Víkurfréttir


Víkurfréttir - 13.01.2021, Blaðsíða 19

Víkurfréttir - 13.01.2021, Blaðsíða 19
Heimasíðan Grindavíkurbæ ekki til framdráttar Fræðslunefnd Grindavíkurbæjar ræddi um framsetn- ingu upplýsinga um fræðslumál á heimasíðu Grinda- víkurbæjar á síðasta fundi sínum, sem fræðslunefnd telur mjög ábótavant. „Fræðslunefnd ítrekar mikilvægi þess að ljúka við vinnuna sem var sett í gang fyrir nokkrum árum í hönnun og framsetningu. Ljóst er að erfitt er að finna upplýsingar á síðunni, það eru tómir tenglar þar, gamlar upplýsingar og ekki notendavænt umhverfi fyrir stjórn- endur. Heimasíðan er Grindavíkurbæ ekki til framdráttar eins og hún er í dag,“ segir í afgreiðslu nefndarinnar frá 7. janúar síðastliðnum. Fagna menn- ingarstefnu Grindavíkur Fræðslunefnd Grindavíkur- bæjar fagnar því að menn- ingarstefna Grindavíkur- bæjar líti dagsins ljós og að tónlistarskóli verði í boði fyrir nemendur á öllum aldri og að kostnaður grunnskóla- barna verði sambærilegur við íþróttaæfingar. Þetta kemur fram í fundargögnum frá síð- asta fundi nefndarinnar sem var haldinn 7. janúar síðast- liðinn en unnið hefur verið að endurskoðun á menningar- stefnu Grindavíkurbæjar. Í umsögn nefndarinnar kemur fram að fræðslunefnd telur að bókasafnið og starfsemi þess sé ekki nægilega sýnilegt í stefnunni og möguleikar þess í aðkomu menningu séu ekki fullnýttir. Skjáskot af vef Grindavíkurbæjar. Grindavíkurbær hefur gert þjónustusamning við TG Raf ehf. í Grindavík um viðhald gatnalýsingar í Grindavík og led-væðingu. Niðurstöður opins útboðs vegna viðhalds og led-væðingar gatnalýsingar liggja fyrir. TG Raf ehf. voru lægstbjóðandi en tilboð þeirra var 34.859.188 kr. sem er 78,28% af kostnaðará- ætlun. Samningur við TG Raf lagður fram til kynningar á fundi bæj- arráðs en sviðsstjóri skipulags- og umhverfissviðs sat fundinn undir þessum dagskrárlið í gegnum fjarfundabúnað. Varaaflsstöð tengd íþrótta- miðstöð Grindavíkur Grindavíkurbær hefur fjárfest í varaaflsstöð og vinna er í gangi við að setja hana upp til að keyra íþróttamiðstöðina á varaafli. Hug- mynd er einnig um að tengja vara- aflstöðina við spennistöð nærri íþróttamiðstöðinni þannig að hún gæti líka keyrt Víkurbraut 62 þar sem Heilbrigðisstofnun Suðurnesja er til húsa ásamt mögulega fleiri mannvirkjum. Fjöldarhjálparstöð í Grindavík hefur verið staðsett í Hópsskóla en er nú í íþróttamiðstöð, þó verður Hópsskóli áfram tiltækur ef skipta þarf upp hópum, segir í gögnum frá fundi almannavarnanefnd Grinda- víkur. Þrjú forgangs- atriði í menning- arstefnu Frístunda- og menningarnefnd Grindavíkur hefur unnið að endur- skoðun menningarstefnu Grinda- víkurbæjar frá því í apríl 2019. Nefndin stóð m.a. fyrir opnum fundi með íbúum, opinni könnun á vef sveitarfélagsins auk þess sem drög að stefnunni voru kynnt íbúum þar sem þeim gafst kostur á að senda inn ábendingar og athuga- semdir. Nefndin telur að forgangsatriði í framkvæmd stefnunnar til ársins 2024 ættu að vera: 1. Börnum og unglingum standi til boða að nýta og þróa hæfileika sína á sviði lista og menningar. 2. Kvikan verði menningarhús Grindvíkinga með rúmgóðum fjölnotasal. 3. Viðburðum á vegum Grindavíkur- bæjar verði dreift yfir árið. Frístunda- og menningarnefnd hefur vísað stefnunni til afgreiðslu í bæjar- ráði Grindavíkur. Sem stendur er nú unnið að því að byggja áfanga 2 við Hópsskóla í Grindavík en um er að ræða 1.100 m2 byggingu á einni hæð auk þess verður kjallari undir hluta byggingar. Það er Grindin ehf. sem sér um framkvæmdina. Í viðbyggingu verða m.a. fjórar heimastofur ásamt fjórum öðrum stofum fyrir textílmennt, myndmennt, heimilisfræði og smíði. Viðbyggingin mun tengjast núverandi skóla að austanverðu og byggjast til suðurs, í átt að Hópinu. Gert er ráð fyrir að taka áfangann í notkun í byrjun árs 2022, segir á vef Grindavíkurbæjar. Myndin var tekin á mánudag. VF-mynd: Hilmar Bragi Útveggir viðbyggingar Hópsskóla rísa TG Raf ehf. viðheldur gatnalýsingu Íþróttamiðstöðin í Grindavík verður tengd varaaflsstöð. VF-mynd: Hilmar Bragi Lumar þú á frétt úr Grindavík? Þú getur sent okkur línu á vf@vf.is vÍkurFrÉttir á SuðurnESjuM Í 40 ár // 19

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.