýsingar um auglýst störf. Hægt er að leggja inn almenna umsókn á sama stað. Þeim er komið til stofnana sem eru í leit að starfsfólki. Almennar umsóknir fyrnast að sex mánuðum liðnum. Viðburðir í Reykjanesbæ Listasafn Reykjanesbæjar - Á sjó Á sjó er pop-up sýning úr safneign listasafnsins og að þessu sinni er þemað sjómennskan, sem er tenging við sögu Suðurnesja og staðsetningu Duus Safnahúsa við sjóinn og smábátahöfnina. Listasafnið á mikið safn verka sem sýna sjómenn að störfum, báta í höfn og sjósett skip. Sýninginn var áður sett upp í stuttan tíma, ágúst árið 2020, því sáu færri Á sjó, en vildu hafa í Reykjanesbæ. Sýningastjóri, Á sjó, er Helga Arnbjörg Pálsdóttir, listfræðingur, sem nú starfar hjá Listasafni Reykjanesbæjar. Vegna aðstæðna í þjóðfélaginu verður ekki hefðbundin sýningaropnun, en Á sjó opnar fyrir almenna sýningu miðvikudaginn 13. janúar og stendur til 9. febrúar 2021. Yfir tvö þúsund einstaklingar hafa lokið Háskólabrú Keilis frá fyrstu brautskráningunni árið 2008. SVART OG SYKURLAUST Ástkær faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, HELGI SVEINBJÖRNSSON Smáratúni 44, Keflavík, lést á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja laugardaginn 9. janúar. Útförin fer fram frá Keflavíkurkirkju fimmtudaginn 21. janúar kl. 13. Í ljósi aðstæðna munu einungis nánustu aðstandendur vera viðstaddir athöfnina. Athöfninni verður streymt á www.facebook.com/groups/helgisveinbjornsson Sveinbjörn Helgason Riina Elisabet Kaunio Þorbergur Grétar Helgason Anna Bryndís Óskarsdóttir Sæþór Helgason Sólveig Harpa Helgadóttir Skúli Helgason Tatiana Matejová Andri Helgason Kristjana Hjaltadóttir barnabörn og barnabarnabörn. 20 // vÍkurFrÉttir á SuðurnESjuM Í 40 ár

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.